Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 14

Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 14
Vetrarstarf Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Breytingar á stjórn félagsins Aðalfundur F.H.U.E. var haldinn 14. október síðastliðinn þar sem fram fóru venjuleg aðalfundarstörf ásamt kosningu til nýrrar stjórnar. Nýja stjórn F.H.U.E. skipa: Agnes Harpa Jósavinsdóttir formaður, Jóhann G Möller varaformaður, Jóhannes Jónsson gjaldkeri, Bryngeir Kristinsson ritari, Einar Guðmundsson meðstjórnandi, Elsa Auður Sigfúsdóttir varamaður, Pálmi Björnsson varamaður, Stella Dröfn Guðjónsdóttir varamaður, Filippía J Sigurjónsdóttir skoðunarmaður reikninga, Hörður Kristinsson skoðunarmaður reikninga. Filippía J Sigurjónsdóttir lét af störfum sem formaður félagsins eftir níu ára setu. Eru henni færðar bestu þakkir frá félaginu fýrir ötult starf í þágu félagins og árnaðaróskir í nýju embætti. Haustfundur S.Í.H.U. og dansleikir Það kom í okkar hlut í ár að sjá um haustfund S.I.H.U. og var hann haldinn í Kjarnalundi á Akureyri þann 6. október. A meðan félagar þinguðu á góðum fundi fengu makar þeirra skoðunarferð um Eyjafjörð og Akureyri. Um kvöldið var svo haldinn dansleikur í Lóni þar sem þátttakendur af haustfundinum tóku virkan þátt í undirleik fyrir dansþyrsta gesti sem fjölmenntu á staðinn. Næsti dansleikur félagsins var haldinn fyrsta vetrardag í Hofi, menningarhúsi þar sem aðsókn var dræmari en vonir stóðu til. Síðasti dansleikur fyrir jól var síðan 24. nóvember í Lóni þar sem mæting var stórgóð og stemmingin eftir því. .. •«rt* Starfið framundan Stórsveit F.H.U.E. hefur hafið æfingar og fýlla harmonikuleikarar tuginn að þessu sinni auk þriggja manna hrynsveitar. Sveitin æfir einu sinni í viku undir stjórn Roar Kvam og stefnir á tónleika á vormánuðum. Farið var af stað með dansæfingar fýrir félagsmenn, þær mæltust vel fýrir síðasta vetur og var fýrsta æfing 16. nóvember sl. Ekki mættu mörg pör til að dansa en undirleikarar fengu góða æfingu þetta kvöldið. Stefnt er að því að halda dansæfingar reglulega í vetur við lifandi undirleik, vonandi verður þátttaka góð og að þessi kvöld skapi skemmtilega stemmingu fýrir félagsmenn. Þegar þetta er ritað hefur opið hús á aðventu ekki enn farið fram en það mun verða 2. Allir í polka Agnes Harpa Jósavinsdóttir nýkjörin formaður FHUE. Langt er síðan svo ungur formaður hefur verið í forsvari fyrir harmonikufélag. desember þar sem boðið verður upp á kakó og piparkökur sem munu renna ljúflega niður með harmonikutónunum sem munu svífa yfir salinn. Eftir áramót mun félagið halda dansleiki einu sinni í mánuði fram að harmonikudeginum ásamt áframhaldandi dansæfingum og opnum húsum fýrir félagsmenn, harmonikudagurinn verður haldinn hátíðlegur eins og endra nær ásamt vortónleikum stórsveitarinnar og er von til þess að allir þessir viðburðir verði vel sóttir af félagsmönnum sem og öðrum gestum. Agnes Harpa Jósavinsdóttir Ljósmyndir: Siggi Harðar Skottís í Lóni Þá skal dansa vals og vals og valsa inn á milli, eins og sagði í vísunni 14

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.