Morgunblaðið - 12.05.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020 60 ára Þórunn ólst upp í Safamýri í Reykjavík en býr í Garðabæ. Hún er rekstrarviðskipta- fræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og er framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Úrval- Útsýn. Maki: Ingi Arason, f. 1959, bygginga- tæknifræðingur hjá Terra. Börn: Sigríður Bára Ingadóttir, f. 1990, og Mikael Ingason, f. 1995. Foreldrar: Sigríður Bára Sigurðar- dóttir, f. 1930, d. 2016, húsmóðir, og Reynir Þórðarson, f. 1929, d. 2016, húsasmíðameistari. Þau voru búsett í Garðabæ. Þórunn Reynisdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú verður í góðu skapi í dag vegna góðra frétta. Ef þér gefst tækifæri til að komast í gott form skaltu grípa það. 20. apríl - 20. maí  Naut Gamlar tilfinningar í samskiptum við þína nánustu láta á sér kræla á næstunni. Þér finnst erfitt að þurfa að svara fyrir vissa hluti. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Veltu þér ekki upp úr vandamál- unum heldur skaltu bara leysa þau. Þú ræður engu um atburðarás sem farin er af stað. Gættu þín á gylliboðum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að bregðast við öllum þeim streituvöldum sem hrjá þig dags dag- lega. Fortíðin bankar upp á hjá þér, ekki hleypa henni inn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fólk nálgast þig og biður þig að taka að þér flókin verkefni. Veltu því fyrir þér að sinna kennslu heima eða í tengslum við skóla. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Segðu vini hvernig þér raunverulega líður. Margir halda að grasið sé grænna hinum megin girðingar, en þú veist betur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Maður veit aldrei hversu lengi maður deilir lífi sínu með einhverjum, láttu því alla vita hversu mikið þú metur hvern og einn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eitthvað á eftir að koma þér svo á óvart að þú munt hugsa að það sé of gott til að geta verið satt. Vertu þú sjálf/ur og sinntu þínum störfum sem best þú getur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gefðu þér tíma til þess að gera verðsamanburð. Það margborgar sig og þeim tíma, sem fer í það, er því vel varið. Fólk er hjálplegt og samvinnuþýtt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta ár gerir þér kleift að auka tekjurnar, vertu vakandi fyrir tækifærum sem þér gefast. Ekki láta aðra hækka í þér blóðþrýstinginn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Næsti mánuður er upplagður fyrir ferðalög. Ekki hafa áhyggjur, hlutirnir munu ganga upp. Þú færð mörg tækifæri á næstunni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver er skotin/n í þér, en þú veist ekki alveg hvað þér finnst um það. Skoðaðu hlutina bara í rólegheitum, það liggur ekk- ert á. Félagsstörf og áhugamál Ellert sat í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar þrjú kjörtímabil fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, fyrst 1982-1986 og síðar 1990-1998. Hann var forseti bæjarstjórnar eitt kjörtímabil og sinnti á bæjarstjórnarárum sínum m.a. formennsku í hafnarstjórn, æsku- lýðsráði og byggingarnefnd. Þá sat hann 15 ár í stjórn Hafnarborgar, þar af fjögur ár sem formaður. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í Hafnarfirði og var formaður fulltrúaráðs hans í nokkur ár. Ellert var einn stofnfélaga lions- klúbbsins Ásbjarnar í Hafnarfirði, sat í fyrstu stjórn Regnbogabarna, og í stjórn knattspyrnudeildar FH í nokk- ur ár. Á árunum í Öldutúnsskóla varð Söngsveitin Randver til. Á fyrsta ári Ellert var tvö sumur í sveit á Rauðabergi, efri bæ, á Mýrum, Hornafirði. „Þar héldu bú tvær systur komnar vel á áttræðisaldur. Allir starfshættir báru merki liðinnar aldar en ótrúleg elja og dugnaður systr- anna gerði þeim kleift að sýsla með um 60 kindur og tvær kýr.