Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 33

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 33
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 591 F R É T T I R Dánartíðni vegna COVID­19 sýkinga er lægst hér á landi af Norðurlöndunum. Það má sjá í nýjustu Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis hjá Embætti landlæknis. Hér á landi hafa 3,5 af hverjum 100.000 látist. Dánartíðnin er langtum hæst í Svíþjóð, 57,1 af 100.000. Hún er 11,7 í Danmörku, 6,3 Færri deyja hér úr COVID-19 en á hinum Norðurlöndunum „Læknar kosta um 5­15% minna á Ís­ landi en á Skáni en hjúkrunarfræðingar á Landspítala kosta um 10% meira en á Skáni. Allt klínískt starfsfólk á Sjúkra­ húsinu á Akureyri kostar tiltölulega minna en á Skáni og á Landspítala þegar leiðrétt er fyrir miðgildi tekna í landinu.“ Þetta segir í skýrslu heilbrigð­ isráðuneytisins um aukna framleiðni og gæði heilbrigðisþjónustu með nýju fjármögnunarkerfi og leiðbeinandi við­ miðum. Skýrslan kom út í október. Í samantekt hennar kemur fram að meðalkostnaður hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða hafi einkum aukist: Verðtryggð kostnaðaraukning vegna hjúkrunarfræðinga á Landspítala sé 5,3% og um 4,0% á ári á Sjúkrahúsinu á Akureyri á árunum 2015­2019. Nefnt er að í samhengi við miðgildi svæðisbund­ inna tekna sé kostnaður við lækna um 6% lægri á Landspítala en á Skáni. Í skýrslunni, sem er niðurstaða greiningar og samantektar ráðgjafafyr­ irtæksins McKinsey, kemur einnig fram að framleiðni starfsfólks hafi minnkað á íslensku sjúkrahúsunum sem úttekt­ in nær til á síðustu 5 árum. Bent er á í formála að hafinn sé undirbúningur að áætlun um innleiðingu þjónustutengdrar fjármögnunar í heilbrigðisráðuneytinu. Ætlunin sé að á árinu 2021 verði slík aðferðafræði innleidd hjá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fram kemur í skýrslunni að fram­ leiðni og meðallegutími á heilbrigðis­ stofnunum séu áskoranir í íslensku heil­ brigðiskerfi. Tækifæri séu til skilvirkara fyrirkomulags í heilbrigðisþjónustunni, Ódýrari læknar og framleiðni minnkar ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mönnun heilbrigðiskerfisins mikla áskorun. Mynd/ Hari (Harald- ur Jónasson) Aukinn stjórnunarkostnaður, of margir hjúkrunarfræðingar og lægri laun lækna er tíundað í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins. Skýrslan, sem unnin er eftir greiningum McKinsey, er liður að áætlun um innleiðingu þjónustutengdrar fjármögnunar til að mynda með því að sjúklingar sem sitji fastir á spítalanum verði sinnt á hjúkr­ unarheimilum. Einnig að hér starfi mun fleiri hjúkrunarfræðingar en sjúkraliðar sem þurfi að breyta. Í skýrslunni segir einnig: „Heilum stöðugildum starfsfólks hefur fjölgað hraðar (21,4% á Landspítala og 16,3% á Sjúkrahúsinu á Akureyri) en framleiðsla á árunum 2015­2019.“ Það er skýrt að hluta til af mikilli fjölgun starfsfólks sem ekki vinni klínísk störf hjá Landspítala (6,8% á árun­ um 2015­2019), þ.m.t. á sviðum stjórnunar og stoðdeilda. Rýnt er í fjárframlög til heilbrigðismála í skýrslunni: „Samanborið við Svíþjóð, Noreg og Danmörku er tiltölulega lágu og stöðugu hlutfalli vergrar landsframleiðslu varið í útgjöld til heilbrigðismála (um 8% af vergri landsframleiðslu var varið í útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi samanborið við um 11% í Svíþjóð árið 2018),“ segir þar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð­ herra segir í ávarpi sínu að skýrslan dragi upp fjölmörg tækifæri til úrbóta. „Öllum er ljóst að mönnun íslenska heilbrigð­ iskerfisins til framtíðar er mikil áskorun,“ segir hún. Tryggja þurfi sem besta fram­ leiðni heilbrigðiskerfisins með skynsam­ legri nýtingu fjármuna og skipulagi sem styðji við þau. í Finnlandi og 5,2 í Noregi. Miðað er við tölur frá apríl til septemberloka. Sagt er frá því að tíðni annarra öndunarfærasjúkdóma en COVID­19 hafi einnig verið lægri en á sama tímabili undanfarin ár og að búist sé við færri inflúensusmitum vegna sótt­ varnaaðgerðanna við heimsfaraldrinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.