Morgunblaðið - 12.05.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Bandaríski grín-
istinn og gaman-
leikarinn Jerry
Stiller er látinn,
92 ára að aldri.
Sonur hans, leik-
arinn og leik-
stjórinn Ben
Stiller, sendi frá
sér tilkynningu
þess efnis í fyrra-
dag og sagði föður sinn hafa látist
af eðlilegum orsökum.
Jerry Stiller var einna þekkt-
astur fyrir leik sinn í gamanþátt-
unum Seinfeld þar sem hann fór á
kostum í hlutverki uppstökks föð-
ur hins seinheppna George Cost-
anza. Einnig kitlaði hann hlátur-
taugar áhorfenda í sjónvarps-
þættinum The King of Queens
lengi vel. Hann lék einnig í nokkr-
um kvikmyndum og þá m.a. í leik-
stjórn sonar síns.
Gamanleikarinn
Jerry Stiller allur
Jerry Stiller
Bandaríska söngkonan Betty
Wright, sem átti sinn fyrsta smell
aðeins 17 ára að aldri, er látin. Hún
var 66 ára. Wright var ein þekkt-
asta söngkona fönksenunnar í
Miami á áttunda áratugnum og
vann náið með söngvurum og röpp-
urum næstu fjóra áratugi. Wright
lést af völdum krabbameins, að því
er fram kemur á vef New York
Times.
Wright samdi einnig lög, stýrði
upptökum og leiðbeindi ungum tón-
listarmönnum á ferli sínum. Smell-
urinn sem kom henni á kortið var
„Clean Up Woman“ árið 1971 og
boðaði þróun fönksins yfir í diskó.
Lagið náði 6. sæti bandaríska R&B-
lagalistans Billboard og voru lög
með Wright reglulega á listanum
upp frá því, 20 alls á lista yfir þau
40 vinælustu.
Af samstarfsfólki hennar eru
nefnd þau Stevie Wonder, Bob Mar-
ley, Michael Jackson, Stephen
Stills, David Byrne, Alice Cooper,
Jennifer Lopez, Gloria Estefan og
Erykah Badu. Í upphafi 21. ald-
arinnar kom hún að upptökustjórn
platna ensku söngkonunnar Joss
Stone og starfaði með DJ Khaled og
Rick Ross. Margir þekktir tónlistar-
menn hafa notað búta úr lögum
Wright í sín eigin, þeirra á meðal
Beyoncé, rs 2Pac og Slim Thug.
Söngkonan Betty
Wright látin
AFP
Virt Betty Wright naut mikillar virðingar í
bandaríska tónlistarheiminum.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Hugmyndin að þessari bók er búin
að blunda með mér í nokkurn tíma,
en ég hef alltaf haft mikill áhuga á
hrollvekjum,“ segir Ævar Þór Bene-
diktsson leikari og rithöfundur sem í
dag sendir frá sér bókina Hryllilega
stuttar hrollvekjur sem Ágúst Krist-
insson myndlýsti. „Þegar ég skrifaði
Þína eigin hrollvekju á sínum tíma
var mér tjáð að hún yrði ekki mikið
lesin þar sem enginn vildi lesa hryll-
ing. Í ljós hefur hins vegar komið að
hún er alltaf í öðru sæti yfir mest lán-
uðu bækurnar mínar á bókasöfnum
landsins næst á eftir nýjustu Þinni
eigin-bók hverju sinni,“ segir Ævar
og bendir á að það sé til merkis um
það að fleiri lesendum en honum þyki
gaman að láta hræða sig.
„Í öllum bókunum mínum er alltaf
draugalegur eða drungalegur kafli.
Það eru alltaf langskemmtilegustu
kaflarnir fyrir mig að skrifa. Nýjasta
dæmið er í Þínum eigin tölvuleik þar
sem var prinsessuborð sem kom í
ljós að var stútfullt af uppvakn-
ingum,“ segir Ævar og rifjar upp að
sjálfur hafi hann alltaf sótt í hryll-
ingsbækur. „Ég las The Shining eftir
Stephen King þegar ég var í 7. bekk.
Það voru fyrstu kynni mín af King,
en bækur hans hafa haft mikil áhrif á
allt sem ég hef skrifað. The Shining
gekk síðan á milli nemenda í bekkn-
um sem hvísluðust á um hana vegna
þess hversu hræðileg hún var,“ segir
Ævar og bendir á að hann hafi verið
mjög myrkfælinn þar til hann varð
17 ára.
Hvað breyttist þá?
„Ég réð mig sem næturvörð á hót-
eli á Akureyri. Mamma og pabbi
hlógu að mér í heila viku, því þau
vissu alveg hvað ég var myrkfælinn.
Ég varð því að komast yfir myrk-
fælnina til að geta sinnt starfinu.“
Eitthvað hryllilegt fyrir alla
En hvað hræðir þig mest?
„Mannvonska. Því öll skrímsli sem
við getum búið til ná ekki að toppa
mannskepnuna þegar hún kemst í
stuð. Þess vegna finnst mér svo fal-
legt að sjá allt það góða sem er afleið-
ing af veirufaraldrinum sem nú
gengur, það er samstaðan og hjálp-
semin.“
Þú skiptir nýju bókinni upp í þrjá
kafla sem bera yfirskriftina Vont,
Verra og Verst. Hver er ástæðan?
