Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 50

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 50
608 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 V I Ð T A L „Pólitík og peningar,“ segir Teitur Guð­ mundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar, um þá stöðu að fyrirtæk­ inu hafi ekki verið svarað um rekstur hjúkrunarúrræðis að Urðarhvarfi 8. Athygli vakti meðal annars í ársbyrjun þegar Teitur steig fram og bauðst til að opna hjúkrunarrými fyrir um 160 sjúk­ linga, stoðþjónustu fyrir Landspítalann; legurými og flæðirými. „Við fengum neitun á sínum tíma, en við höfum farið marga hringi með verk­ efnið og byrjuðum að bjóða þáverandi ráð­ herra þjónustu árið 2015. Við vorum svo hvött til að endurvekja hugmyndir núna í haust um 100 rými, en höfum ekki enn fengið formlegt svar við þeirri beiðni.“ Teitur er ekki einn um að fá ekki svar frá yfirvöldum. Önnu Birnu Jensdóttur, framkvæmdastjóra Öldungs sem rekur Sóltún, hefur ekki verið svarað um að reka hjúkrunarrými á Oddsson hóteli. Ásdís Halla Bragadóttir, framkvæmdastjóri Heilsumiðstöðvarinnar í Ármúla, sem rekur meðal annars sjúkradvöl á Hótel Íslandi, sagði sömu sögu í Fréttablaðinu í byrjun nóvember. Ákall um hjálp án aðgerða Heilbrigðisráðuneytið sendi ákall um fleiri hjúkrunarrými til forstjóra hjúkr­ unarheimila í tölvupósti þann 5. október. Þar er vandi spítalans áréttaður og beðið um hjálparhönd – það muni um hvert rými. Anna Birna segir að þótt ráðuneytið segi málið skoðað alvarlega hafi ekki borist símtal þaðan. „Ekki eitt einasta.“ Hún hafi heyrt hvernig forstjórarnir hafi tínt eitt og eitt pláss til en stærri hug­ myndum hafi ekki verið svarað. „Ryki er slegið í augu almennings með ákalli án að­ gerða.“ Anna Birna bendir á að ákallið hafi komið fyrir COVID­19­smitin á Landakoti sem dregið hafa á annan tug einstaklinga til dauða. Nú geti hjúkrunarheimilin ekki tekið við fólki fyrr en því sé batnað. „Smitin á Landakoti vekja upp sorg. Sorg yfir hvernig þetta gerðist. Sorg að ekki sé löngu búið að laga ástandið. Við hefðum getað verið löngu búin að því,“ segir hún. „Við höfum í áraraðir boðið ríkinu að fjölga hjúkrunarrýmum á Sóltúni en það hefur lítið sem ekkert gengið. Ég bauðst meira að segja til þess að byggja utan um öldrunarþjónustuna á Landakoti. Við höf­ um lóð og getum tvöfaldað starfsemina,“ segir hún og bendir á að Sóltún hafi á dögunum gert samning um 40 viðbótar­ hjúkrunarrými á lóðinni sinni. „Við gæt­ um hafist handa ef ekki strandaði á samn­ ingum um húsaleigu.“ Óljóst er við hvaða stjórnsýslueiningu á að semja. „Ég hef verið í efsta lagi þessa bransa allt frá árinu 1987. Við berjumst alltaf fyrir sömu málunum. Sömu fyrirsagnirnar, sömu erfiðleikarnir.“ Ástæða þess að illa gangi séu að kröfulýsingar séu gerðar án kostnaðargreininga og ekkert rekstrarfé sé svo til að mæta þjónustukröfunum. „Þetta snýst um peninga og þekkingar­ leysi stjórnmálamanna sem kynnast ekki vandanum fyrr en ættingi þeirra þarf á þjónustunni að halda,“ segir hún. Vandinn sem við sé að etja kristallist í COVID­ smitunum á Landakoti; lélegt húsnæði, skortur á mönnun og fræðslu. Vanda sem hefði mátt afstýra með framsýni í mála­ flokknum. „Ég vona að forsætisráðherra standi við orð sín um að taka eigi til hendinni innan málaflokksins.“ Bjóða hjálparhönd sem ekki er þegin Á sama tíma og rétt liðlega 100 sjúklingar sitja fastir á Landspítala standa sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnanir á hliðarlínunni. Þær segjast tilbúnar að taka við sjúklingunum en er ekki svarað. „Við gefumst ekki upp,“ segir Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar. Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Sóltúns, segir úrræðaleysi stjórnvalda í málaflokknum kristallast í andlátunum á Landakoti vegna COVID-19 ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.