Morgunblaðið - 12.05.2020, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Nær 40% fornleifafræðingasegja að kórónuveiru-faraldurinn hafi breyttstöðu þeirra á vinnu-
markaði eða muni fyrirsjáanlega
gera það. Þetta kemur fram í könn-
un sem Minjastofnun gerði í síðasta
mánuði. Af þeim
sem svöruðu
töldu rúm 50% að
staða þeirra hefði
ekki breyst eða
myndi breytast
en 36 % svöruðu
játandi. Helstu
ástæður voru
frestun verkefna
og í einhverjum
tilvikum féllu þau
alveg niður.
Að sögn Agnesar Stefáns-
dóttur, sviðsstjóra hjá Minjastofnun,
eru það líklega helst svokallaðar
framkvæmdarannsóknir sem munu
falla niður eða tefjast vegna farald-
ursins. Um er að ræða rannsóknir í
tengslum við byggingaráform, vega-
gerð, lagnir og aðrar framkvæmdir.
Þetta eigi betur eftir að skýrast í
þessum mánuði. Agnes segir að tvær
framkvæmdarannsóknir hafi fengið
leyfi á þessu ári, annars vegar rann-
sókn vegna lagningar ljósleiðara að
Brunnastöðum og Narfakoti á
Vatnsleysuströnd og hins vegar
eftirlit vegna framkvæmda á Al-
þingisreit. Þá er í gangi slík rann-
sókn í bakgarði Stjórnarráðshússins
vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar
þar og hófst hún 1. apríl.
Ekki áhrif á
vísindarannsóknir
„Við gerum ekki ráð fyrir að
fjöldatakmarkanir hafi nein veruleg
áhrif á fornleifarannsóknir í sumar
enda eru þær í öllum tilfellum langt
undir 50 manna markinu og lang-
flestar undir 20 manna markinu.
Þannig ættu þau verkefni sem unnin
eru fyrir styrki til dæmis úr forn-
minjasjóði ekki að verða fyrir áhrif-
um af faraldrinum,“ segir Agnes.
Átta fornleifarannsóknir sem krefj-
ast uppgraftarleyfis hafa fengið
styrk úr fornminjasjóði eins og fram
kom hér í blaðinu í byrjun mars. Um
er að ræða rannsóknir Fornleifa-
fræðistofunnar á miðaldabýli á Mýr-
dalssandi og minjum frá landnáms-
öld á Stöðvarfirði, rannsókn
Náttúrustofu Vestfjarða á fornskála
á Auðkúlu, rannsóknir Fornleifa-
stofnunar Íslands á öskuhaugum í
Þjórsárdal, fornum rústum í Ólafs-
dal og landnámsminjum í Sandvík.
Þá fékk Háskólinn styrk til að rann-
saka skála við Hofsstaði í Mývatns-
sveit og Árbæjarsafn til að halda
áfram rannsókn á bæjarstæðinu
gamla í Árbæ. Síðastnefnda rann-
sóknin, sem hefjast átti í næsta mán-
uði, frestast fram undir lok júlí.
Í byrjun mars voru auglýstir
styrkir vegna verkefnisins „rit-
menning íslenskra miðalda“ og var
m.a. hægt að sækja um styrk til
fornleifarannsókna á ritunarstöðum
íslenskra miðaldahandrita, einkum
lærdómsmiðstöðvum og klaustrum.
Búist er við úthlutun fljótlega og
skýrist þá hvort eitthvert verkefn-
anna kallar á umsókn um leyfi til
fornleifauppgraftar.
Fram kom hér í blaðinu í byrjun
febrúar að Oddafélagið hefur verið
að undirbúa þverfaglega rannsókn,
m.a. fornleifauppgröft, á Oddastað.
Sumarið 2018 hófust rannsóknir þar
samkvæmt þriggja ára áætlun og
komu fornleifafræðingar strax niður
á minjar sem mikla athygli vöktu,
manngerða hella sem taldir eru hinir
elstu hér á landi. Hafa hellarnir í
daglegu tali verið tengdir nafni Sæ-
mundar fróða Sigfússonar, goðorðs-
manns og prests í Odda. Ekki hafa
fengist fjárveitingar úr fornminja-
sjóði til að rannsaka hellana betur en
sótt hefur verið um styrk til verkefn-
isins um ritmenningu miðalda.
Fornleifauppgröftur
víðs vegar um landið
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mál Flynnherfor-ingja í
Bandaríkjaher hef-
ur alla tíð verið
mjög undarlegt en
nú er það orðið
táknrænt um hvernig leyni-
þjónustu og ríkislögreglu
Bandaríkjanna var beitt bæði
fyrir og eftir kjör Donalds
Trump. Fjöldi velmeinandi
manna í Bandaríkjunum taldi
og telur enn að æskilegra hefði
verið að Hillary Clinton ynni
kosningarnar 2016 heldur en
Trump. Þannig er það jafnan.