„Mig langaði að prófa að leika mér
með smásöguformið, sem ég hef lítið
notað hingað til, og kynna formið fyr-
ir nýjum lesendum,“ segir Ævar, en
bókin samanstendur af 20 mis-
löngum smásögum. Sú stysta nefnist
„Strákurinn“, er aðeins tvær setn-
ingar og hana má lesa hér til hliðar.
„Ég var fyrst búinn að skrifa miklu
lengri gerð sögunnar, sem unnusta
mín las yfir og fannst ekki virka og
þá stytti ég söguna niður í þessar
tvær línur. Hryllingurinn verður
miklu meiri þegar textinn er svona
knappur. Þá er þetta eins og hákarl-
inn í Jaws sem áhorfendur fá aldrei
að sjá, sem er miklu verra,“ segir
Ævar og bendir á að sögurnar séu
mjög ólíkar hvað innihald og form
varðar. „Sumar sögurnar eru eins og
lítil atómljóð á meðan aðrar eru hefð-
bundnari í formi og allt þar á milli,“
segir Ævar og tekur fram að sig hafi
líka langað til að leika sér með ólíkan
hrylling. „Í sumum sögum eru vamp-
írur, uppvakningar, skrímsli og
draugar, sem er það hryllilegasta í
huga sumra. En mig langaði líka að
leika mér með raunsæislegan hryll-
ing, ekki bara yfirnáttúrlegan,“ segir
Ævar og nefnir í því samhengi sög-
una af stelpunni sem reyndi að hemja
hnerra og strákinn sem er grafinn lif-
andi. „Þannig að allir ættu að finna
eitthvað óþægilegt í þessari bók.“
Að sögn Ævars fékk hann heilan
árgang nemenda í Fossvogsskóla,
sem fædd eru 2009, til að lesa sög-
urnar yfir fyrir sig og gefa þeim ein-
kunnir á skalanum einn til þrír út frá
því hversu hryllilegar þær væru svo
hann gæti raðað sögunum í hryllings-
röð; þar sem næsta saga í bókinni er
alltaf verri en sú sem á undan kom.
„Ég byrjaði á því að senda þeim tíu
sögur og fannst mjög gaman að sjá
hversu ólíkar einkunnir sögurnar
fengu frá lesendum, enda ekki það
sama sem hræðir alla jafnt. „Þegar
niðurstöðurnar lágu fyrir kom það
mér svolítið á óvart að það fannst
ekki öllum sögurnar jafn hryllilegar
og ég hafði haldið. Ég sá því að ég
yrði að spýta í lófana. Í framhaldinu
skrifaði ég síðan hryllilegustu sög-
una í allri bókinni með það að mark-
miði að ná að hræða öll börnin nógu
mikið,“ segir Ævar og vísar þar til
sögu sem nefnist „Uppskera“ og er
aftast í bókinni.
„Í henni blanda ég saman raun-
sæjum og yfirnáttúrlegum hryllingi,“
segir Ævar, en sagan fjallar um
strákinn Bjartmar sem er afar forvit-
inn. „Hann langar að skilja heiminn
og byrjar ungur að taka leikföng sín í
sundur til að skilja í þeim gangverk-
ið. Í framhaldinu fer hann að skoða
gæludýr sín með sama hætti og kæt-
ist mjög þegar foreldrar hans til-
kynna honum að þau eigi von á nýju
barni, enda fátt skemmtilegra en að
skilja hvernig manneskjan virkar,“
segir Ævar leyndardómsfullur enda
eiga sögulokin að koma á óvart.
Undirdjúpin næst á dagskrá
Hvernig kom það til að þú fékkst
Ágúst til að myndlýsa bókina, en þið
hafið ekki unnið saman áður?
„Þetta er í fyrsta skiptið sem við
vinnum saman. Hann hafði samband
við mig fyrir tveimur árum og var
með hugmynd að verkefni sem við
erum enn með í vinnslu. Hann er
æðislegur teiknari og allt öðruvísi en
þeir sem ég hef unnið með hingað til.
Mig langaði að fá nýtt útlit sem kall-
aðist á við að þetta væri öðruvísi bók
en fyrri bækur mínar. Teikningarnar
hans eru alveg geggjaðar og hjálpa
til við að undirstrika hryllinginn í
textanum.“
Þú hefur verið ótrúlega afkasta-
mikill á umliðnum árum. Hver er
galdurinn?
„Gott kaffi,“ svarar Ævar kíminn,
en Ævar hefur alltaf haft fyrir sið að
skrifa bækur sínar á kaffihúsum
borgarinnar.
Hvað ertu svo með í smíðum?
„Í ágúst eru væntanlegar tvær
nýjar stuttar Þínar eigin-bækur, sem
nefnast Knúsípons og Risaeðlur. Ég
vann þessar léttlestrarbækur upp úr
bókunum Þínum eigin tölvuleik og
Þínu eigin tímaferðalagi. Stefnan er
að koma með tvær léttlestrarbækur
á ári næstu árin. Í október eða
nóvember er síðan væntanleg bókin
Þín eigin undirdjúp. Þannig að ég er
sem stendur að stúdera kolkrabba,
hákarla og kafbáta,“ segir Ævar
glaðbeittur að lokum.
Morgunblaðið/Eggert
Knappur Ævar Þór segir hryllinginn geta orðið enn meiri í knöppum texta eins og sjá má hér að neðan.
Markmiðið „að hræða nógu mikið“
Ævar Þór Benediktsson sendir frá sér bókina Hryllilega stuttar hrollvekjur Læknaðist að mestu
af myrkfælni þegar hann gerðist næturvörður 17 ára Sjálfur hræðist hann í dag mest mannvonsku