Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 9

Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 9
Það hitnaði ofi í kolunum í Galtalæk Börnin léku stórt hlutverk áfyrstu árunum. Þeiryngstu purfiu aðsoð viö aö komast á mótssvœðið Allir í “hattaleik” í Þrastaskógi Yngsti harmonikuleikarinn í Þrastaskógi 1995. spyrja, mikil aðsókn varð strax á fyrsta ári, enda veðurguðirnir gengnir í lið með Harmonikunni. A fyrsta mótinu í Þrastaskógi var ein heitasta helgi sumarsins. Þrasta- skógarmótin stóðu síðan til 1997. Aðsókn var alla tíð ágæt, en stóran hlut í endalokum þeirra átti trúlega veðrið, en síðustu árin rigndi mikið í Þrastaskógi um verslunarmannahelgarnar. Til voru þeir gárungar, sem kölluðu svæðið Vatnaskóg. Þessi mót voru börn síns tíma og kröfur um húsaskjól jafnvel orðnar háværari. I þriðja tölublaði tólfta árgangs Harmonikunnar segir Hilmar Hjartarson m.a. um endalok þessara móta: „LániS lék við okkurflest árin í Galtalœkjarskógi veðurfarslega, en nokkur ár tók að afla mótunum jylgis. Þrastaskógur meðsína svipmiklu ásýnd er kjörinn staður jýrir þess konar mótshald, en ótryggari veðurfarslega eins og allir vita nú. “ í minningu greinarhöfundar voru mótin í Galtalæk og Þrastaskógi miðuð við útiveru og leiki. Þar voru til dæmis gönguferðir fastur liður og ýmiskonar keppni skipulögð, allt til að auka skemmtanagildið. Leikir fyrir ungu kynslóðina voru fastur liður. Það gefur augaleið, að þar sem ekki er hægt að komast í húsaskjól þarf einfaldlega annað hugarfar. Segja má að regnslá hafi verið staðalútbúnaður fyrir harmonikuleikara í Þrastaskógi. Þaðvar engan bilbug að finna á mótshöldurum vorið 1997, þó veðrið hafa angrað menn. I tilefni 10 ára afmælis harmonikumóta Harmo- nikunnar, er auglýst keppni í að smíða frumlegasta hljóðfærið. Þá er auglýstur dansleikur á útipalli undir bláhimni. Ekki var danspallur í Þrastaskógi fyrstu árin, en Rangæingar með Braga Gunnarsson bassa- leikara í fararbroddi unnu bug á því vandamáli og settu upp pallinn á öðru eða þriðja ári. Hann var síðan notaður við hin ýmsu tækifæri. Pallurinn kom ma. að góðum notum þegar eina brúðkaup, sem farið hefur fram á harmonikumóti á Islandi fór fram í Þrastaskógi 1997. Þessi fyrstu harmonikumót voru í raun samverustundir þar sem safnast var saman til að njóta útiveru, syngja saman og hlusta á harmonikutónlist, en dans var alls ekki það aðalatriði, sem síðar varð. Maður var svo sannarlega manns gaman. Gestir í Galtalæk og Þrastaskógi voru víða af landinu. Þar voru að stærstum hluta Reykvíkingar og unnendur af suðvestur horninu, en auk þeirra minnist maður margra Rangæinga, Vestlend- inga,Vestfirðinga, Eyfirðinga og jafnvel Horn- firðinga. Þetta var jú eina harmonikumótið á þessum fyrstu árum og mikill áhugi um allt land, en þeim átti eftir að fjölga. Friðjón Hallgrímsson Myndir: Þorsteinn R. Þorsteinsson ogfleiri. 9

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.