Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 45

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 45
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 603 V I Ð T A L grunninum heldur einungis vinna með þau innan hans, sem auki gagnaöryggi til muna. „Við munum til dæmis aðeins setja inn líkamsþyngdarstuðul fólks í gagnagrunninn, ekki hæð og þyngd,“ segir Erna. „Það útilokar að hægt sé að finna óvenjulega einstaklinga í hópnum, eins og til dæmis íslenska konu, 39 ára sem er 187 á hæð – mig. Upplýsingar sem við lítum á að séu ekki auðkennandi, en geta verið það, að minnsta kosti fyrir suma einstak­ linga.“ Tengslanetið gerir gæfumuninn Hópur Ernu er öflugur. Auk Sidekick­ Health og Nox Medical vinna með þeim leiðandi svefnsérfræðingar í Evrópu á sviði kæfisvefns og svefnöndunartrufl­ ana. Evrópska svefnrannsóknarfélagið (ESRS) er samstarfsaðili að verkefninu og Evrópska lungnarannsóknarfélagið (ERS) styður verkefnið formlega. Félögin tvö séu leiðandi í að gera klínískar leiðbeiningar fyrir svefnsjúkdóma í Evrópu og á heims­ vísu. „Við erum með allt sem þarf til að Erna segir helming 2,5 milljarðs styrksins koma hingað til lands á næstu fjórum árum. Tæpur milljarður renni til Háskólans í Reykjavík. Myndir/Golli gera raunverulegar breytingar á greiningu og meðferð við svefnvanda.“ Erna segir að hún hafi hugsað um það allt frá doktorsnámi sínu að skilgreiningar fyrir kæfisvefn væru ekki réttar. „Það hef­ ur gerjast með mér í langan tíma að það þurfi að breyta greiningunum.“ Hún hafi markvisst unnið í tengslaneti sínu til að breyta þeim. „Leið mín til þess var að komast í al­ þjóðasamstarf. Ég byrjaði sem formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags, fór þá á fundi með formönnum allra evrópskra svefnrannsóknafélaga. Kynnist þannig stjórn Evrópska svefnrannsókna­ félagsins. Er núna í þeirri stjórn og stýri þar nefnd sem breyta á greiningarskil­ merkjum.“ Smám saman hafi hún verið komin með nægilega mörg púsl til að láta hlutina gerast. „Ég fór að hafa áhrif og fékk hlutverk.“ Verkefnið hafi því komist á laggirnar. „Það er eitt að benda á að grein­ ingarskilmerki séu ekki góð en allt annað að koma með eitthvað sem er betra,“ segir Erna sem ræðst nú í að sýna og fullvissa alla um að það verði einmitt raunin. Erna og Kristín Anna lögðu nótt við dag í margar vikur í umsóknarferlinu ásamt fjölda meðrannsakenda bæði á Íslandi og erlendis en samstarfsaðilar eru alls 37 háskólar, heilbrigðisstofnanir og fyrirtæki á Íslandi, í Evrópu og Ástralíu. Sex mánaða vinna samfleytt að lágmarki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.