Morgunblaðið - 12.05.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020
Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Þú finnur
gæðin!
Skoðaðu úrvalið
í netverslun
isleifur.is
Ranglega var sagt í myndatexta á
forsíðu blaðsins í gær að krakkarnir
hefðu verið að busla í sundlauginni í
Reykjafirði í Árneshreppi. Hið rétta
er að sundlaugin er í Reykjafirði inn
af Arnarfirði í Norður-Ísafjarðar-
sýslu. Beðist er velvirðingar á rang-
herminu.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Leikur Krakkar hoppuðu í laugina
í Reykjafirði inn af Arnarfirði.
Sundlaugin í Reykja-
firði í Arnarfirði
LEIÐRÉTT
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mörg fyrirtæki, sem svigrúm hafa,
hafa gert vel við sitt fólk til að
þakka því vel unnin störf að undan-
förnu, undir miklu álagi af völdum
kórónuveirunnar. Hjá Krónunni
fær allt starfsfólk gjafabréf sem
hægt er að nýta
hvar og hvenær
sem er. Upp-
hæðin, sem hæst
getur orðið 50
þúsund krónur,
miðast við starfs-
hlutfall hvers og
eins.
„Þá fá allir
gjafaöskju í byrj-
un júní í
tengslum við rafrænt partí sem ver-
ið er að undirbúa. Við ætlum einnig
að gefa starfsmönnum
Krónunnar aukinn afslátt í
lok hvers mánaðar. Við er-
um meðvituð um að álag
undanfarinna mánaða get-
ur hafa tekið sinn toll og
höfum því tekið ákvörðun
um að bjóða starfsfólki
okkar upp á sálfræðiþjón-
ustu,“ segir Gréta María
Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri
Krónunnar. „Fólkið okkar hefur
staðið vaktina undir gríðarlegri
pressu, bæði hefur verið mikið að
gera við hefðbundin störf og þá
lögðum við einnig mikla áherslu á
sóttvarnir til að vernda starfsfólk
og viðskiptavini, sem krafist hafa
mikils af fólkinu okkar. Við erum
endalaust þakklát fyrir fólkið okkar
og hversu vel það hefur staðið sig
og stefnum á að halda veglegt
starfsmannapartí um leið og Víðir
hjá almannavörnum gefur okkur
grænt ljós.“
Afsláttur og aukafrí
Stjórn Samkaupa samþykkti þeg-
ar kórónuveirufaraldurinn fór að
láta á sér kræla að veita um 150
milljónir króna í aðgerðapakka til
starfsfólks fyrirtækisins. Yfirskrift
pakkans er Takk fyrir að standa
vaktina. Í heild eru starfsmenn
Samkaupa um 1.400 talsins og fá
þeir viðbótarorlofsdag á launum,
verulega aukinn afslátt af matvöru í
verslunum fyrirtækisins, sjónvarps-
áskrift í einn mánuð og fleira gott.
Seinna hluti aðgerðapakkans kemur
til framkvæmda nú í lok
mánaðarins. Starfsmenn
verða þá hvattir til að
ferðast innanlands í sum-
ar og fá meðal annars
gjafabréf fyrir hótelgist-
ingu, bílaleigubíl, á veit-
ingastaði, leikrit eða aðra
afþreyingu.
Vörðu starfsfólk Lyfju
Sem þakklætisvottur fyrir vel
unnin störf á tímum kórónuveir-
unnar var starfsfólki Lyfju boðið á
rafræna tónleika með Páli Óskari
sem vöktu lukku. Aukinheldur fékk
starfsfólkið gjafabréf fyrir að
standa vaktina, en upphæð þess er
ekki gefin upp.
„Mikið álag var á starfsfólki
Lyfju vikurnar sem faraldurinn var
í hámæli. Það var forgangsmál að
verja starfsfólk okkar og tryggja að
við gætum sinnt þjónustu við við-
skiptavini okkar við þessar einstöku
aðstæður. Við þurftum því að grípa
til ýmissa öryggisráðstafana, svo
sem hólfunar vakta og annars, sem
kallaði á aukaálag og mikinn sveigj-
anleika af hálfu starfsfólks, sem
sýndi einstaka samstöðu og þraut-
seigju á þessum erfiðu tímum og á
mikið hrós skilið,“ segir Hildur Þór-
isdóttir, mannauðsstjóri Lyfju, við
Morgunblaðið.
Rafrænt partí
og gjafabréf til
starfsfólksins
Þakka fyrir störf á veirutíma
Sálfræðiþjónusta fyrir Krónufólkið
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Nettó Mikið hefur verið að gera í
matvöruverslunum að undanförnu.
Miklar framkvæmdir standa yfir við
húsið Bakkaveg 5 í Neskaupstað en
þar var verslunin Nesbakki áður til
húsa. Verið er að breyta húsinu og
byggja við það til að hýsa skrifstofu-
klasa og miðstöð nýsköpunar í Nes-
kaupstað sem fengið hefur nafnið
Múlinn – samvinnuhús. Gert er ráð
fyrir að klasinn verði tekinn í notkun
fyrir lok þessa árs.
