Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 19

Læknablaðið - des. 2020, Blaðsíða 19
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 577 R A N N S Ó K N einkennalítilla sjúklinga sem og sjúklinga með mikil einkenni og víðtæk lýðgrunduð skimun fyrir sjúkdómnum sem orðið hefur til þess að hlutfall greiningarprófa af höfðatölu hefur verið með því hæsta sem gerist í heiminum frá upphafi faraldursins.24 Það út­ skýrir hugsanlega yngri meðalaldur COVID­19­sjúklinga á Íslandi í samanburði við erlendar rannsóknir.5,7,9,11 Notkun tóbaks er reglulega tekin saman með slembiúrtaki úr Þjóðskrá Íslands á vegum Embættis landlæknis (EL).25 Í slíkri samantekt frá mars 2020 var hlutfall þátttakenda sem reyktu um 11%. Athyglisvert er að bera það saman við hlutfall sjúklinga með COVID­19 sem reyktu við greiningu, sem var 7% meðal full­ orðinna. Þegar sjúklingum er skipt eftir aldurshópum er hlutfall þeirra sem reykja að auki lægra í öllum aldursflokkum en í sömu aldurshópum EL.25 Þessi hlutföll eru athyglisverð í ljósi rannsókna frá Kína og Ítalíu sem hafa bent á lágt algengi reykinga hjá inni­ liggjandi sjúklingum með COVID­19 í samanburði við almennt þýði í þessum löndum.14,15 Þegar tíðni reykinga var skoðuð innan hvers alvarleikaflokks COVID­19­sjúklinga fyrir sig kom í ljós að ekki var munur á tíðni reykinga milli flokka. Það bendir til þess að sjúklingar sem reyktu hafi ekki að jafnaði verið einkennameiri við greiningu en aðrir sjúklingar með COVID­19. Rafrettunotkun á Íslandi er einnig tekin saman af EL. Sú sam­ antekt gefur til kynna að hlutfall fullorðinna Íslendinga sem noti rafrettur sé 7%.25 Hlutfall COVID­19­sjúklinga sem notuðu rafrettur við greiningu var hins vegar 4%. Rétt eins og á við um tóbaksnotkun er hlutfall rafrettunotenda lægra meðal sjúklinga með COVID­19 en í almennu þýði Íslendinga. Engar rannsóknir liggja fyrir um algengi rafrettunotkunar meðal COVID­19­sjúk­ linga. Eins og á við um tóbaksreykingar var ekki marktækur munur á hlutföllum sjúklinga sem notuðu rafrettur milli klínískra alvarleikaflokka COVID­19. Það bendir til þess að sjúklingar sem notuðu rafrettur hafi ekki haft alvarlegri einkenni við greiningu COVID­19 en aðrir sjúklingar. Þrátt fyrir að ekki hafi fundist tengsl milli reykinga eða rafrettunotkunar og alvarleikaflokka virðast sjúklingar með undirliggjandi lungnasjúkdóma hafa feng­ ið alvarlegri einkenni COVID­19­sjúkdóms en aðrir. Þó ber að hafa í huga að sú fylgni er án leiðréttingar fyrir blöndunarþáttum (confounders), svo sem aldri og öðrum þáttum sem hafa fylgni við undirliggjandi lungnasjúkdóm. Þessar niðurstöður ber að túlka í ljósi nokkurra takmarkana. Vegna þess hvernig spurningin um reykingar og rafrettunotkun var orðuð við gagnasöfnun vantar upplýsingar um þessa þætti Mynd 1. Hlutfall sjúklinga sem reyktu og notuðu rafrettur eftir aldursflokkum. Mynd 2. Hlutfall sjúklinga sem höfðu lungnasjúkdóma, reyktu og notuðu rafrettur eftir klínískum alvarleikaflokkum. Tafla V. Reykingar, rafrettunotkun og lungnasjúkdómar sjúklinga eftir alvarleikaflokkum. Fjöldi (%). Lágur Miðlungs Hár p-gildi Fjöldi 1205 386 170 Aldur (meðaltal (staðalfrávik)) 37,7 (17,5) 47,0 (15,8) 49,1 (18,0) <0,001 Karlar 641 (53,2) 159 (41,2) 77 (45,3) <0,001 Reykingar* 60 (5,9) 19 (5,7) 6 (3,9) 0,588 Rafrettunotkun 43 (4,2) 13 (3,94) 8 (5,2) 0,820 Lungnasjúkdómur 57 (4,7) 40 (10,4) 37 (21,8) <0,001 *Fjöldi sjúklinga með gögn um reykingavenjur var 1442. Lungnasjúkdómur Rafrettunotkun Reykingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.