Fréttablaðið - 23.12.2020, Page 10

Fréttablaðið - 23.12.2020, Page 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Bærinn ilmar af von – eða jafnvel kröfu – um að faraldur- inn gufi upp með þessu ömurlega ári. Fjárhagsá- ætlunin ber því vott um ábyrga fjármála- stjórnun og mikinn sóknarhug; íbúum og hafnfirsku samfélagi til heilla. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is SENSITIVE heitir núna PEAUX SENSIBLES Nýjar umbúðir – sama góða varan Árið 2020 hefur verið krefjandi í öllum skilningi þess orðs, en fréttir af bóluefni gegn COVID-19 gefa okkur tilefni til bjartsýni. Líkt og önnur sveitarfélög höfum við hjá Hafnarfjarðarbæ þurft að bregðast við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum sem veirufaraldurinn hefur haft á fólk og sam- félag. Rauði þráðurinn í allri þeirri vinnu hefur verið að lágmarka áhrifin á íbúa með því að verja þjónustuna og reksturinn. Við höfum brugðist við áhrifum veirufaraldursins með mjög markvissum, blönduðum aðgerðum: hag- ræðingu, hóflegri lántöku og eignasölu. Efnahagsleg áhrif veirufaraldursins eru lægri útsvarstekjur og ýmiss kostnaðarauki vegna samfélagslegra áhrifa faraldurs- ins. Þar má nefna aukin útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar, auk þess sem blikur eru á lofti hvað varðar barnavernd, heimilisofbeldi og almennt aukið álag á fjölskyldur og einstaklinga. Við höfum talað fyrir fjölskylduvænum áherslum og að létta íbúum og fyrirtækjum almennt róðurinn. Það hefur verið gert á kjörtímabilinu, m.a. með auknum systkinaafslætti og nýjum á ýmsum gjöldum, hækkun frístundastyrks, óbreyttri útsvarsprósentu og lækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði úr 1,57 í 1,4. Allt heldur þetta sér í fjárhagsáætlun næsta árs. Þessar aðgerðir hafa gefið okkur betra samfélag, aukið ráð- stöfunartekjur heimila og skapað fyrirtækjum traust og öruggt umhverfi. Á sama tíma erum við að skapa farveg til þess að sækja fram svo fljótt sem verða má. Blásið verður til sóknar í uppbyggingu og nema fjárheimildir til fjárfestinga samtals 4.283 milljónum króna sem er aukning um milljarð frá fyrra ári. Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun 2021 geri ráð fyrir tapi er lánsfjárþörf í lágmarki. Gert er ráð fyrir 1.750 milljón- um króna í lántökur á árinu en að afborganir lána nemi alls 2.030 milljónum króna, eða tæplega 280 milljónum króna umfram áætlaðar lántökur. Fjárhagsáætlunin ber því vott um ábyrga fjármálastjórnun og mikinn sóknar- hug; íbúum og hafnfirsku samfélagi til heilla. Að lokum óska ég starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og Hafnfirðingum öllum gleðilegrar jólahátíðar og far- sældar á nýju ári. Sókn er besta vörnin Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar Sparnaðurinn Fram hefur komið að Ríkisút- varpið hefur þurft að grípa til sparnaðaraðgerða. Gísli Marteinn hættur með Morgun- kaffið, Lestin hætt að bruna og nokkrir aldargamlir þættir um Hercule Poirot eru komnir í sýningu í sextugasta sinn. Er það borðleggjandi að Stöð 2 láni Miss Marple til að rann- saka málið. Eitt af auðkennum útvarpsins er klukkuslátturinn stundvíslega klukkan sjö á hverjum morgni. Sumir, sem á annað borð eru vaknaðir, gera sér það að leik að telja klukku- slögin bara svona til að tékka hvort allt sé með felldu. Það er léttir að á hverjum morgni sé staðfest að niðurskurðurinn hafi ekki náð til klukkusláttar- ins – ekki enn í það minnsta. Gemlingur Kringvarpið í Færeyjum hefur f lett ofan af kjöthneyksli. Þar