Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 25

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 25
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 583 R A N N S Ó K N arhópnum. Með þeim hætti var ætlunin að útiloka mæður sem höfðu langvinna sjúkdóma. Af sömu ástæðu voru konur sem höfðu greiningarnar O10.0 (fyrirverandi háþrýstingur), O24.0 (fyrir­ verandi sykursýki) og O11 (meðgöngueitrun ofan á langvinnan háþrýsting) útilokaðar úr samanburðarhópnum. Þessar útilokanir voru ekki gerðar í rannsóknarhópnum. Tölfræðiúrvinnsla fór fram í forritinu R. Kastatíðni var skoðuð með Poisson­meðaltölum með almennri línulegri aðhvarfsgrein­ ingu. Kastatíðnin fyrir hvert tímabil var umreiknuð í kastatíðni á ári svo hægt væri að bera hana saman milli mismunandi tímabila, þar sem þau voru mislöng. Við samanburð á flokkabreytum var kí­kvaðrat­ eða Fisher­próf notað. Við samanburð á lengd brjósta­ gjafar, meðgöngulengd, Apgar og fæðingarþyngd var ýmist notað t­próf eða Wilcoxon­próf. Tvíkosta aðhvarfsgreining var notuð til þess að reikna gagnlíkindahlutfall (odds ratio, OR) við samanburð á rannsóknar­ og viðmiðunarhóp. Til þess að koma í veg fyrir gruggunaráhrif var leiðrétt fyrir meðgöngueitrun, meðgöngu­ sykursýki og meðgönguháþrýstingi þegar OR var reiknað fyr­ ir fyrirburafæðingu, keisaraskurð og framköllun fæðingar. Við samanburð á fæðingarþyngd milli hópa var leiðrétt fyrir með­ göngulengd. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til leiðréttingar. Notast var við 95% öryggisbil (ÖB) og tölfræðileg marktækni mið­ aðist við p<0,05. Fyrir lágu leyfi Vísindasiðanefndar (VSN b20190 10038/03.01), Persónuverndar (2019010098ÞS), Embættis landlæknis (1901171 /5.6.1/gkg) og vísindarannsóknanefndar Landspítala (16). Niðurstöður Kastatíðni, lyfjameðferð og brjóstagjöf Rannsóknarhópurinn taldi 91 konu sem fæddu 142 börn í 137 fæðingum; þar af voru 5 tvíburafæðingar og ein andvana fæðing. Meðalaldur kvennanna við greiningu MS­sjúkdóms var 25 ár og meðalaldur við fæðingu var 31,3 ár. Mynd 2 sýnir dreifingu á fjölda fæðinga kvennanna yfir tímabilið. Flestar voru fæðingarnar árið 2014, 14 talsins (10,2%). Árið 2003 reyndust fæðingar kvenna með MS vera fæstar; aðeins ein fæðing (0,7%). Í töflu I má sjá kastatíðni eftir tímabilum. Kastatíðnin var hæst hálfa árið eftir fæðingu og lægst á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Á meðgöngu í heild sinni var kastatíðni lægri en árið fyrir með­ göngu (p=0,01). Ekki var breyting á tíðni kasta á síðasta þriðjungi meðgöngu (p=0,483) eða fyrsta hálfa árið eftir fæðingu (p=0,159) miðað við árið fyrir meðgöngu. Á mynd 3 má sjá hvernig kasta­ tíðni á ári breyttist á meðgöngu og eftir fæðingu, miðað við árið fyrir þungun. Í rúmlega helmingi tilfella (51,1%) var móðir á fyrirbyggjandi Mynd 2. Fjöldi fæðinga kvenna með MS á ári (1999- 2018). Tafla I. Kastatíðni árið fyrir meðgöngu, á meðgöngu og eftir fæðingu. Tími (vikur) Heildarfjöldi kasta Meðalfjöldi kasta á ári Tíðnihlutfall – IRR (95% ÖB) p-gildi Árið fyrir meðgöngu 52 60 0,438 1,00 --- Meðganga 40 25 0,237 0,54 (0,34-0,86) 0,01 – Fyrsti þriðjungur 12 5 0,158 0,36 (0,15-0,90) 0,029 – Annar þriðjungur 16 9 0,214 0,49 (0,24-0,98) 0,044 – Þriðji þriðjungur 12 11 0,348 0,79 (0,42-1,51) 0,483 Eftir fæðingu 26 40 0,584 1,33 (0,89-1,99) 0,159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.