“ Ellert var á yngri árum í hljóm- sveitum austanlands. Mikið var að gera á síldarárunum en í landlegum voru dansleikir allt að fimm daga vik- unnar. Kunnasta hljómsveit þess tíma voru Ómarnir og Ellert. Spilað var í félagsheimilum vítt um Austurland s.s. Félagslundi, Valskjálf, Egilsbúð og Valhöll. Hljómsveitin Húnar tók við af Ómurunum og allt fram til síð- ustu ára hafa Sigurðarhússbræður komið saman einu sinni til tvisvar á ári og leikið fyrir dansi eystra undir nafninu „Strákarnir hennar Stínu“. E llert Borgar Þorvalds- son fæddist á Sigurð- arhúsi á Eskifirði 12. maí 1945 og ólst þar upp. Skólagangan hófst í Barna- og unglingaskóla Eski- fjarðar en landsprófi lauk Ellert frá Héraðsskólanum á Laugarvatni. Hann lauk kennaraprófi KÍ 1967 og sérkennaraprófi frá sama skóla 1974. Árið 2000 lauk hann eins árs diplómu- námi í Management of Education frá Strathclyde University í Glasgow í Skotlandi. Skólamál Ellert hóf kennsluferil sinn á Reyðarfirði 1963, þá án réttinda. Að loknu kennaraprófi hóf hann kennslu við Barna- og unglingaskóla Eski- fjarðar og sem skólastjóri 1969-1972. Þá flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar og hóf kennslu við Öldutúnsskóla fram til 1978. Á ár- unum 1978-1987 starfaði hann sem skólafulltrúi Hafnarfjarðar. Ellert tók síðan við sem skólastjóri nýs skóla í Reykjavík, Ártúnsskóla, og gegndi því starfi í 19 ár. Eftir að Ártúnsskólaárunum lauk hóf Ellert ýmis ráðgjafarstörf við skóla, aðallega í Reykjavík. Þá gegndi hann tímabundnum stjórnunar- störfum í forföllum við nokkra grunn- skóla Reykjavíkur allt frá fjórum til fimm starfsmánuðum upp í eitt og hálft skólaár. Æskuerill Á Sigurðarhúsinu, æskuheimili Ellerts, var alla hans æsku og fram á unglingsár stundaður það sem kallast í dag sjálfsþurftarbúskapur. Einn til tveir bátar, opnir vélbátar og gjarnan árabátar voru alla tíð í eigu heimilis- ins. Helstu veiðarfæri voru lína, net og handfæri. Á veturna og fram á vor var skotinn svartfugl, selur og hnísa. „Þessi veiði var stunduð jafnframt því sem menn gengu til sinna daglegu föstu verka. Það var því oft róið snemma og komið að undir myrkur,“ segir Ellert. „Þá var á Sigurðarhús- inu fjárbúskapur, u.þ.b. 20 kindur í húsi, öll mín æskuár. Eins og þá tíðk- aðist var til þess ætlast að börn legðu lið þegar þroski þeirra og geta leyfði.“ sveitarinnar skipuðu hana fimm kenn- arar við skólann en síðan fjórir. Rand- ver starfaði í nokkur ár og spilaði víða um land og gaf út þrjár hljómplötur. Safndiskur var gefinn út 2003 með við- bót nýrri laga og nýjum liðsmanni, þá- verandi skólastjóra Víðistaðaskóla. Í nánast áratug, fram til 1988, stóð Ellert, ásamt tveimur góðum félögum úr Öldutúnsskóla, að útgáfu hafnfirsku blaðanna Fjarðarpóstsins, sem kom út vikulega, og Fjarðarfrétta, sem kom út tvisvar til þrisvar á ári í veglegum bún- ingi. Eiginkonur útgefenda unnu einnig að útgáfunni. „Foreldrar mínir lyftu oft hvunndeg- inum með harmónikkuleik og söng í góðra vina hópi á Sigurðarhúsinu. Árið 2003 kom út geisladiskurinn „Lögin hans Valda“. Eins og nafnið ber með sér hefur diskurinn að geyma lög eftir Þor- vald föður minn sem hafa greypst inn í bæjarsálina á Eskifirði.“ Ellert nýtur lesturs góðra bóka, ekki síst ljóðabóka, og tónlistar. „Áhugi minn á íþróttum hefur einnig ætíð verið mikill. Ég nýt þess, þegar ég fer austur, að komast á sjó og renna færi.“ Fjölskylda Eiginkona Ellerts er Erna Guðrún Björnsdóttir, f. á Reyðarfirði 9.2. 1944. Hún lauk stúdentsprófi frá MR og kennaraprófi 1967. Þau hjónin hófu í framhaldinu búskap og kennslu á Eski- firði. Þar bjuggu þau til ársins 1972 en þá fluttust þau til Hafnarfjarðar til starfa við Öldutúnsskóla. Þau eru enn búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Ernu voru hjónin Sigrún Jónsdóttir, f. 7.5. 1925, d. 10.4. 1973, textílkennari og Ellert Borgar Þorvaldsson, fyrrverandi skólastjóri og söngvari – 75 ára Fjölskyldan Erna með dætrum, syni, tengdasyni og barnabörnum. Strákurinn þeirra Stínu og Valda Fleiri úr stórfjölskyldunni Barnabörn og innfelld mynd af barnabarnabarni. Mæðginin Ellert með Kristínu móð- ur sinni á 85 ára afmæli hennar 2009. 40 ára Ólafur er Reykvíkingur, ólst upp í Árbænum og býr í Teigunum. Hann er menntaður leikari frá ArtsEd í London og er bruggmeistari og einn eigenda Ægis brugg- húss. Ólafur situr í stjórn Skautafélags Reykjavíkur. Maki: Ragnhildur Rós Guðmundsdóttir, f. 1981, sjálfstætt starfandi vefhönnuður. Börn: Viðar Marel, f. 2000, Thelma Berglind, f. 2006, Kristján Kári, f. 2010, og Sigurður Ágúst, f. 2011. Foreldrar: Guðlaug Ragnheiður Skúla- dóttir, f. 1956, bókari, búsett í Kópavogi, og Kristján G. Þorvaldz, f. 1954, d. 2006, knattspyrnuþjálfari. Ólafur Steinar Kristjánsson Þorvaldz Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.