Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 18

Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 18
Harmonikufélag Þingeyinga 40 ára I apríl 1978 boðuðu tveir ungir menn í Þingeyjarsýslu harmonikuleikara til fundar. Þetta voru þeir Aðalsteinn Isfjörð og Stefán Kjartansson. Markmiðið var að stofna Harmonikufélag. Stofnfundurinn var svo haldinn þann 4. maí og gengu í félagið 42 harmonikuleikarar og hefur félagið starfað óslitið síðan. Harmonikufélag Þingeyinga hefur frá upphafi haft það markmið að gera veg harmonikunnar sem mestan og hefur verið unnið að því í 40 ár. Menn hafa stofnað hljómsveitir æft og haldið böll, tónleika og harmonikumót. Félagið hefur gefið harmonikur í skóla, styrkt harmonikunemendur og félagar hafa spilað í leikskólum, skólum og sjúkrahúsum. Nýlega gaf félagið harmonikur bæði til Tónlistarskóla Húsavíkur og Þing- og formaður og fulltrúar á aðalfund S.Í.H.U. Á aðalfundi H.F.Þ. 2014 voru fjórir harmo- nikuleikarar tilnefndir heiðursfélagar. Þetta voru þeir Stefán Þórisson, Ásgeir Stefánsson, Aðalsteinn Isíjörð og Jóel Friðbjarnarson. Allir fundir eru vel sóttir enda hefjast þeir á harmonikuleik og alltaf er veislukaffi. Félagar eru núna um hundrað og meirihluti þeirra eru núna harmonikuunnendur. Til að afla fjár hefur félagið haldið Utileguhátíð með Eyfirðingum á hverju sumri og bögglauppboð á jólaballinu í janúar. Fjárhagur félagsins hefur yfirleitt verið góður. Árið 2011 stóð félagið óvenju vel. Ástæðan er að Ásmundur Karlsson á Vaði arfleiddi félagið að umtalsverðri fjárupphæð, en hann lést 2010. Árið 2012 lét Harmonikufélagið því gera heimildamynd hljóðhreinsaðar í leiðinni. Þetta eru ómetanlegar heimildir, ekki síst gömlu upptökurnar. Diskarnir eru enn fáanlegir hjá stjórn. Á hverju tugafmæli höfum við gefið út blað. Hvert blað inniheldur helstu fréttir af starfinu sl. 10 ár, viðtöl við harmonikuleikara og myndir úr starfinu. Auk þess hefur Kristján Kárason fjallað um félagið íÁrbók Þingeyinga síðan 2003 og Aðalsteinn Isfjörð á undan honum. Undanfarið höfum við líka sent fréttir í Harmonikublað Landssambandsins og fá allir félagar blaðið. Samkomur Samkomur innan félagsins eru orðnar margar. Sú elsta er árshátíðin. Hún hefúr verið haldin árlega með einni undantekningu frá 1979, Stjórn HFÞ 2018-19. Karen Hannesdóttir, Þórhildur Sigurðardóttir, Jón Helgi Jóhannsson formaður, Ólína Arnkelsdóttir og Smári Kárason Létt œfing með Nikkólínu í Búðardal eyjarskóla. Harmonikufélag Þingeyinga hefur alltaf haldið dag harmonikunnar hátíðlegan með tónleikum þar sem ungir harmoniku- nemendur spila og hljóta áritað heiðursskjal frá félaginu. Samkoman er öllum opin og þar hafa margir komið, hlustað og fengið sér bita af kökuhlaðborði félagskvenna. Fundir, Ijáröflun og útgáfa Fundir eru haldnir í félaginu fyrsta sunnudag hvers mánaðar yfir veturinn og aðalfundur í október. Á aðalfundi er stjórn félagsins kosin um félagið og gefa út á diskum. Myndina vann Guðmundur Bjartmarsson kvikmyndagerðar- maður. I myndinni eru allir harmonikuleikarar félagsins teknir upp í tali og tónum og mörg myndskeið af ýmsum uppákomum. Þannig vildum við minnast Ásmundar, kynna harmonikuhefðina og varðveita minninguna um starfið okkar. Auk myndarinnar voru gefnir út tveir mynddiskar með harmonikuleik félaganna. Annar er með nýjum upptökum af leik núverandi félaga og hinn með eldri upptökum sem félagið átti og voru þær eldri oftast á Breiðumýri eða í Ljósvetningabúð, en fáein skipti á Húsavík. Árshátíðir munu vera orðnar 38 talsins. Jólaböll, eða bögglauppboð eru litlu færri. Þau fyrstu voru í Sólvangi 1992 og '93, en frá 1996 hafa þau verið á Breiðumýri, Ljósvetningabúð eða Heiðarbæ. Hin síðari ár höfum við notið samstarfs við Vísnavinafélagið Kveðanda. Samkoman er alltaf vel sótt og mikið boðið. Lengst afvar Stefán í Hólkoti uppboðshaldari, við mikinn fögnuð, en seinni ár Friðrik Steingrímsson, sem ekki kann síður að bjóða upp. Síðan 2006 hafa verið haldnar dansæfingar, oftast í Ljósvetningabúð á útmánuðum. Þær munu orðnar á fjórða tug. Grillkvöld var fýrst haldið á Sandi í júní 2006 og hafa þau verið árvissir atburðir síðan, á Breiðumýri, í Ljósvetningabúð, eða Sólvangi og einu sinni á Jódísarstöðum. Samstarf við önnur félög I samstarfi höfum við mest unnið með Eyfirðingum og Héraðsbúum. Utilegu- hátíðina, helgina fyrir verslunarmannahelgi, höfum við haldið með Eyfirðingum síðan 1991. Hún var haldin á Breiðumýri og gekk Frá harmonikudegi 18

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.