Örfá rými laus til útleigu
Áhugi fyrir væntanlegum klasa
reyndist mikill og nú eru einungis ör-
fá rými laus til útleigu í Múlanum.
Gert er ráð fyrir að Múlinn verði allt
að 30 manna skapandi vinnustaður.
Þau fyrirtæki og stofnanir sem
þegar hafa tryggt sér húsnæði í Múl-
anum eru: Matís, Náttúrustofa
Austurlands, Austurbrú, Deloitte,
Nox health, Trackwell, Advania,
Rauði krossinn, Stapi lífeyrissjóður
og Origo.
Alls 930 fermetrar
Rýmin sem fyrirtækin og stofnan-
irnar taka á leigu eru misjafnlega stór
eða allt frá litlum skrifstofurýmum til
stærri rýma með rannsóknaaðstöðu.
Þá eru í klasanum fundarherbergi,
fundarsalur og sameiginlegt rými
með eldhúsaðstöðu. Mögulegt verður
fyrir einstaklinga sem sinna tíma-
bundnum verkefnum að fá aðstöðu til
starfa í klasanum.
Samvinnufélag útgerðarmanna í
Neskaupstað, SÚN, stofnaði félag um
framkvæmdina en undirbúningur
verkefnisins hefur tekið nokkur ár.
SÚN festi kaup á Bakkavegi 5 árið
2019 og er það 630 fermetrar, en fljót-
lega kom í ljós að þörf var á stærra
húsnæði. Þá var tekin ákvörðun um
að reisa 300 fermetra viðbyggingu við
húsið og því verður Múlinn 930 fer-
metrar þegar hann tekur til starfa.
SÚN hefur þegar fengið úthlutaða lóð
við húsið þannig að mögulegt verður
að stækka það enn frekar í framtíð-
inni ef þörf reynist á. Framkvæmda-
stjóri félagsins er Guðmundur R.
Gíslason.
Austfirska arkitektafyrirtækið
Grafít var fengið til að teikna og
hanna klasann en Mannvit sá um
fullnaðarhönnun. aij@mbl.is
Múlinn – samvinnuhús Verslunin Nesbakki var áður til húsa þar sem klasinn tekur til starfa fyrir lok árs.
Mörg fyrirtæki vildu
aðstöðu í Múlanum
Miðstöð nýsköpunar í klasahúsi í Neskaupstað
Gréta María
Grétarsdóttir
Skilyrði fyrir styrkveitingum til
kennaranema í launuðu starfsnámi
hafa nú verið rýmkuð og er náms-
styrkur ekki lengur bundinn við
skil lokaritgerðar eins og var.
Styrkir ná nú til allra kennaranema
á lokaári, óháð áherslum í námi
þeirra.
„Kennaranemar hafa nú val um
að ljúka námi sínu án þess að skila
stóru lokaverkefni, og geta fengið
til þess styrk að ákveðnum skil-
yrðum uppfylltum,“ segir í tilkynn-
ingu, haft eftir Lilju Alfreðsdóttur
menntamálaráðherra.
Ný lög um menntun, hæfni og
ráðningu kennara og skólastjórn-
enda sem gildi tóku í ársbyrjun
breyta fyrirkomulagi kennaranáms
þannig að frá
næsta skólaári
munu allir kenn-
aranemar hafa
val um að ljúka
kennslurétt-
indum með nýrri
MT-gráðu sem
felur ekki í sér
30 ECTS-eininga
lokaverkefni. Þá
geta nemendur
sem hafa meistarapróf í faggrein
og innritast í kennaranám einnig
sótt um námsstyrk.
Markmið styrksins er að fjölga
kennurum, skapa hvata til þess að
þeir útskrifist á tilsettum tíma og
ráði sig til kennslustarfa, en fyrir-
sjáanlegt er að fjölda kennara vanti
til starfa á næstu árum. Eru þessar
aðgerðir hluti af fjölþættum að-
gerðum til að bregðast við því
ástandi.
Styrkurinn nemur allt að 800
þúsund krónum til nemenda í 120
eininga námi og greiðist fyrri hluti
þeirrar upphæðar þegar staðfest-
ing liggur fyrir um að nemandi hafi
lokið 90 ECTS-einingum í meist-
aranámi. Seinni helmingurinn kem-
ur svo þegar nemandi hefur lokið
námi. Nemendur sem hafa meist-
arapróf í faggrein og innritast í 60
eininga kennaranám til að fá rétt-
indi til kennslu geta sótt um styrk
sem getur verið allt að 400 þúsund
krónur. sbs@mbl.is
Rýmka skilyrði styrkjanna
Vilja fleiri í kennaranám Lokaverkefni þarf ekki
Lilja
Alfreðsdóttir