Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - dec 2020, Qupperneq 25

Læknablaðið - dec 2020, Qupperneq 25
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 583 R A N N S Ó K N arhópnum. Með þeim hætti var ætlunin að útiloka mæður sem höfðu langvinna sjúkdóma. Af sömu ástæðu voru konur sem höfðu greiningarnar O10.0 (fyrirverandi háþrýstingur), O24.0 (fyrir­ verandi sykursýki) og O11 (meðgöngueitrun ofan á langvinnan háþrýsting) útilokaðar úr samanburðarhópnum. Þessar útilokanir voru ekki gerðar í rannsóknarhópnum. Tölfræðiúrvinnsla fór fram í forritinu R. Kastatíðni var skoðuð með Poisson­meðaltölum með almennri línulegri aðhvarfsgrein­ ingu. Kastatíðnin fyrir hvert tímabil var umreiknuð í kastatíðni á ári svo hægt væri að bera hana saman milli mismunandi tímabila, þar sem þau voru mislöng. Við samanburð á flokkabreytum var kí­kvaðrat­ eða Fisher­próf notað. Við samanburð á lengd brjósta­ gjafar, meðgöngulengd, Apgar og fæðingarþyngd var ýmist notað t­próf eða Wilcoxon­próf. Tvíkosta aðhvarfsgreining var notuð til þess að reikna gagnlíkindahlutfall (odds ratio, OR) við samanburð á rannsóknar­ og viðmiðunarhóp. Til þess að koma í veg fyrir gruggunaráhrif var leiðrétt fyrir meðgöngueitrun, meðgöngu­ sykursýki og meðgönguháþrýstingi þegar OR var reiknað fyr­ ir fyrirburafæðingu, keisaraskurð og framköllun fæðingar. Við samanburð á fæðingarþyngd milli hópa var leiðrétt fyrir með­ göngulengd. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til leiðréttingar. Notast var við 95% öryggisbil (ÖB) og tölfræðileg marktækni mið­ aðist við p<0,05. Fyrir lágu leyfi Vísindasiðanefndar (VSN b20190 10038/03.01), Persónuverndar (2019010098ÞS), Embættis landlæknis (1901171 /5.6.1/gkg) og vísindarannsóknanefndar Landspítala (16). Niðurstöður Kastatíðni, lyfjameðferð og brjóstagjöf Rannsóknarhópurinn taldi 91 konu sem fæddu 142 börn í 137 fæðingum; þar af voru 5 tvíburafæðingar og ein andvana fæðing. Meðalaldur kvennanna við greiningu MS­sjúkdóms var 25 ár og meðalaldur við fæðingu var 31,3 ár. Mynd 2 sýnir dreifingu á fjölda fæðinga kvennanna yfir tímabilið. Flestar voru fæðingarnar árið 2014, 14 talsins (10,2%). Árið 2003 reyndust fæðingar kvenna með MS vera fæstar; aðeins ein fæðing (0,7%). Í töflu I má sjá kastatíðni eftir tímabilum. Kastatíðnin var hæst hálfa árið eftir fæðingu og lægst á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Á meðgöngu í heild sinni var kastatíðni lægri en árið fyrir með­ göngu (p=0,01). Ekki var breyting á tíðni kasta á síðasta þriðjungi meðgöngu (p=0,483) eða fyrsta hálfa árið eftir fæðingu (p=0,159) miðað við árið fyrir meðgöngu. Á mynd 3 má sjá hvernig kasta­ tíðni á ári breyttist á meðgöngu og eftir fæðingu, miðað við árið fyrir þungun. Í rúmlega helmingi tilfella (51,1%) var móðir á fyrirbyggjandi Mynd 2. Fjöldi fæðinga kvenna með MS á ári (1999- 2018). Tafla I. Kastatíðni árið fyrir meðgöngu, á meðgöngu og eftir fæðingu. Tími (vikur) Heildarfjöldi kasta Meðalfjöldi kasta á ári Tíðnihlutfall – IRR (95% ÖB) p-gildi Árið fyrir meðgöngu 52 60 0,438 1,00 --- Meðganga 40 25 0,237 0,54 (0,34-0,86) 0,01 – Fyrsti þriðjungur 12 5 0,158 0,36 (0,15-0,90) 0,029 – Annar þriðjungur 16 9 0,214 0,49 (0,24-0,98) 0,044 – Þriðji þriðjungur 12 11 0,348 0,79 (0,42-1,51) 0,483 Eftir fæðingu 26 40 0,584 1,33 (0,89-1,99) 0,159

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.