Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2020, Síða 45

Læknablaðið - des. 2020, Síða 45
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 603 V I Ð T A L grunninum heldur einungis vinna með þau innan hans, sem auki gagnaöryggi til muna. „Við munum til dæmis aðeins setja inn líkamsþyngdarstuðul fólks í gagnagrunninn, ekki hæð og þyngd,“ segir Erna. „Það útilokar að hægt sé að finna óvenjulega einstaklinga í hópnum, eins og til dæmis íslenska konu, 39 ára sem er 187 á hæð – mig. Upplýsingar sem við lítum á að séu ekki auðkennandi, en geta verið það, að minnsta kosti fyrir suma einstak­ linga.“ Tengslanetið gerir gæfumuninn Hópur Ernu er öflugur. Auk Sidekick­ Health og Nox Medical vinna með þeim leiðandi svefnsérfræðingar í Evrópu á sviði kæfisvefns og svefnöndunartrufl­ ana. Evrópska svefnrannsóknarfélagið (ESRS) er samstarfsaðili að verkefninu og Evrópska lungnarannsóknarfélagið (ERS) styður verkefnið formlega. Félögin tvö séu leiðandi í að gera klínískar leiðbeiningar fyrir svefnsjúkdóma í Evrópu og á heims­ vísu. „Við erum með allt sem þarf til að Erna segir helming 2,5 milljarðs styrksins koma hingað til lands á næstu fjórum árum. Tæpur milljarður renni til Háskólans í Reykjavík. Myndir/Golli gera raunverulegar breytingar á greiningu og meðferð við svefnvanda.“ Erna segir að hún hafi hugsað um það allt frá doktorsnámi sínu að skilgreiningar fyrir kæfisvefn væru ekki réttar. „Það hef­ ur gerjast með mér í langan tíma að það þurfi að breyta greiningunum.“ Hún hafi markvisst unnið í tengslaneti sínu til að breyta þeim. „Leið mín til þess var að komast í al­ þjóðasamstarf. Ég byrjaði sem formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags, fór þá á fundi með formönnum allra evrópskra svefnrannsóknafélaga. Kynnist þannig stjórn Evrópska svefnrannsókna­ félagsins. Er núna í þeirri stjórn og stýri þar nefnd sem breyta á greiningarskil­ merkjum.“ Smám saman hafi hún verið komin með nægilega mörg púsl til að láta hlutina gerast. „Ég fór að hafa áhrif og fékk hlutverk.“ Verkefnið hafi því komist á laggirnar. „Það er eitt að benda á að grein­ ingarskilmerki séu ekki góð en allt annað að koma með eitthvað sem er betra,“ segir Erna sem ræðst nú í að sýna og fullvissa alla um að það verði einmitt raunin. Erna og Kristín Anna lögðu nótt við dag í margar vikur í umsóknarferlinu ásamt fjölda meðrannsakenda bæði á Íslandi og erlendis en samstarfsaðilar eru alls 37 háskólar, heilbrigðisstofnanir og fyrirtæki á Íslandi, í Evrópu og Ástralíu. Sex mánaða vinna samfleytt að lágmarki.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.