Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 32

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 32
590 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 Flaggskip sumarhúsanna að rísa Nýtt 140 fermetra sumarhús við Hreðavatn í Borgarfirði. Stefnt að því að taka það í notkun fyrir næsta sumar ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Flaggskip,“ segir Jörundur Kristinsson, formaður Orlofssjóðs, um glænýjan 140 fermetra sumarbústað Læknafélagsins sem nú rís við Hreðavatn í Borgarfirðin­ um. Húsið verður það 12. í eigu félagsins. „Ég hef aldrei komið á eins fallegan stað fyrir sumarbústað, aldrei.“ Húsið er nær fullbúið að utan og langt komið að innan. „Stefnt er að því að það verði tekið næsta sumar,“ segir Jörundur. „Enn á eftir að kaupa húsgögn, innréttingar, leirtau, borðbúnað, rúm og sængur.“ Spurður um verð svarar hann diplómatískt „Við teljum þetta hagkvæma byggingu.“ Sumarhúsið er tvöfalt stærra en önn­ ur sumarhús félagsins. Það er hannað af Helga Hallgrímssyni arkitekt hjá TÓ arkitektum, Teiknistofunni Óðinstorgi. EJI ehf. í Borgarnesi byggir það. „Hann hefur byggt marga bústaði fyrir okkur; í Húsafelli, í Svignaskarði og Brekkuskógi. Við höfum góða reynslu af vinnunni hans.“ Tilurð byggingarinnar er hugsanlega ekki eins ánægjuleg og útkoman nú. Fyrir á lóðinni stóð bjálkahús félagsins höfum alltaf haft sama verðið en mun­ um breyta því núna.“ Húsið er viðhaldslítið að utan, lerki­ klætt með áli undir gluggum. Pallurinn er einnig úr lerki. „Það þarf því lítið að bera á. Viðurinn gránar og ver sig sjálfur.“ Hann bendir á að þar sem húsið standi steinsnar frá öðrum bústað félagsins, Höfða, geti allt að 15 manns gist á svæð­ inu í þeim tveimur. Því sé einnig hægt að nýta svæðið til fundarhalda. „Þetta er geggjað hús.“ Nýtt sumarhús Læknafélagsins er 140 fermetra með fjórum svefnher- bergjum og tveimur baðherbergj- um. Jörundur Kristinsson ásamt þeim Sólveigu Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra LÍ, og Guðrúnu Arnardóttur, móttökuritara félags- ins, standa að verkinu. Mynd/Jörundur Kristinsson Jörundur Kristinsson, formaður Orlofssjóðs LÍ. sem varð að afskrifa eftir aðeins 15 ára notkun. „Mér fannst við hæfi að setja myndarlegt hús á þessa glæsilegu lóð,“ segir Jörundur. „Bjálkahúsið var rifið sumarið 2018. Það var ónýtt. Fyrirtækið sem byggði það hús var löngu komið í gjaldþrot og því fengust engar bætur. Óhætt er að segja að húsið hafi verið fúsk frá A­Ö,“ segir Jör­ undur. „Við fengum þó smá pening fyrir húsið og fengum það einnig flutt burt okkur að kostnaðarlausu.“ Ólíkt því sem áður var stendur húsið nú á steyptri gólfplötu, með gólfhita. „Húsið er T­laga að formi, framálman í suður. Þar er stofa, eldhús og inngangur. Í austurálmunni eru tvö hjónaherbergi. Í þeirri vestanmegin er eitt hjónaherbergi með sérstöku aðgengi fyrir hreyfihindr­ aða og minna herbergið. Tvö baðherbergi eru í bústaðnum og heitur pottur.“ Jörundur segir að húsið fari í út­ hlutun eins og önnur hús félagsins en verðlagt í samanburði við gæðin. „Það er ekki það sama að fara í 50 fm í Vaðnesi eða 140 fm við Hreðavatn. Við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.