Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 26

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 26
584 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 R A N N S Ó K N lyfjameðferð fyrir meðgöngu. Allar konur hættu þeirri með­ ferð fyrir meðgönguna eða við greiningu þungunar. Yfir 90% kvennanna sem voru á lyfjameðferð voru á eftirtöldum lyfjum: interferón beta, natalízúmab, glatiramerasetat, dímetýlfúmarat (tafla II). Í 7 meðgöngum fékk móðir sterameðferð. Í 76 tilvikum (55,5%) var tímalengd brjóstagjafar skráð í sjúkra­ skrá. Í 14 þeirra varði brjóstagjöf skemur en í viku. Meðaltímalengd skráðrar brjóstagjafar var 13,3 vikur. Móðir hætti brjóstagjöf áður en fyrirbyggjandi lyfjameðferð hófst eftir fæðingu í öllum til­ vikum, nema einu. Í þeim hópi þar sem tímalengd brjóstagjafar var þekkt var hlutfall þeirra sem hófu lyfjameðferð eftir fæðingu rúmlega tvöfalt miðað við þann hóp þar sem tímalengd var ekki þekkt (72,4% á móti 32,8%, p=0,008). Eins var um hlutfall þeirra sem fengu kast eftir fæðingu (32,9% á móti 16,4%, p=0,045). Útkoma meðgöngu og fæðingar Í töflu III og IV sést samanburður á breytum hjá rannsóknar­ og viðmiðunarhóp. Munur var á upphafi fæðinga milli hópanna (p=0,03); konur með MS fóru sjaldnar í sjálfkrafa sótt (51,9% á móti 68,2%, p<0,01). Konur með MS fóru oftar í keisaraskurð án fæðingarsóttar (10,1% á móti 3,1%, p=0,04). Ekki var munur milli hópanna á fjölda forskoðana á meðgöngu. Samanburður á miðgildi meðgöngulengdar milli hópa sýndi að meðganga kvenna með MS var ívið styttri (39v5d miðað við 40v1d, p<0,01) (tafla IV). Meðganga kvenna með MS var styttri þegar fæðing var framkölluð (39v4d miðað við 40v3d, p=0,03) en hvorki þegar sótt hófst sjálfkrafa né við keisaraskurð án fæðingarsóttar. Munur var á fæðingarþyngd nýbura milli hópa (tafla IV); ný­ burar kvenna með MS voru léttari (3500g á móti 3720g, p<0,01). Munurinn var enn marktækur eftir leiðréttingu fyrir með­ göngulengd (p=0,025). Þegar fæðingarþyngd var skipt upp eftir kyni reyndist aðeins munur á fæðingarþyngd drengja milli hópa en ekki stúlkna. Sá þyngdarmunur reyndist ekki marktækur eft­ ir leiðréttingu fyrir meðgöngulengd (p=0,06). Ekki var munur á Tafla II. Lyfjameðferð fyrir meðgöngu. Fjöldi (%). Fjöldi, n=137 (%) Engin lyfjameðferð 67 (48,9) Lyfjameðferð 70 (51,1) - Interferón beta (Avonex, Betaferon, Rebif) 27 (19,7) - Natalízúmab (Tysabri) 21 (15,3) - Glatíramerasetat (Copaxone) 9 (6,6) - Dímetýlfúmarat (Tecfidera) 8 (5,8) - Fingolimod (Gilenya) 2 (1,5) - Rítúximab (Mabthera) 2 (1,5) - Regluleg steragjöf 2 (1,5) - Teriflúnómíð (Aubagio) 0 (0) Tafla III. Bakgrunnsbreytur fyrir þýði og viðmið. Fjöldi (%). MS (n=129) Samanburðarhópur (n=129) p-gildi Fjöldi fæðinga 129 129 1,0 Andvana fæðingar 1 (0,8) 0 (0) Aldur mæðra (ár) við fæðingu 0,98 19-22 4 (3,1) 6 (4,7) 23-27 27 (20,9) 26 (20,2) 28-32 48 (37,2) 48 (37,2) 33-37 33 (25,6) 33 (25,6) >38 17 (13,2) 16 (12,4) Meðalaldur frumbyrja 28,9 28,6 Bæri 0,80 Fjölbyrja 83 (64,3) 80 (62,0) Frumbyrja 46 (35,7) 49 (38,0) Mynd 3. Tíðni kasta á ári á hverja fæðingu árið fyrir meðgöngu, á meðgöngu og hálfa árið eftir fæðingu. Kastafjöldi á hverju tímabili er umreiknaður í tíðni á ári. Fyrir meðgöngu 1. þriðjungur 2. þriðjungur 3. þriðjungur Eftir fæðingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.