Fréttablaðið - 23.12.2020, Side 4
Viðburðarík fjölskyldusaga um ólgu
hernámsáranna á Seyðisfirði þegar
allt breyttist og lífsháskinn vofði yfir.
Kristín Steinsdóttir, höfundur Ljósu,
segir hér frá trúverðugum og skemmti-
legum sögupersónum af einstakri hlýju
og næmni.
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
VIÐSKIPTI Gildi lífeyrissjóður, næst-
stærsti hluthafi Skeljungs með um
tíu prósenta hlut, ætlar ekki að sam-
þykkja yfirtökutilboð sem fjárfest-
ingafélagið Strengur – sem hjónin
Ingibjörg Pálmadóttur og Jón Ásgeir
Jóhannesson og Sigurður Bollason
fara meðal annars fyrir – hefur gert
í allt útistandandi hlutafé félagsins.
Á r ni Guðmu ndsson, f ram-
kvæmdastjóri Gildis, segir í samtali
við Fréttablaðið að „aðalástæðan
fyrir þeirri ákvörðun sjóðsins er sú
að við teljum verðið vera of lágt.“
Yfirtökutilboðið, sem rennur út í
fyrstu viku nýs árs, var sett fram 9.
nóvember og hljóðaði upp á 8,315
krónur á hlut, en við lokun markaða
í gær stóð gengið í 8,65 krónum.
„Við teljum,“ útskýrir Árni, „að
það séu ýmis tækifæri til staðar í
félaginu og það liggja fyrir tvö sjálf-
stæð verðmöt sem gefa til kynna að
virði Skeljungs sé talsvert meira en
felst í yfirtökutilboðinu.“
Árni segir að sú kynning sem
Strengur hafi birt á yfirtökutilboði
sínu í Skeljung „sé að mati sjóðsins
ekki trúverðug og gefi ekki rétta
mynd af stöðu og rekstrarhorfum
félagsins. Þannig er til dæmis ekkert
vikið að því hvaða áhrif faraldurinn
hefur haft á reksturinn á árinu.“
Í greinargerð sem þrír óháðir
stjórnarmenn Skeljungs birtu vegna
yfirtökutilboðs Strengs á mánudag
kom fram að stjórnin teldi nær
ómögulegt að leggja sérstakt mat á
það hvort vænlegt sé fyrir einstaka
hluthafa að samþykkja tilboðið
eða hafna því. Hver og einn hlut-
hafi yrði að meta með sjálfstæðum
hætti tilboðsverðið og eftir atvikum
leita sér sérfræðiráðgjafar.
Árni gagnrýnir greinargerðina
og telur að ekki sé verið að gæta
nægjanlega vel að hagsmunum allra
hluthafa, eins og stjórnarmönn-
unum ber að gera.
„Stjórnin hefði mátt koma með
betra, sjálfstætt mat sitt á tilboðinu
og þannig gæta að jafnræði hlut-
hafa gagnvart upplýsingum. Svona
vinnubrögð eru að okkar mati ekki
til þess fallin að auka tiltrú almenn-
ings á hlutabréfamarkaði þegar gerð
eru yfirtökutilboð í skráð félög.“
Spurður hvernig Gildi sjái fyrir
sér framhaldið, verandi hluthafi í
félagi þar sem einn fjárfestahópur
kann mögulega að ráða yfir 50 pró-
senta hlut, segir Árni erfitt að segja
fyrir um það á þessari stundu. Á
meðal yfirlýstra áforma Strengs
er að Skeljungur verði skráður af
markaði. „Við munum klárlega
leggjast gegn því að félagið verði
tekið af hlutabréfamarkaði.“ – hae
Gildi samþykkir ekki yfirtökutilboð Strengs í Skeljung
Stjórnarmennirnir
þrír hefðu mátt
koma með betra, sjálfstætt
mat sitt á yfirtökutilboðinu.
Árni Guðmunds-
son, fram-
kvæmdastjóri
Gildis lífeyrissjóðs
O R K U M Á L Ork a nát t ú r u nna r
(ON) fullyrðir að Landsnet hygli
Landsvirkjun umfram aðra raf-
orkuframleiðendur í fyrirhugaðri
kerfis áætlun áranna 2020 til 2029.
Þetta kemur fram í umsögn ON
um kerfis áætlunina, sem birt hefur
verið á vefsíðu Orkustofnunar.
ON vísar til þess að í umsögn
Orkustofnunar um samtengingu
flutningskerfis suðvestur- og norð-
austurhluta landsins, komi fram
að einn viðskiptavina hafi ítrekað
beiðni sína um að auka f lutnings-
getu milli landshlutanna, en þar er
vísað til Landsvirkjunar. Um er að
ræða svæði þar sem virkjanir með
meira en 1.000 megavött af upp-
settu afli eru staðsettar.
Landsvirkjun á allar virkjanirnar
sem um ræðir. Takmarkanir núver-
andi f lutningskerfis draga hins
vegar úr möguleikum á afhendingu
rafmagns sem nemur um 300 gíga-
vattstundum á ári.
„Getur Landsvirkjun kraf ist
þess að Landsnet styrki f lutnings-
kerfið, á kostnað allra notenda, svo
[Landsvirkjun] geti þannig selt 300
gígavattstundir á ári, eða meira, til
annarra kaupenda?“ segir ON.
