Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 10
Afmælisárshátíð Þingeyinga I apríl árið 1978 hittust tveir þingeyskir harmonikuleikarar, þeir Stefán Kjartansson og Aðalsteinn Isfjörð og ákváðu að boða harmonikuleikara í Þingeyjarsýslu til fundar. Hugmyndin var að stofna harmonikufélag. Þann 4. maí var svo félagið stofnað með 42 stofnfélögum. Það hét þá Félag áhugamanna um harmonikuleik, en nafninu var breytt síðar í Harmonikufélag Þingeyinga. Síðan hafa árin liðið við leik og störf, glaum og gleði, en gleðin hefur ávallt verið grunnþáttur í starfi félagsins. Þann 10. nóvember síðastliðinn hélt félagið upp á 40 ára afmælið sitt, um leið og það hélt sína árlegu árshátíð að Breiðumýri í Reykjadal. A hátíðina mættu um hundrað manns. Það voru félagar, gestir þeirra og boðsgestir frá öðrum harmonikufélögum sem gerðu okkur þann heiður að koma. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að halda upp á tímamótin þann 3. nóvember, en norðan áhlaup þá helgi kom í veg fyrir það. Gleðin hófst kl. 20:00 og setti formaðurinn Jón Jóhannsson samkomuna. Síðan tók við fjöldasöngur fram að borðhaldi. Veislustjóri var Friðrik Steingrímsson. Stjórnaði hann söngnum og fór með gamanmál, en Sigurður Friðriksson lék undir söng á píano og sá um dinnermúsik. A borðum var hin sjálfsagða lambasteik með öllu, frá Kristjáni Guðmundssyni kokki á Laugum. Tóku gestir vel til matar síns. Þegar menn höfðu satt sárasta hungrið hófst dagsskráin með því að formaður las afmæliskveðjur og sagði frá gjöfum frá öðrum harmonikufélögum. Voru þeim öllum færðar þakkir félagsins. Næst á dagsskrá var svo saga félagsins. Þar lásu þær Þórhildur Sigurðardóttir og Ólína Arnkelsdóttir ágrip af sögu félagsins úr fundargerðarbókum. Var gerður góður rómur að þessum lið enda margt skemmtilegt og Þau voru heiðruð á afmœlishátíðinni. F.v. Sigurður Ólafison, Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Sigurður Friðriksson, Inga Hauksdóttir, Grímur Vilhjálmsson, Kristján Kárason og Rúnar Hannesson Og pá var kátt í höllinni. Rúnar Hannesson ogÁsgeir Stefánsson með betri helmingunum jafnvel skrítið þar fram borið. Nú tóku við tónleikar. Þar léku Einar Guðmundsson, Árni Ketill Friðriksson, Haukur Ingólfsson og Eiríkur Bóasson af frábærri snilld. Var þeim þakkað með dynjandi lófataki. Eftir tónleikana voru sjö félagar úr H.F.Þ. gerðir að heiðursfélögum. Það voru þau Inga Hauksdóttir Kambsstöðum, Grímur Vilhjálmsson Rauðá, Rúnar Hannesson Húsavík, Kristján Kárason Húsavík, Sigurður Friðriksson Sólvöllum, Kjartan Jóhannesson Húsavík og Jón Sigurjónsson Húsavík, sem öll hafa starfað af mikilli elju fýrir félagið. Einnig fengu Sigurður Ólafsson og Hólmfríður Bjartmarsdóttir viðurkenningu fyrir margvísleg störf í þágu félagsins. Síðan var dreift afmælisriti félagsins, en hefð er að gefa út blað á hverju tugafmæli. Að lokinni

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.