Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 49

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 49
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 607 Nýverið gaf Bókafélagið út bókina Þess vegna sofum við sem er þýðing Herdísar M. Hübner á metsölubók Matthews Walker frá árinu 2017 Why we sleep. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og er að­ gengileg um net í margháttaðri útfærslu auk ítarefnis frá höfundi. Ritdómarar hafa keppst um að lofa þessa bók sem segja má að marki viss kaflaskil hvað varðar SVEFN – vaxandi áhuga einstaklinga og ný viðhorf sem endurspeglast nú þegar í víðtækri samfélagsumræðu. Walker er Breti fæddur í Liverpool, en hefur starfað undanfarin ár í Bandaríkjun­ um. Hann er prófessor í taugavísindum og sálfræði við Berkley­háskóla í Kalíforníu og hefur sjálfur birt fjölda vísindagreina sem tengjast svefni. Walker lýsir því í formála hvernig bók hans skiptist í fjóra meginkafla: Í fyrsta hluta er leyndarhjúpnum svipt af þessu fyrirbæri, svefninum: hvað hann er og hvað hann er ekki, hverjir sofa og hve mikið, hvernig fólk ætti að sofa (en gerir ekki) og hvernig svefn breytist á lífsleiðinni hjá okkur sjálfum og börnum okkar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Í öðrum hluta er fjallað ítarlega um það sem er gott, slæmt og lífshættulegt við svefn og svefnskort. Áhrif svefns á heila og líkama og hvernig ófullnægjandi svefn getur valdið alls kyns heilsubresti, sjúk­ dómum og ótímabærum dauða. Þessi hluti bókarinnar hefur líklega vakið hvað mesta athygli – vitundarvakningu um svefn. Þriðji hlutinn fjallar um drauma, en í fjórða hluta útskýrir hann fjölda svefn­ vandamála, fjallar um svefnlyf, áfengi og ræðir stöðu þekkingar um svefn heildstætt. Hann vekur athygli á óæski­ legri styttingu svefntíma undanfarna áratugi og að hefðbundnar svefnvenjur samfélagsins hafi víða skelfileg áhrif um leið og hann boðar nýja sýn á svefn á 21. öldinni. Hann dregur saman rannsóknir er tengja svefn við andlega og líkamlega vanheilsu og nefnir sérstaklega sykursýki, þunglyndi, króníska verki, heilablóðföll, hjarta­ og æðasjúkdóma auk skerðingar á vitsmunagetu og Alzheimer­sjúkdóminn. Hann rekur ótal dæmi þess að í þeim samfélögum þar sem svefntími hefur styst mest fjölgi líka þeim sem þjást af fyrrnefndum líkamlegum sjúkdómum og andlegum kvillum. Að svefnleysi sé einn brýnasti og útbreiddasti heilbrigðisvandi nútímasamfélaga. Að bættur svefn sé langáhrifaríkasta ráðið sem við getum notað til að styrkja andlega og líkamlega heilsu okkar – varist dauðanum! Í lokin eru einföld svefnráð á mannamáli. Frá „vísindalegu“ sjónarmiði er bók Walkers fræðandi og ljóst er um hvað þær fjölmörgu svefnrannsóknir sem hann fjallar um snerust og hvað þær sýndu. Endursögnin er þó stundum án fyrirvara og gjarnan notaðar sterkar fullyrðingar án þess að nefndar séu augljósar tak­ markanir þeirra rannsókna sem hann lýsir. En höfundur gerir einnig góða grein fyrir brennandi áhuga sínum á SVEFNI og hve umhugað honum er um að koma til leiðar breytingum til batnaðar. Hann dregur enga dul á hlutverk sitt sem áróðursmeistara. Ávarpar lesanda, höfðar til hans, varpar fram spurningum (á 3ja hundrað spurningamerki eru í bókinni) og nefnir hliðstæður úr daglegu lífi máli sínu til stuðnings. Að auki nær þessi ritstíll hans því á köflum að vera líka fyndinn og er í heildina einstaklega vel heppnaður. Í raun einstakur þegar haft er í huga að um ritverk vísindamanns er að ræða. Bókin einkennist líka af jákvæðni, Walker leggur ekki til að við hverfum frá nýrri tækni eða óraunhæfum samfélagsbreytingum heldur nefnir mörg dæmi um hvernig megi að­ laga birtu, hitastig og annað að svefnþörf­ um hvers einstaklings. Bæði þörfum sem eru okkar sameiginlegar, en taka líka tillit til breytileika fólks. Hann ræðir einfaldar lausnir varðandi LED­raflýsingu og er með ábendingar um koffín­ og áfengis­ neyslu. Honum tekst mjög vel að vekja lesendur til umhugsunar. Lokaorð Bók Walkers markar tímamót. Hún er einstök samantekt um stöðu þekkingar á svefni og inniheldur líka fjölda skynsam­ legra ábendinga um lýðheilsu í víðustu merkingu. En bókin er nú þegar að verða barn síns tíma. Síðastliðin 4­5 ár hefur komið fram margháttuð ný þekking. Fjöl­ margar nýjar niðurstöður rannsókna sem skoða þýðingu svefns og afleiðingar svefn­ truflana í tengslum við heilsufar og líðan. Þar er lýst samspili svefns við sjúkdóma þar sem tengslin hafa ekki áður legið ljós fyrir. Til viðbótar of stuttum svefni beinist athygli vísindarannsókna nú ekki síður að truflun á heilbrigðum endurnærandi svefni vegna margra þátta, lyfja, fæðu og ekki síst öndunartruflana í svefni. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að svefnháðar öndunartruflanir hafi áhrif á heilsu og líðan að minnsta kosti 10% mannfólks. Eftirfylgd stórra faraldsfræðirannsókna og nýjar líffræðilegar mæliaðferðir munu draga upp skýrari mynd af þýðingu svefnsins og þeim einstaklingsbreytileika sem er greinilegur en okkur skortir veru­ lega gleggri skilning á. Þess vegna sofum við Þórarinn Gíslason læknir, sérfræðingur í svefnrannsóknum U M B Æ K U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.