Feykir


Feykir - 26.06.2019, Blaðsíða 11

Feykir - 26.06.2019, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Hæll Feykir spyr... Hvað á að gera í sumarfríinu? Spurt á Facebook UMSJÓN Eysteinn Ívar „Ég ætla að vinna í breytingum á húsi fjölskyldunnar.“ Vignir Kjartansson „Ferðast um landið með fjölskyldunni og fara í tvö brúðkaup.“ Sigurður Ingi Pálsson „Ég ætla að skella mér í sumarbústað með mínu fólki og fyrst og fremst NJÓTA ! “ Steinunn Gunnsteinsdóttir KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Mér er sama hvort þú hatar mig eða elskar mig, svo lengi sem ég fæ þig til að hugsa. – Madonna Sudoku Ótrúlegt – en kannski satt... Harry S. Truman var 33. forseti Bandaríkjanna og gegndi embætti frá 1945 til 1953. Hann tók við stjórnartaumunum á mjög viðkvæmum tímapunkti, undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Ótrúlegt, en kannski satt, þá stendur S-ið í nafninu ekki fyrir neitt. . „Ég ætla bara að slaka á og njóta lífsins, kíki að sjálfsögðu á einhverjar bæjarhátíðir, verð allavega að elta Stjórnina á Hofsós og á Þjóðhátíð.“ Telma Björk Gunnarsdóttir Brynjar Ægir Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir tóku við búi á Bálkastöðum 1 í Hrútafirði á síðasta ári þar sem þau stunda sauðfjárbúskap en meðfram því vinnur Guðný Kristín á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga. Þau hjón eiga fjögur börn. „Auðvitað eldum við mest lambakjötið okkar góða, þetta er í miklu uppáhaldi hjá flestum á heimilinu. Síðan er auðvitað alltaf gott að fá sér góðan eftirrétt eða góða böku í kaffinu,“ segja þau Brynjar og Guðný. Grillað lamb með ostasósu og rabbar- barabaka ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) frida@feykir.is Guðný Kristín Guðnadóttir og Brynjar Ægir Ottesen. MYND ÚR EINKASAFNI AÐALRÉTTUR Grillað úrbeinað lambalæri Lærið útflatt á álpappír og kryddað með: 2-3 msk Best á lambið kryddi 1 msk sinnepsfræ 1 tsk salt ½ tsk svartur pipar Aðferð: Nokkrum hvítlauksrifjum er stungið í lærið víðs vegar. Lærinu er pakkað inn í álpappír og skellt á grillið. Með þessu er mjög gott að bera fram ofnbakað grænmeti, ferskt salat og rjómaostasósu. Rjómaostasósa ½ líter rjómi 1 piparostur 1 mexicoostur 1 nautakraftsteningur 1 tsk worchestershire sósa Aðferð: Best er að rífa ostinn út í rjómann, síðan er öllu blandað saman og látið malla saman í potti þar til allt er vel bráðið. EFTIRRÉTTUR Rabbarbarabaka Fylling: 700 g rabbarbari 100 g púðursykur 50 g salthnetur 100 g Nóa kropp Deig: 350 g hveiti 150 g haframjöl 100 g púðursykur 200 g mjúkt smjör Aðferð: Hráefnunum í fyllinguna blandað vel saman í eldföstu móti. Öðru innihaldi hnoðað saman og sett yfir rabbarbarablönduna. Bakað í ofni við 200°C í 35 mínútur. Þetta er æðislegt nýkomið úr ofninum með þeyttum rjóma eða ís. Verði ykkur að góðu! Við skorum á Kolfinnu Rún Gunnarsdóttur og Jón Marel Magnússon á Hvammstanga. 25/2019 11 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. FEYKIFÍN AFÞREYING Líkamspartur einn ég er. Til útilegu gleymdu ei mér. Æ mig geymir Árnesþing. Oddvæddur ég klakann sting.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.