Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 13

Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 13
Þorvaldur og Valgerður Alda Heiðarsdóttir taka lagið Á laugardagskvöldið var svo dansleikur frá kl. 21-01, það var Sveinn Sigurjónsson og hljóm- sveit sem sá um að allir skemmtu sér vel eins og undanfarin ár. Dansinn dunaði og gólfið fullt af dansunnendum í miklu stuði. Þegar ballið var hálfnað var tekið hefðbundið hlé til að draga í happdrættinu, en þar var eins og alltaf fjöldi góðra vinninga. Friðjón sá um dráttinn og gæxti jafnræðis í útdeilingu vinningsmiða. Þegar lukkulegir vinningshafar voru búnir að sækja happafenginn til Melkorku og Önnu hófst ballið aftur og nú kom Aðalsteinn ísfjörð til liðs við hljómsveitina. Dansað var af lífi og sál þar til að Svenni endaði skemmtunina og frábært ball með fjöldasöng, gestir mynduðu hring á dansgólfinu og sungu saman af hjartans lyst Hvað er svo glatt... Þetta samstarf Húnvetninga og Nikkólínu hefur gengið afskaplega vel og Sólveig formaður HUH tilkynnti svo í lok hátíðar að búið væri að ákveða harmonikuhátíðina í Ásbyrgi á sama tíma að ári. Og þá er bara að taka frá helgina og skemmta sér með okkur, allir velkomnir og hittumst hress og kát að vanda! SBH Og svona í lokin. Jón Helgi Jóhannsson Þingeyingur og góðvinur Friðriks mæltist til þess við skáldið að hann fengi nú vísu. Þegar sunnudagsmorgunn reis án þess að bólaði á nokkru, fór Jón að hafa orð á því hvort Þorvaldur, Sigurður Ingvi og Sigurður Helgi hressir og kátir Mývetningurinn væri orðinn geldur. Fékk hann þá þetta: Jónka síst ég svíkja md, segja mun þó lítið. En hann verður víst aðfá, vísu karlhelvítið. Myndir með greininni: Siggi Harðar • • •••••• • ••• • • • Fréttir að vestan Þó harmonikufélögin á landinu standi ekki fyrir dansleikjum í sama mæli og var áður, er ekki þar með sagt að þeir sem þar eru séu hættir að leika á böllum, öðru nær. Við höfum mýmörg dæmi um að dansað sé við undirleik þeirra á hinum ýmsu stöðum um land allt. Á eldri borgara heimilum, hjúkrunarheimilum og víðar. Rauði Krossinn á Isafjarðarsvæðinu stóð fyrir harmonikuballi sunnudaginn 18. nóvember sl. frá 14:00- 16:00 í Edinborgarhúsinu álsafirði og var þetta fyrsta ballið í vetur. Þeir sem spiluðu á dansleiknum voru Baldur Geirmundsson, Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) á harmonikur og Magnús Reynir á bassa. Gert var hlé á dansleiknum um þrjú leytið þega boðið var upp á stórveislu með heimabökuðum tertum, kleinum og kaffi. Þessum veitingum voru gerð mjög góð skil. Dansinum var fram haldið eftir kaffið og var mikið fjör og vel mætt. Sá siður hefur mótast að allir dansgestirnir mynda stóran hring og syngja saman Vísur íslendinga „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur". Fyrirhugað er að halda annan dansleik fyrir jólin vegna fjölda áskorana, fólkinu finnst gaman að koma saman til að dansa og gleðjast. Bestu kveðjur, Kaja Myndir: Kristinn H Gunnarsson, Bœjarins hesta Hjónin á Mýrum hafa lengi stigið lífdansinn saman Huggulegir eldri borgarar á Isafirði Sumir hlustuðu og nutu tónlistarinnar 13

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.