Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 16

Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 16
 Haustið 2018 hjá Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík Stjórn félagsins hefur haldið fundi mánaðarlega og er skemmtinefndarformaðurinn alltaf kallaður til. Við höfum formlega tekið að okkur næsta landsmót sem verður haldið í Stykkishólmi í byrjun júlí 2020. Elísabet, Haukur og Friðjón voru valin í fram- kvæmdastjórn mótsins og við styðjumst við minnislistana frá fyrri landsmótum og bætum í eftir þörfum. Karítas Páls, Jón Helgi og Sigurður á Sandi eru ávallt tilbúin að aðstoða og fleiri hafa gefið góðar ábendingar. Stjórnarmenn FHUR tóku þátt í aðalfundi SIHU, sem haldinn var í Kjarnalundi í umsjón FHUE. Mörg málefni voru rædd að vanda m.a. hvernig við getum virkjað unga harmonikufólkið okkar til þátttöku. Nokkur sjónarmið komu fram og gagnlegar umræður, en væntanlega verður þeirra getið annars staðar í blaðinu. Formanni FHUR og ritstjóra Harmoniku- blaðsins var boðið í afmælishóf Harmo- nikufélags Þingeyinga á Breiðamýri. Við ætluðum að fara ásamt mökum í byrjun nóvember en þá varð veðrið vitlaust og gul viðvörun fyrir norðan og hátíðinni frestað um viku. En þá helgi var einnig dansleikur hér syðra í umsjón Friðjóns H. og formaður kominn til útlanda. Hljómsveitarstarfið hófst í byrjun október. Við fengum til liðs við okkur nýjan hljóm- sveitarstjóra, reyndan tónlistarmann, Hannes Baldursson. Hann hefur stjórnað mörgum kórum og hljómsveitum meðal annarra Harmonikuhljómsveit Vesturlands og Nikkolínu í Dölunum. Eg hafði samband við nokkur ungmenni til að fá þau til liðs við hljómsveitina en það var ýmislegt í vegi fyrir því t.d. ánægjulegar barneignir og aðrar annir. Æfingahúsnæði okkar er enn sem fyrr í Arskógum og alltaf er kaffi á könnunni. Mæting hefur verið nokkuð góð. Við tókum Mœting var dgæt miðað við jýrsta sinn 16 Allir samtaka nú d opinni xfingu Og svo var dansinn stiginn upp þá nýbreytni að hafa opna æfingu með söng og dansi, svipað og Eyfirðingar og Norðfirðingar hafa gert. Þetta var ákaflega vinsælt og fullt hús. Fólk vildi gjarnan að þetta væri einu sinni í mánuði. Væntanlega verður framhald á næsta ári. Við gerum hlé á hljómsveitaræfingum í desember enda margir að spila jólalögin hér og þar. Dansleikirnir voru í Breiðfirðingabúð með hressilegu harmonikuspili frábærra félaga og í umsjón skemmtinefndar með Friðjón Hallgrímsson í forsvari. Félagar í FHUR taka þátt í góðri samfélags- og sjálfboðaliðaþjónustu með því að spila á hjúkrunar- og dvalar- heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Oft er það hálfsmánaðarlega og stundum í samvinnu við sjálfboðaliða RKI eða aðra. Þessar heimsóknir eru ákaflega gefandi og heimilisfólk er afar þakklátt og tekur virkan þátt í söng og dansi. Nokkrir dansarar fara með sumum harmoniku- spilurunum. Enn er óskað eftir harmonikuleik í leikskólum og við Sigurður Alfonsson höfum sinnt þeim, vegna sérstakra óska viðkomandi skóla. Eg veit að leikskólar hafa haft samband við Guðrúnu og Hjálmar og þau láta ekki sitt eftir liggja. Við Sigurður heimsóttum leikskólann Jörfa þann 16. nóvember, þarsem haldið var afa- og ömmukaffi með kleinum og tilheyrandi. Við höfum spilað þar undanfarin ár en núna var óvenju góð mæting og fullt hús og undirtektirnar eftir því, heilmikil gleði og beðið um óskalög til viðbótar við lagalistann okkar. Þarna er okkar vinna svo sannarlega metin að verðleikum. Með harmonikukveðju, Elísabet H Einarsdóttir formaður FHUR

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.