Feykir - 09.01.2019, Side 9
Perla Ruth Albertsdóttir,
handknattleikskona frá
Eyjanesi í Hrútafirði,
leikmaður Selfoss og íslenska
kvennalandsliðsins, var valin
íþróttamaður USVH árið
2018. Einnig var Perla valin
íþróttakona Sveitarfélagsins
Árborgar. Glæsilegur árangur
hjá Perlu, ekki síst þar sem
þetta er í annað sinn sem hún
hlýtur þessa sæmd hjá sömu
aðilum.
Perla Ruth æfir og spilar
handknattleik með Umf.
Selfoss í Olís deildinni þar
sem liðið endaði í 6. sæti
deildarinnar sl. vor sem er besti
árangur liðsins í sögu félagsins
og var Perla í stóru hlutverki
í liðinu í vörn og sókn. Perla
endaði það tímabil með 105
mörk í 19 leikjum ásamt því að
fiska mikið af vítaköstum og
vera lykilleikmaður í varnar-
leik liðsins. Perla komst einnig
með liði Selfoss í 8 liða úrslit
bikarkeppni HSÍ.
Í öðru sæti í kjöri íþrótta-
manns USVH varð Helga Una
Björnsdóttir hestaíþróttakona
hjá Þyt og í þriðja sæti
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir
körfuknattleikskona hjá Kefla-
vík.
Feykir hafði samband
við Perlu og lagði fyrir
hana nokkrar spurningar
og byrjaði á að spyrja hvort
það hafi komið á óvart að
vera valin íþróttamaður
tveggja sveitarfélaga annað
skiptið í röð? -Já, bæði og.
Það er hellingur af frábæru
íþróttafólki tilnefnt til svona
verðlauna, svo það er alveg
frábært og maður verður alltaf
jafn hissa og glaður að vera
valin best af þeim öllum. En
svo veit ég að ég er búin að
vinna vel fyrir þessu, leggja
mig 100% fram allt árið og
gera allt sem ég mögulega get,
svo ég veit alltaf að þetta er
möguleiki.
Perla segir það mikinn
heiður að bera þessa titla og í
því fólgin mikil hvatning að
gera enn betur, og ná ennþá
lengra á árinu 2019. Hún segir
árið 2018 hafa gengið mjög vel
hjá sér og hún tekið skref upp á
við á öllum sviðum og er hún
virkilega spennt að taka næstu
skref 2019.
Hvað er framundan? -Fram-
undan með Selfossi er seinni
hluti tímabilsins í Olís
deildinni, en deildin er gífur-
lega jöfn þetta árið og geta
öll lið tekið stig hvert af öðru,
svo seinni hlutinn verður æsi-
spennandi og margir mikil-
vægir leikir framundan.
Framundan með íslenska
landsliðinu er umspil um HM
sæti (sem við unnum okkur
fyrir í forkeppni í nóvember)
og spilum við þá leiki í maí á
móti Spáni.
Svo þangað til spilum við
nokkra æfingaleiki og undir-
búum okkur fyrir þetta gífur-
lega mikilvæga verkefni. Ef
umspilsleikirnir við Spán
vinnast þá komumst við á HM
í desember 2019.
Eitthvað sem þú vilt koma á
framfæri?
-Vil þakka innilega fyrir
þennan heiður að vera kosin
íþróttamaður ársins, annað
árið í röð, er virkilega þakklát
og stolt.
Íþróttamaður USVH 2018
Perla Ruth íþróttamaður tveggja
sveitarfélaga annað árið í röð
Perla Ruth Albertsdóttir, með viðurkenningu sem íþróttamaður USVH.
MYND: USVH
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur skipað starfs-
hóp sem gera skal tillögur að stefnumótandi
áætlun um málefni sveitarfélaga. Formaður
starfshópsins er Valgarður Hilmarsson,
fyrrverandi sveitarstjóri Blönduósbæjar og
sveitarstjórnarmaður til margra ára.
