Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - dec. 2020, Side 33

Læknablaðið - dec. 2020, Side 33
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 591 F R É T T I R Dánartíðni vegna COVID­19 sýkinga er lægst hér á landi af Norðurlöndunum. Það má sjá í nýjustu Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis hjá Embætti landlæknis. Hér á landi hafa 3,5 af hverjum 100.000 látist. Dánartíðnin er langtum hæst í Svíþjóð, 57,1 af 100.000. Hún er 11,7 í Danmörku, 6,3 Færri deyja hér úr COVID-19 en á hinum Norðurlöndunum „Læknar kosta um 5­15% minna á Ís­ landi en á Skáni en hjúkrunarfræðingar á Landspítala kosta um 10% meira en á Skáni. Allt klínískt starfsfólk á Sjúkra­ húsinu á Akureyri kostar tiltölulega minna en á Skáni og á Landspítala þegar leiðrétt er fyrir miðgildi tekna í landinu.“ Þetta segir í skýrslu heilbrigð­ isráðuneytisins um aukna framleiðni og gæði heilbrigðisþjónustu með nýju fjármögnunarkerfi og leiðbeinandi við­ miðum. Skýrslan kom út í október. Í samantekt hennar kemur fram að meðalkostnaður hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða hafi einkum aukist: Verðtryggð kostnaðaraukning vegna hjúkrunarfræðinga á Landspítala sé 5,3% og um 4,0% á ári á Sjúkrahúsinu á Akureyri á árunum 2015­2019. Nefnt er að í samhengi við miðgildi svæðisbund­ inna tekna sé kostnaður við lækna um 6% lægri á Landspítala en á Skáni. Í skýrslunni, sem er niðurstaða greiningar og samantektar ráðgjafafyr­ irtæksins McKinsey, kemur einnig fram að framleiðni starfsfólks hafi minnkað á íslensku sjúkrahúsunum sem úttekt­ in nær til á síðustu 5 árum. Bent er á í formála að hafinn sé undirbúningur að áætlun um innleiðingu þjónustutengdrar fjármögnunar í heilbrigðisráðuneytinu. Ætlunin sé að á árinu 2021 verði slík aðferðafræði innleidd hjá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fram kemur í skýrslunni að fram­ leiðni og meðallegutími á heilbrigðis­ stofnunum séu áskoranir í íslensku heil­ brigðiskerfi. Tækifæri séu til skilvirkara fyrirkomulags í heilbrigðisþjónustunni, Ódýrari læknar og framleiðni minnkar ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mönnun heilbrigðiskerfisins mikla áskorun. Mynd/ Hari (Harald- ur Jónasson) Aukinn stjórnunarkostnaður, of margir hjúkrunarfræðingar og lægri laun lækna er tíundað í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins. Skýrslan, sem unnin er eftir greiningum McKinsey, er liður að áætlun um innleiðingu þjónustutengdrar fjármögnunar til að mynda með því að sjúklingar sem sitji fastir á spítalanum verði sinnt á hjúkr­ unarheimilum. Einnig að hér starfi mun fleiri hjúkrunarfræðingar en sjúkraliðar sem þurfi að breyta. Í skýrslunni segir einnig: „Heilum stöðugildum starfsfólks hefur fjölgað hraðar (21,4% á Landspítala og 16,3% á Sjúkrahúsinu á Akureyri) en framleiðsla á árunum 2015­2019.“ Það er skýrt að hluta til af mikilli fjölgun starfsfólks sem ekki vinni klínísk störf hjá Landspítala (6,8% á árun­ um 2015­2019), þ.m.t. á sviðum stjórnunar og stoðdeilda. Rýnt er í fjárframlög til heilbrigðismála í skýrslunni: „Samanborið við Svíþjóð, Noreg og Danmörku er tiltölulega lágu og stöðugu hlutfalli vergrar landsframleiðslu varið í útgjöld til heilbrigðismála (um 8% af vergri landsframleiðslu var varið í útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi samanborið við um 11% í Svíþjóð árið 2018),“ segir þar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð­ herra segir í ávarpi sínu að skýrslan dragi upp fjölmörg tækifæri til úrbóta. „Öllum er ljóst að mönnun íslenska heilbrigð­ iskerfisins til framtíðar er mikil áskorun,“ segir hún. Tryggja þurfi sem besta fram­ leiðni heilbrigðiskerfisins með skynsam­ legri nýtingu fjármuna og skipulagi sem styðji við þau. í Finnlandi og 5,2 í Noregi. Miðað er við tölur frá apríl til septemberloka. Sagt er frá því að tíðni annarra öndunarfærasjúkdóma en COVID­19 hafi einnig verið lægri en á sama tímabili undanfarin ár og að búist sé við færri inflúensusmitum vegna sótt­ varnaaðgerðanna við heimsfaraldrinum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.