Þeir sem utan þessa mikla
lands standa hafa lítið með þau
úrslit að gera. En það mega all-
ir hafa sína skoðun á því. Full-
yrða má að afstaða margra í
Evrópu var á þá lund. Það
sýndi fjöldi kannana. Það er
reyndar svo að oftast leggjast
Evrópumenn á þá sveif að best
sé að demókratinn vinni for-
setakosningar vestra.
Ein skýringin getur verið sú
að þeir bandarísku fjölmiðlar
sem mest sjást eða heyrast t.d.
í Evrópu styðja Demókrata
jafnan af öllu afli og leyna því
ekki. Það hefur gilt um stóru
sjónvarpsstöðvarnar og „stór-
blöðin“ Washington Post og
New York Times sem njóta þar
virðingar. Nú seinustu árin
hefur ný sjónvarpsstöð, Fox
News, lagst fremur á sveif með
repúblikönum. Sú stöð hefur
nú mest áhorf en þó aðeins brot
af sameiginlegu áhorfi hinna
stórstöðvanna. „RÚV“ má eiga
það að þar gera þeir sig jafnan
að kjánum og slá upp sem stór-
frétt fyrir hverjar forsetakosn-
ingar að NYT hafi ákveðið að
styðja frambjóðanda demó-
krata að þessu sinni. En það
hefur blaðið gert áratugum
saman. Og ekki bara í kosn-
ingum heldur þeirra á milli.
Ekkert er að því og blaðið er
athyglisvert og merkilegt óháð
þessum þætti. En hann er eng-
in frétt.
Frá því að Trump náði óvænt
kjöri hefur staðið yfir rann-
sókn á því með hvaða hætti
honum og Rússlandi tókst að
stela kosningunum fyrir tæp-
um fjórum árum. Ekki hvort
heldur aðeins hvernig. Allur sá
langdregni gauragangur rann
út í sandinn. Vikum saman og
stundum daglega voru birtir
lekar frá „áreiðanlegum heim-
ildum“ í stórblöðin og stór-
stöðvarnar sem ekkert reynd-
ist að marka. Þegar öll sú
stórdella var undin í þrot tóku
demókratar heilt ár í þinginu
við að rannsaka símtal forset-
ans við forseta Úkraínu og það
þótt endurrit símtalsins lægi
fyrir! Á þeirri lönguvitleysu
var byggð brottrekstrarákæra
þingsins á forsetann sem líka
gufaði upp. En hvað þá með
Flynn? Comey,
hinn langi forstjóri
FBI, stærði sig af
því opinberlega að
hann hefði náð að
stofna til þess að
Flynn, sem þá var
öryggisfulltrúi forsetans, hefði
verið gómaður fyrir ósannindi
um samtal sitt við sendiherra
Rússlands eftir forsetakjör og
útnefningu Flynn sem öryggis-
ráðgjafa.
Lögreglumenn Comeys, sem
síðar kom í ljós að voru að
leggja gildru fyrir öryggis-
ráðgjafann, báðu um að fá að
hitta Flynn og í Hvíta húsinu.
Hvernig tókst þeim það var
Comey spurður. Ég tryggði
það. Þeir voru allir nýkomnir í
Hvíta húsið og þar var allt á
öðrum endanum. Flynn vissi
ekki, sagði Comey að slíkum
mönnum væri aldrei hleypt inn
í Hvíta húsið slíkra erinda! Og
hann hélt þetta vera spjall í til-
efni af nýju starfi og nýju um-
hverfi. Enginn benti honum á
að hafa lögfræðilega ráðgjafa
Hvíta hússins viðstadda, sem
er undantekningarlaus regla.
Lögreglumennirnir spurðu
hann hvort hann hefði talað við
rússneska sendiherrann í síma
áður en að hann kom inn í
Hvíta húsið. En það væri alvar-
legt brot á hinum alkunnu Log-
an-lögum. (Sett í tíð George
Washington og aldrei komið
fyrir í ákæru!) Nú hafa fundist
gögn um allan þennan tilbúnað
þar sem lögreglumenn FBI
ráðgast um að „láta Flynn
ljúga“ til þess að hægt sé að
handtaka hann og ákæra eða
a.m.k. bola honum úr starfi,
sem yrði mikill álitshnekkir á
fyrstu dögum nýs forseta.
Játning Flynn á því að hann
hefði „ekki sagt FBI satt“ var
knúin fram með hótunum um
langa fangelsistíð og með því
að syni hans yrði ella komið í
fangelsi. Flynn hefur setið
undir þessum ákærum í næst-
um fjögur ár og hefur tapað öll-
um eigum sínum og búið sig
undir margra ára fangelsi fyrir
upplognar sakir sem voru að
auki um ekki neitt! Það þarf að
minna sig á að það er verið að
tala um Bandaríki Norður-
Ameríku!
Bandaríska dómsmálaráðu-
neytið hefur látið rannsaka
framgöngu saksóknara í þaula
og afturkallað málatilbúnaðinn
sem hreint hneyksli. Og nú á
síðustu metrunum hefur komið
í ljós vitnisburður demókrat-
ans Sally Yates, aðstoðardóms-
málaráðherra Obama, að þetta
mál hafi verið rætt við hana af
Obama forseta og Comey ör-
skömmu áður en Obama lét af
embætti! Eldurinn sem loga
skyldi undir öðrum er farinn að
hitna óþægilega undir þeim
sem kveiktu hann.
Málið gegn Flynn
herforingja verður
aumara með hverj-
um degi sem líður}
Ógeðfelldur tilbúnaður
V
iðbrögð þjóða heims munu ráða
mestu um það hverjar varanlegar
afleiðingar Covid-19 faraldursins
verða. Ástandið hefur sannarlega
þjappað þjóðum saman en það er
afar brýnt að stjórnvöld haldi vöku sinni gagn-
vart samfélagshættunni sem blasir við. Þjóð-
félagshópar eru misvel búnir undir höggið sem
hlýst af ástandinu. Atvinnuleysi er misskipt eft-
ir atvinnugreinum og landsvæðum. Þeir sem
búa við þröngan kost eru líklegri til að upplifa
mikið álag á heimilum en þeir sem búa rúmt.
Það blasir því við að félags- og efnahagslegar
afleiðingar faraldursins geta aukið misréttið í
samfélaginu til frambúðar. Það má ekki gerast!
Þetta hefur verið leiðarljósið í vinnu stjórn-
valda fyrir námsmenn. Ráðist hefur verið í
margvíslegar aðgerðir sem miða að því að létta
námsmönnum róðurinn í efnahagslegum ólgusjó, en
margir þeirra upplifa nú mikið álag og áhyggjur af fram-
færslu. Ýmsar tilslakanir hafa verið gerðar hjá Lánasjóði
íslenskra námsmanna. Framhalds- og háskólarnir hafa
lagað námsmat að aðstæðunum og aukið ráðgjöf og þjón-
ustu við nemendur. Stjórnvöld hafa boðað þúsundir
sumarstarfa fyrir námsmenn og skólarnir bjóða upp á
sumarnám til að koma til móts við nemendur sem vilja
nýta þann möguleika.
Þá hefur auknu fjármagni verið veitt í Nýsköpunarsjóð
námsmanna, sem úthlutaði nýverið styrkjum til 74 fjöl-
breyttra verkefna. Þessi verkefni eru skemmtileg og
spennandi – allt frá snertihlustun og sjóveiki-
hermi til framtíðarskóga – og breiddin til
marks um fjölbreytileika íslenska mennta-
kerfisins og nýsköpunarkraft stúdenta. Ný-
sköpunarverkefni sem komast á laggirnar fyr-
ir tilstuðlan sjóðsins geta borið ríkan ávöxt og
breyst í stærri og viðameiri tækifæri fyrir
námsmenn, fyrirtæki og stofnanir. Þannig er
sjóðurinn mikilvæg brú fyrir atvinnulífið og
vísindasamfélagið.
Íslenskir námsmenn eru vanir því að takast
á við krefjandi verkefni og leysa úr þeim. Þeir
skila verkefnum, skrifa ritgerðir, rannsaka
samfélagið og skapa eitthvað nýtt. Þeir standa
saman þegar á reynir en fagna líka saman við
kærkomin tilefni, svo sem útskriftir. Þeir eru
framtíð þessa lands og er fjölbreytileiki og
færni þeirra öðrum innblástur. Einmitt þess
vegna er öflugt menntakerfi svo mikilvægt. Menntakerfi
sem ræktar sköpunargáfu námsmanna, skapar jöfn tæki-
færi fyrir ungt fólk og gegnir þannig jöfnunarhlutverki í
samfélaginu. Nauðsyn þess að fólk geti sótt sér menntun
óháð bakgrunni eða efnahag hefur á síðari tímum sjaldan
verið brýnni en nú. Kostnaðurinn af slíkum markmiðum er
umtalsverður en þó margfalt minni en kostnaðurinn sem
hlýst af ójafnrétti og misskiptingu. Fáfræði sem hlýst af
kerfi misskiptingar er skaðleg, bæði fyrir efnahag sam-
félaga, lífsgæði og lýðræði.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Menntun er lausnin
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Í hinum svokallaða „aðgerðapakka“ ríkisstjórnarinnar vegna kórónu-
veirufaraldursins er gert ráð fyrir 100 milljóna króna aukaframlagi til
húsafriðunarsjóðs og 50 milljónum króna til skráningar menningararfs.
Minjastofnun hefur með úthlutun þessara fjármuna að gera. Fram kemur
á vef hennar að upplýsinga um nánari útfærslu á veitingu fjármagnsins
sé að vænta á næstu dögum og muni stofnunin þá greina betur frá því.
Fyrir úthlutunina hafði Minjastofnun lagt áherslu á að mikilvægt væri að
styrkja verkefnin sem teljast hvað brýnust þessa stundina í minjavörslu,
en þau eru fornminjasjóður, húsafriðunarsjóður, fornleifaskráning og
strandminjar.
Fé til menningararfsins
„AÐGERÐAPAKKINN“
Ljósmynd/Vefur Fornleifastofnunar Íslands
Minjar Frá rannsókn á vegum Fornleifastofnunar í Ólafsdal í fyrrasumar.AgnesStefánsdóttir