Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 4

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 4
562 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 569 Margrét Guðrún Ásbjarnardóttir, Elsa Björk Valsdóttir, Helgi Kjartan Sigurðsson, Páll Helgi Möller Stoðnet vegna þrengsla í ristli og endaþarmi af völdum krabbameins Krabbamein í ristli og endaþarmi (colorectal cancer) getur valdið hlutaþrengingu eða stíflu en hið síðarnefnda krefst bráðra inngripa. Hægt er að framkvæma bráða aðgerð vegna stíflu í ristli og getur það verið gert í einu eða tveimur skrefum háð staðsetningu æxlisins. Sé aðgerð gerð í tveimur skrefum felur hún í sér brottnám á æxli og stómalagningu eða einvörðungu stóma- lagningu og æxlisbrottnám ætlað síðar. 574 Gísli Þór Axelsson, Elías Sæbjörn Eyþórsson, Hrönn Harðardóttir, Gunnar Guðmundsson, Sif Hansdóttir Áhrif lungnasjúkdóma, reykinga og rafrettunotkunar á alvarleika ein- kenna við greiningu COVID-19 Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að helstu áhættuþættir fyrir SARS-CoV-2 sýkingu og alvar- legum COVID-19-sjúkdómi eru hækkandi aldur, karlkyn og undirliggjandi sjúkdómar: sykursýki, háþrýstingur og hjarta- og æðasjúkdómar, offita og illkynja sjúkdómar. Óljóst er hvort reykingar séu áhættuþáttur fyrir SARS-CoV-2 sýkingu eða alvarlegum sjúkdómi. 581 Bryndís Björk Bergþórsdóttir, Rebekka Lísa Þórhallsdóttir, Þóra Steingrímsdóttir, Haukur Hjaltason MS og barnsburður: Sjúkdómsvirkni og útkoma meðgöngu og fæðingar MS (multiple sclerosis) er langvinnur bólgusjúkdómur sem herjar á miðtaugakerfið. Tíðnin er há á Íslandi. Klínísk einkenni endurspegla líffærafræðilega staðsetningu bólgubletta í miðtauga- kerfinu. Áður fyrr voru konur með MS lattar til þess að ganga með börn. Viðhorf til þessa er að breytast og nú virðist sem fæðingum þeirra fjölgi. Þar sem sjúkdómurinn greinist helst hjá konum á barneignaraldri er mikilvægt að þekking liggi fyrir um afdrif þessa hóps á meðgöngu og í fæðingu. Flest bendir til þess að lítil áhætta fylgi meðgöngu og fæðingu þessara kvenna en nokkurt misræmi hefur þó einkennt niðurstöður rannsókna. F R Æ Ð I G R E I N A R 12. tölublað · 106. árgangur · 2020 565 Magnús Gottfreðsson Læknablaðið í nútíð og framtíð: öflugt fræðirit fagfélags Mikilvægi Læknablaðsins er ótvírætt, ekkert annað fagfé- lag á landinu getur státað af jafnmetnaðarfullum og öfl- ugum miðli. Það eflir upplýsta umræðu, fagmennsku og stolt innan stéttarinnar. 567 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir Leifturþróun heims- faraldursbóluefna 2020 Ísland hefur í samfloti með öðrum Evrópuríkjum tryggt þjóðinni aðgang að að minnsta kosti tveimur gerðum bóluefnis en skipulag og tímasetning bólu- setninga eru enn óráðin. z L E I Ð A R A R Alheimsfaraldur Kápan á desemberblaðinu er frá Getty-mynda- bankanum/Peter Zelei Images og heitir Coronavirus with world map, kórónuveiran klædd í kort af öllum heiminum. Kringla heimsins, sú er mannfólkið byggir, er mjög vogskorin. Ganga höf stór úr útsjánum inn í jörðina. Er það kunnigt að haf gengur frá Nörvasundum og allt út til Jórsalalands. Af hafinu gengur langur hafsbotn til landnorðurs er heitir Svartahaf. Sá skilur heimsþriðjungana. Heitir fyrir austan Asía en fyrir vestan kalla sumir Evrópu en sumir Eneu. En norðan að Svartahafi gengur Svíþjóð hin mikla eða hin kalda. Sví- þjóð hina miklu kalla sumir menn eigi minni en Serkland hið mikla, sumir jafna henni við Bláland hið mikla. Hinn nyrðri hlutur Svíþjóðar liggur óbyggður af frosti og kulda, svo sem hinn syðri hlutur Blálands er auður af sólarbruna. Í Svíþjóð eru stórhéruð mörg. Þar eru og margs konar þjóðir og margar tungur. Þar eru risar og þar eru dvergar, þar eru blámenn og þar eru margs konar undarlegar þjóðir. Þar eru og dýr og drekar furðulega stórir. Úr norðri frá fjöllum þeim er fyrir utan eru byggð alla fellur á um Svíþjóð, sú er að réttu heitir Tanaís. Hún var forðum kölluð Tanakvísl eða Vanakvísl. Hún kemur til sjávar inn í Svartahaf. Í Vanakvíslum var þá kallað Vanaland eða Vanaheimur. Sú á skilur heimsþriðjungana. Heitir fyrir austan Asía en fyrir vestan Evrópa. Upphaf Ynglingasögu sem er fremst í Heimskringlu Snorra Sturlusonar Um árið 1230 var skipan alls heimsins lýst svo hér heima á fróni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.