Morgunblaðið - 12.05.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI
KOMIN AFTUR Í BÍÓ
TIL AÐ KOMA OKKUR Í HLÁTURGÍRINN !
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Herra Hnetusmjör, einn vinsælasti
rappari landsins, var í gær sæmdur
heiðursnafnbótinni bæjarlistamaður
Kópavogs við hátíðlega athöfn í
Vatnsendaskóla. Tók hann nokkur
lög við það tækifæri við mikinn fögn-
uð viðstaddra.
„Ég er innflytjandi,“ svarar rapp-
arinn, réttu nafni Árni Páll Árnason,
þegar hann er spurður að því hvort
hann sé borinn og barnfæddur
Kópavogsbúi. Hann hafi búið til tíu
ára aldurs í Hveragerði og þá flutt
til Kópavogs og búið þar til 21 árs
aldurs. Þá neyddist hann til að flytja
úr bænum vegna ástands á leigu-
markaði.
Árni er nú snúinn aftur til Kópa-
vogs, býr í gamla bænum með unn-
ustu sinni og barni og stefnir að því
að flytja aftur í Vatnsendahverfið
þar sem hann bjó sem barn og ung-
lingur og gekk í Vatnsendaskóla.
„Geggjað að fá þessa
viðurkenningu“
Árni segir mikinn heiður að vera
valinn bæjarlistamaður Kópavogs.
„Ég hef verið að „representa“ Kópa-
vog frá því í febrúar 2014 þegar ég
gaf út fyrsta lagið mitt og hef notið
mikils stuðnings Kópavogsbúa síðan
þá og geggjað að fá þessa viðurkenn-
ingu frá Kópavogsbæ sjálfum,“ segir
hann. Árni er fæddur árið 1996 og er
því yngsti listamaðurinn sem hefur
hlotið þessa nafnbót.
Kópavogur er mikill rappbær og
hefur alið af sér margan rapparann,
m.a. Blazroca og bróður hans, Sesar
A, sem orðnir eru með eldri mönn-
um í rappinu í dag. Árni segist þó
ekki hafa byrjað að hlusta á rapp í
Kópavogi heldur Hveragerði en
byrjað að rappa og graffa í Kópa-
vogi.
Vitleysan er ekki öll eins
Árni er ötull talsmaður Kópavogs
og hrópar jafnan „Kóp boi!“ í lögum
sínum milli rímna, þ.e. Kópavogs-
drengur. „Ég þurfti að hífa upp
Vatnsenda 203, það þurfti einhver að
vera rödd hverfisins,“ segir hann
sposkur um upphafsár sín í rappinu.
Í einu af sínum nýrri lögum, hinu
grípandi „Vitleysan eins“, rappar
Árni um þá þekktu staðreynd lífsins
að vitleysan er ekki öll eins. „Hún er
það svo sannarlega ekki,“ segir hann
sposkur þegar blaðamaður minnist á
þetta ágæta lag. „Hver hefði haldið
að Herra Hnetusmjör myndi fá
heiðurslistamannaverðlaun Kópa-
vogsbæjar?!“ Já, tímarnir breytast
og mennirnir með.
Morgunblaðið/Eggert
Gleðistund Herra Hnetusmjör tók í gær við viðurkenningu úr hendi bæjarstjóra Kópavogs, Ármanns Kr. Ólafs-
sonar, og til hliðar við rapparann má sjá Pál Marís Pálsson úr lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
„Þurfti að hífa upp
Vatnsenda 203“
Herra Hnetusmjör er bæjarlistamaður Kópavogs 2020
Einn af helstu frumkvöðlum rokks-
ins, Little Richard, lést fyrir helgi
87 ára að aldri. Dánarorsökin var
beinkrabbamein.
Little Richard skaust upp á
stjörnuhimininn árið 1955 með
„Tutti Frutti“ – æsilegu stuðlagi
um kynlíf. Hann var ekki fyrsti
rokktónlistarmaðurinn. Chuck
Berry, Fats Domino og Elvis Pres-
ley höfðu allir slegið í gegn árið á
undan. En Little Richard vakti at-
hygli fyrir enn æsilegri sviðs-
framkomu en þeir: öskur, hrífandi
æsing og ofurhraðan píanóleik, sem
hreif bæði hvít og svört ungmenni í
Bandaríkjunum, og síðan út um
heimsbyggðina. Hann fylgdi vin-
sældum lagsins eftir með „Long
Tall Sally“, „Good Golly Miss
Molly“ og fleiri lögum sem í dag
teljast klassískir rokkslagarar.
Bakgrunnur Little Richard, sem
hét Richard Wayne Penniman, var í
gospel- og blústónlist í Georgíuríki,
þar sem hann ólst upp á strang-
kristnu heimili og söng gospel-
tónlist opinberlega með ættingjum
sínum. Hann vakti þá strax athygli
fyrir raddstyrk og háa tóna sem
hann söng af miklu öryggi. En hann
var á unglingsaldri þagar faðir
hans vísaði honum á dyr fyrir að
klæðast kvenmannsfötum og ekki
löngu síðar var ungi maðurinn far-
inn að koma fram á dragskemmt-
unum, leika þar listavel á píanó og
syngja. Hann var í ýmsum hljóm-
sveitum og rétt náði að lifa af tón-
listinni þar til hann sló í glegn 1955.
Hinn upphaflegi rokkferill Little
Richard varði ekki lengi því á tón-
leikaferð í Ástralíu árið 1960
kvaðst hann hafa orðið fyrir túar-
legri vitrun og skráði sig í Biblíu-
skóla. Síðar átti hann eftir að
ferðast um sem prédikari en rokkið
og trúin tókust á í honum alla ævi.
Árið 1962 var hann aftur kominn í
tóneikaferðalag og meðal þeirra
sem hituðu upp fyrir hann í Evrópu
voru nýstofnaðar hljómsveitir, The
Beatles og Rolling Stones. Áhrif
Little Richard á meðlimi beggja
sveita voru mikil. Paul McCartney
hefur sagt að fyrsta lag sem hann
söng opinberlega var „Long Tall
Sally“, sem Bítlarnir hljóðrituðu,
og John Lennon lýsti því hvernig
Little Richard las upphátt úr Biblí-
unni baksviðs og hafi þeir Bítlar
safnast saman að hlýða á, til að geta
heyrt rödd meistarans.
Þá hafði tónlist og framkoma
Little Richard til að mynda mikil
áhrif á James Brown og Prince.
Little Richard átti eftir að hverfa
af og til af sjónarsviðinu, meðal
annars meðan hann glímdi við
fíkniefni, en hann sneri ítrekað aft-
ur skrautlega klæddur, með
myndarlegar hárkollur og tryllti
lýðinn með hressilegri framkom-
unni og sívinsælum slögurunum.
AFP
Hress Little Richard á tónleikum árið 2004. Hann hætti að koma fram 2013.
Ærslafullur rokk-
frumkvöðull allur