Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2020, Síða 26

Læknablaðið - des. 2020, Síða 26
584 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 R A N N S Ó K N lyfjameðferð fyrir meðgöngu. Allar konur hættu þeirri með­ ferð fyrir meðgönguna eða við greiningu þungunar. Yfir 90% kvennanna sem voru á lyfjameðferð voru á eftirtöldum lyfjum: interferón beta, natalízúmab, glatiramerasetat, dímetýlfúmarat (tafla II). Í 7 meðgöngum fékk móðir sterameðferð. Í 76 tilvikum (55,5%) var tímalengd brjóstagjafar skráð í sjúkra­ skrá. Í 14 þeirra varði brjóstagjöf skemur en í viku. Meðaltímalengd skráðrar brjóstagjafar var 13,3 vikur. Móðir hætti brjóstagjöf áður en fyrirbyggjandi lyfjameðferð hófst eftir fæðingu í öllum til­ vikum, nema einu. Í þeim hópi þar sem tímalengd brjóstagjafar var þekkt var hlutfall þeirra sem hófu lyfjameðferð eftir fæðingu rúmlega tvöfalt miðað við þann hóp þar sem tímalengd var ekki þekkt (72,4% á móti 32,8%, p=0,008). Eins var um hlutfall þeirra sem fengu kast eftir fæðingu (32,9% á móti 16,4%, p=0,045). Útkoma meðgöngu og fæðingar Í töflu III og IV sést samanburður á breytum hjá rannsóknar­ og viðmiðunarhóp. Munur var á upphafi fæðinga milli hópanna (p=0,03); konur með MS fóru sjaldnar í sjálfkrafa sótt (51,9% á móti 68,2%, p<0,01). Konur með MS fóru oftar í keisaraskurð án fæðingarsóttar (10,1% á móti 3,1%, p=0,04). Ekki var munur milli hópanna á fjölda forskoðana á meðgöngu. Samanburður á miðgildi meðgöngulengdar milli hópa sýndi að meðganga kvenna með MS var ívið styttri (39v5d miðað við 40v1d, p<0,01) (tafla IV). Meðganga kvenna með MS var styttri þegar fæðing var framkölluð (39v4d miðað við 40v3d, p=0,03) en hvorki þegar sótt hófst sjálfkrafa né við keisaraskurð án fæðingarsóttar. Munur var á fæðingarþyngd nýbura milli hópa (tafla IV); ný­ burar kvenna með MS voru léttari (3500g á móti 3720g, p<0,01). Munurinn var enn marktækur eftir leiðréttingu fyrir með­ göngulengd (p=0,025). Þegar fæðingarþyngd var skipt upp eftir kyni reyndist aðeins munur á fæðingarþyngd drengja milli hópa en ekki stúlkna. Sá þyngdarmunur reyndist ekki marktækur eft­ ir leiðréttingu fyrir meðgöngulengd (p=0,06). Ekki var munur á Tafla II. Lyfjameðferð fyrir meðgöngu. Fjöldi (%). Fjöldi, n=137 (%) Engin lyfjameðferð 67 (48,9) Lyfjameðferð 70 (51,1) - Interferón beta (Avonex, Betaferon, Rebif) 27 (19,7) - Natalízúmab (Tysabri) 21 (15,3) - Glatíramerasetat (Copaxone) 9 (6,6) - Dímetýlfúmarat (Tecfidera) 8 (5,8) - Fingolimod (Gilenya) 2 (1,5) - Rítúximab (Mabthera) 2 (1,5) - Regluleg steragjöf 2 (1,5) - Teriflúnómíð (Aubagio) 0 (0) Tafla III. Bakgrunnsbreytur fyrir þýði og viðmið. Fjöldi (%). MS (n=129) Samanburðarhópur (n=129) p-gildi Fjöldi fæðinga 129 129 1,0 Andvana fæðingar 1 (0,8) 0 (0) Aldur mæðra (ár) við fæðingu 0,98 19-22 4 (3,1) 6 (4,7) 23-27 27 (20,9) 26 (20,2) 28-32 48 (37,2) 48 (37,2) 33-37 33 (25,6) 33 (25,6) >38 17 (13,2) 16 (12,4) Meðalaldur frumbyrja 28,9 28,6 Bæri 0,80 Fjölbyrja 83 (64,3) 80 (62,0) Frumbyrja 46 (35,7) 49 (38,0) Mynd 3. Tíðni kasta á ári á hverja fæðingu árið fyrir meðgöngu, á meðgöngu og hálfa árið eftir fæðingu. Kastafjöldi á hverju tímabili er umreiknaður í tíðni á ári. Fyrir meðgöngu 1. þriðjungur 2. þriðjungur 3. þriðjungur Eftir fæðingu

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.