Í starfshópnum eru annars vegar tveir
fulltrúar skipaðir af ráðherra, þau Valgarður
og Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi í
Akureyrarbæ, og hins vegar tveir fulltrúar
skipaðir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
þau Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í
Reykjavík, og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri
í Hveragerði. Þá munu starfa með hópnum
þau Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri
á skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála í
samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu,
Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur á sömu
skrifstofu og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Skipunartími starfshópsins takmarkast við
embættistíma ráðherra. Sagt er frá þessu á vef
samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. /FE
Samgöngu- og sveitarstjórnarmál
Valgarður Hilmarsson skipaður
formaður nýs starfshóps
01/2019 9
Ragnar Þór Jónsson / gítar
Væri til í að fara með
konuna og börnin á
tónleika með Muse
( JÓLA TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is
Að þessu sinni er það nokkuð síðbúin
Jóla-Tón-lyst sem ber fyrir augu
lesenda Feykis en það er Ragnar Þór
Jónsson, þingeyskur gítarleikari með
heimilisfang á Hofsósi, sem tjáir sig
um tónlistina. Ragnar, sem er fæddur
1966, ólst upp í Aðaldal og bjó síðan
í 30 ár á Húsavík. Fyrir nokkrum árum
kynntist hann síðan Dagmar Ásdísi
Þorvaldsdóttur og flutti í framhaldi af
því á Hofsós.
Spurður út í helstu afrek sín á
tónlistarsviðinu segir Ragnar: „Ég hef
verið í nokkrum hljómsveitum en í dag
er ég í hljómsveit á Húsavík sem heitir
SOS og við höfum spilað um allt land
á böllum og haldið ótal tónleika. Nú
spilum við bara á þorrablótum.“
Hvaða lag varstu að hlusta á?
Glugginn í útsetningu Hjálma.
Uppáhalds tónlistartímabil? Það er
1980-1990.
Hvaða tónlist fær þig til að sperra
eyrun þessa dagana? Gömlu rokklögin,
er ekki mjög hrifinn af flestu þessu nýja
stöffi.
Hvers konar tónlist var hlustað á á
þínu heimili? Íslensk dægurlög.
Hver var fyrsta platan/diskurinn/
kasettan/niðurhalið sem þú keyptir
þér? Man það ekki, sennilega upptaka
á kassettu úr útvarpinu.
Hvaða græjur varstu þá með?
Sambyggt útvarps/kassettutæki
Hvað tónlist hlustar þú helst á í
jólaundirbúningnum? Öll jólalög.
Hvaða músík var helst blastað í bílnum
þegar þú varst nýkomin með bílpróf?
Fingraför með Bubba Morthens.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér
daginn? Öll lög með SigurRós.
Hvenær má byrja að spila jólalögin?
1. des.
Uppáhalds jólalagið? Ó, helga nótt í
flutningi Egils Ólafssonar, þarf alltaf að
heyra það á aðfangadag.
Hvert er fyrsta jólalagið sem þú manst
eftir að hafa heyrt? Ætli það hafi
toppurinn
Vinsælast á Playlista
Ragnars Þórs:
Glugginn
HJÁLMAR
Bohemian Rhapsody
QUEEN
Livin On A Prayer
BON JOVI
Í gegnum holt og hæðir
ÞURSAFLOKKURINN
Knights Of Cydonia
MUSE
Fjöllin hafa vakað
BUBBI
ekki verið lögin af jólaplötu Ómars
Ragnarssonar, man ekki hvað hún
heitir.
Þú vaknar í rólegheitum á jóladags-
morgni, hvað viltu helst heyra? Rokk
eða popptónlist, hef fengið nóg af
jólatónlist síðustu vikurnar.
Þú átt þess kost að fara hvert sem er
í heiminum og skella þér á tónleika.
Hvert færirðu, á hvaða tónleika og
hvern tækirðu með þér? Ég myndi
endurtaka Muse á Wembley, þar sem
ég get ekki séð Queen, og ég tæki
konuna og börnin mín með.
Hvaða tónlistarmaður hefur þig
dreymt um að vera? Brian May
(Queen), hann er svo hrikalega góður
gítarleikari.
Hver er að þínu mati besta plata
sem gefin hefur verið út? Queen
Greatest Hits, ótrúleg tónlist.
Ef þú gætir valið þér að syngja
jóladúett með hvaða söngvara sem
er, lífs eða liðnum, hver væri það?
Væri til í dúett með Ruth dóttur minni
og lagið væri I'm Dreaming of a White
Christmas. Til vara myndi ég velja
Pavarotti.
Hvenær eru jólin komin? Þegar ég
borða hangikjötið með laufabrauði og
jólaöli.
Ragnar Þór jólast. MYND ÚR EINKASAFNI
SAMANTEKT
PállFriðriksson