í landi var til sölu lambakjöt úr Skagafirði sem sagt var af nýslátruðu. Eftir að miðanum var f lett af kom annar og eldri í ljós þar sem fram kom að kjötið væri úr slátrun í fyrra. Það hafði verið selt til Spánar og þaðan til Færeyja með endurmerkingum. Af þessu má ráða tvennt. Annars vegar að íslenskt lambakjöt er sígilt. Og svo hitt að augljóst er að fé býr við rýmra ferðafrelsi en fólk um þessar mundir, jafnvel fé sem búið er að slátra. Sjaldan hefur áramóta verið beðið með jafn-mikilli óþreyju og nú. Fólk getur bókstaf-lega ekki beðið eftir að losna við árið 2020. Bærinn ilmar af von – eða jafnvel kröfu – um að faraldurinn gufi upp með þessu ömurlega ári. Þetta er alveg orðið gott. Íslensk stjórnvöld hafa lært á faraldrinum hve verð- mætt það er að stýra landi upplýstrar þjóðar. Það var mikil gæfa fyrir land og þjóð í vor þegar ráðherrar viku af sviðinu og létu þríeykinu að mestu eftir að upplýsa okkur um gang faraldursins frá degi til dags. Það dugði lengi framan af. En því miður er heilmikið eftir, þó almenningur virðist á einhverjum tímapunkti hafa gefist upp á að reyna að hlusta eftir vísbendingum frá þríeykinu og heilbrigðisyfirvöldum um stöðu og horfur og lagt í stað þess traust sitt á eigin óskhyggju. Þreytan tók að síga í og forsvarsmenn fyrirtækja, hag- hafar og álitsgjafar úr ýmsum áttum fóru að kalla eftir pólitískri ábyrgð á aðgerðum. Eftir hófstilltar væntingar í fyrstu bylgju faraldurs- ins, komst umræða um bóluefni aftur á verulegt skrið í haust. Þá er eins og upplýsingagjöf til almennings hafi farið gjörsamlega í skrúfuna. Fáir henda reiður á hvað er í vændum, hvenær við getum búist við að venjulegt fólk sem ekki tilheyrir neinum forgangshópum verði bólusett, hvenær við megum búast við því að sam- félagið komist í eðlilegar skorður, hvort næsta sumar verði 2020 II. Þetta kann auðvitað að skýrast af mörgu. Yfirlýs- ingagleði sem þarf að tóna niður síðar, raunverulegri óvissu um samninga, „markaðsleyfi“ og afhendingu bóluefna og að lokum óreiðu upplýsinga sem þegar hafa komið fram. Þegar upplýsingar um svona mikil- vægt mál eru á reiki fara samsæriskenningar á flug, sem auka enn á óreiðuna. Lærdómar sem stjórnmálamenn geta dregið um upplýsingagjöf til almennings á þessum skrítnu tímum eru ótalmargir. Víðir yfirlögregluþjónn hefur fúslega viðurkennt mistök og beðist afsökunar þegar honum hefur þótt þörf á. Þórólfur sóttvarnalæknir hefur verið óhræddur við að viðurkenna að hann viti ekki allt. Hann hefur heldur ekki hikað við að senda frá sér leiðréttingu hafi fyrri yfirlýsingar hans reynst rangar eða ónákvæmar. Þetta hjálpar okkur hinum að henda reiður á og treysta þeim upplýsingum sem liggja fyrir hverju sinni. Stjórnmálafólkið gerir minna af að leiðrétta rang- færslur og skýra ónákvæmar upplýsingar. Þau veita í staðinn nýjar upplýsingar sem stangast á við þær fyrri. Þeim er auðvitað nokkur vorkunn, enda að fást við gríðarlega flókin úrlausnarefni sem þau hafa ekki nema að takmörkuðu leyti vald yfir sjálf og enn tak- markaðri reynslu. Sýnið auðmýkt, bæði gagnvart óvissunni og mis- tökum sem gerð hafa verið. Það virðist alltaf koma á óvart hve vel við tökum því í raun þegar fólk, ekki síst fólk í valdastöðum, viðurkennir mistök. Forðist svör og yfirlýsingar sem valdið geta meiri upplýsingaóreiðu og treystið okkur fyrir réttum upplýsingum, jafnvel þó erfitt verði að kyngja því að þetta annus horribilis verði annus horribilis duo. Áramót síðar 2 3 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.