Í umsögn segir ON jafnframt að
verði áformin að veruleika, aukist
tekjur Landsvirkjunar um 1,4 millj-
arða króna á ári, allt fyrir atbeina
uppbyggingar f lutningskerfis sem
allir notendur greiða fyrir.
„Að mati ON er eðlilegt að þeir
sem njóti ábatans greiði fyrir hann,
ekki síst í ljósi þess að samkeppni
ríkir á raforkumarkaði [...]. Gagn-
vart almenningi er þessi afgreiðsla
óeðlileg og óásættanleg.“ segir í
umsögn ON.
Landsvirkjun bregst við umsögn
ON í sínu erindi til Orkustofn-
unar. Segir Landsvirkjun miður að
umræða um kerfisáætlunina snúist
um ásakanir sem þessar:
„Landsvirkjun telur eðlilegt að
Orkustofnun óski frekari skýringa
á ofangreindum fullyrðingum ON.
Landsvirkjun vill leggja áherslu á að
markmið fyrirtækisins er að selja
raforku á öllu landinu [...] Eftir því
sem er best vitað eru flestir raforku-
framleiðendur í landinu með þá
stefnu líka,“ segir í umsögn Lands-
virkjunar.
Undir lok nóvember var greint
frá því að Landsnet hygðist hækka
gjaldskrá sína til stórnotenda á
næsta ári, en sú ákvörðun mætti
mikilli gagnrýni. Til að mynda
sagði Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
ákvörðunina óskiljanlega. Í umsögn
Norðuráls um kerfisáætlun Lands-
nets segir að „f lutningskostnað
þurfi nauðsynlega að lækka til að
Ísland verði ekki með öllu ósam-
keppnishæft.“
Bjarni Bjarnason, forstjóri ON,
sagði í Fréttablaðinu í september
að hækkandi f lutningskostnaður
raforku myndi á endanum leiða til
minni raforkukaupa. Það leiði til
þess að Landsnet þurfi að hækka
gjaldskrá enn frekar.
„Þarna gæti myndast spírall
sem ekki endaði vel,“ sagði Bjarni.
Í umsögn sinni til Orkustofnunar
bregst Landsnet við þessari gagn-
rýni og segir fjölda hugsanlegra
raforkukaupenda tilbúna, án þess
að tilgreina hvaða aðilar það eru:
„Hvað varðar áhyggjur af minnk-
andi notkun kerfisins, þá erum við
hjá Landsneti ekki eins áhyggju-
full yfir því að stórnotkun fari
minnkandi, en á síðustu misserum
höfum við fundið fyrir miklum
áhuga nýrra notenda á að tengjast
f lutningskerfinu. [...] Það er áhugi
fyrir að staðsetja sig víðs vegar um
landið og er stærð áhugasamra not-
enda allt frá 10 megavöttum upp í
300 megavött.“ – thg@frettabladid.is
Landsvirkjun og ON takast á
ON heldur því fram að Landsnet gangi erinda Landsvirkjunar í nýrri kerfisáætlun. Áform um tengingu
norðausturhluta landsins við suðvesturhluta séu á kostnað allra notenda en gagnist bara Landsvirkjun.
Orka náttúrunnar og Landsvirkjun takast á í innsendum erindum vegna kerfisáætlunar Landsnets. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Gagnvart almenn-
ingi er þessi af-
greiðsla óeðlileg og óásætt-
anleg.
ON um að allir notendur flutnings-
kerfis greiði fyrir tengingu sem er
sögð gagnast Landsvirkjun einni
FÓTBOLTI Knattspyrnusamband
Íslands hefur ráðið Arnar Þór Við-
arsson sem nýjan þjálfara A-lands-
liðs karla til næstu tveggja ára
Arnar er með UEFA Pro þjálfara-
réttindi frá belgíska knattspyrnu-
sambandinu og á að baki 52 A-
landsleik.
Aðstoðarþjálfari Arnars verður
Eiður Smári Guðjohnsen, en þeir
Arnar og Eiður störfuðu einnig
saman með U21 landsliðið. – hó
Nýir menn taka
við landsliðinu
DÓMSMÁL Séra Arndís Ósk Hauks-
dóttir ber ekki vitni í meiðyrðamáli
Jóns Baldvins Hannibalssonar gegn
dóttur sinni Aldísi Schram, RÚV og
Sigmari Guðmundssyni útvarps-
manni. Var þetta úrskurðað í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær.
Aldís vildi leiða fram séra Arn-
dísi og þrjú önnur vitni: Margréti
Schram, Hildigunni Hauksdóttur
og Sigríði H. Richards. Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Bald-
vins, krafðist þess að vitnin fjögur
yrðu ekki leidd fram, en dómari
heimilaði þau þrjú síðastnefndu,
sem öll hafa lýst meintum brotum í
fjölmiðlum eða í Metoo hópi.
Vitnisburður séra Arndísar átti
að tengjast ummælum Aldísar um
nauðungarvistun á geðdeild. Gagn-
rýndi Vilhjálmur þetta í ljósi þess að
hún hefði ekki orðið vitni að neinu
sjálf heldur aðeins af afspurn. – khg
Séra Arndís Ósk
ber ekki vitni
Aldís Schram í héraðsdómi.
2 3 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð