Morgunblaðið - 12.05.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 12.05.2020, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.innlifun.is Tveir menn á þrítugsaldri voru ákærðir í Danmörku í gær fyrir að hafa orðið valdir að sprengju- árás á aðalskrifstofu dönsku skatt- stofunnar. Mennirnir eru báðir sænskir ríkisborgarar. Lise-Lotte Nilas, ríkissaksóknari Danmerkur, sagði í tilkynningu í gær að málið væri grafalvarlegt og árásin hefði verið árás á alla Dani. Sagði enn fremur að sak- sóknaraembættið liti á árásina nánast sem hryðjuverk og myndi því krefjast þyngri refsingar yfir mönnunum. Verði þeir sakfelldir gætu þeir fengið lífstíðardóm í fangelsi. Einn særðist í sprengingunni og þurfti að leita á slysadeild, en miklar skemmdir urðu á byggingu skattstofunnar á Austurbrú. Níu sprengingar urðu í Kaup- mannahöfn á um hálfu ári í fyrra og var þeim möguleika velt upp að þær tengdust innbyrðis. Ekkert hefur þó enn komið fram sem bendir til að svo sé. Tveir ákærðir fyrir árás á skattstofuna DANMÖRK AFP Ákæra Skattstofan á Austurbrú var illa farin eftir sprenginguna í ágúst sl. Franskir sak- sóknarar til- kynntu í gær að þeir hefðu hafið rannsókn á meintum kyn- ferðisbrotum Valérys Giscards d’Estaings, fyrr- verandi forseta Frakklands, en Ann-Kathrin Stracke, þýsk blaðakona, sakaði hann í fyrradag um að hafa káfað á afturenda sínum ítrekað við myndatöku þegar hún tók viðtal við hann á árinu 2018. Ljósmyndarinn mun hafa staðfest frásögn Stracke í viðtölum við lögfræðinga hennar. Giscard d’Estaing, sem er 94 ára gamall, var forseti á árunum 1974 til 1981. Talsmaður forsetans sagði hann hvorki reka minni til viðtals- ins né atviksins sem um ræddi. Rannsaka káf fyrrverandi forseta Valéry Giscard d’Estaing FRAKKLAND Nítján sjóliðar létust og fimmtán særðust á sunnudaginn þegar íranska herskipið Konarak varð fyrir eldflaug frá öðru írönsku skipi nálægt Bandar-e-Jask við suð- urströnd Írans. Íranskir ríkisfjölmiðlar greindu frá mannfallinu í gær, en skipið var að toga skotmörk fyrir flotaæfingu þegar freigátan Jamaran skaut að skotmarkinu með fyrrgreindum af- leiðingum. Þeir fimmtán sem særð- ust voru fluttir á sjúkrahús í landi og voru tveir þeirra í gjörgæslu í gær. Atvikið varð rétt hjá Hormuz- sundi, sem liggur að Persaflóa, en nokkur spenna hefur ríkt þar undanfarna mánuði vegna deilna Bandaríkjamanna og Írana um kjarnorkuáætlun Írans. Heimilaði Donald Trump Bandaríkjaforseti bandarískum herskipum 15. apríl sl. að skjóta niður alla íranska hrað- báta sem reyndu að trufla störf þeirra við Persaflóa. 19 látnir eftir slysa- skot á flotaæfingu ÍRAN Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Frakkland og Spánn voru á meðal þeirra Evrópuríkja sem hófu í gær að létta á sóttvarnaraðgerðum sínum vegna kórónuveirufaraldursins, á sama tíma og varað var við því að ný tilfelli væru að skjóta upp kollinum í Wuhan-borg og í Suður-Kóreu. Rúmlega 4,1 milljón manns hefur nú smitast af kórónuveirunni og meira en 282.000 manns hafa dáið af völdum hennar. Þar af hafa um 156.000 manns dáið í ríkjum Evrópu, en stjórnvöld þar eru í flestum til- fellum vongóð um að það versta sé afstaðið, að minnsta kosti í bili. Í Frakklandi var tilkynnt um 70 dauðsföll af völdum veirunnar á sunnudaginn, sem er hið minnsta þar í landi frá því í byrjun apríl. Bak- slag kom hins vegar í gær þegar til- kynnt var um 263 dauðsföll á undan- gengnum sólarhring, en Frakkar fengu í gær í fyrsta sinn í nærri átta vikur að fara út úr húsi án þess að hafa fyllt út sérstakt leyfisbréf þar sem tilgangi ferðarinnar var lýst í þaula. Á Spáni voru færri en 200 dauðs- föll skráð um helgina, og fengu lítil veitingahús og kaffihús að opna dyr sínar á ný eftir um tveggja mánaða útgöngubann, sem þótti eitt hið strangasta í allri Evrópu, en það er enn í gildi í sumum af helstu þétt- býliskjörnum Spánar, eins og höfuð- borginni Madríd og Barcelona. Þá tilkynntu stjórnvöld á Ítalíu að nú væru færri en þúsund manns á gjörgæslu í landinu í fyrsta sinn frá því að útgöngubann var sett á um miðjan mars. Sex tilfelli í Wuhan-borg Grannt hefur verið fylgst með ástandinu í Kína, þar sem faraldur- inn átti upptök sín, en stjórnvöld þar hafa hægt og bítandi verið að létta á aðgerðum sínum vegna veirunnar. Til dæmis fékk Disneyland í Sjanghæ að taka á móti gestum á ný í gær eftir þriggja mánaða lokun. Engu að síður hafa þau tíðindi valdið áhyggjum að eitt tilfelli greindist í Wuhan-borg á sunnudag- inn, og fimm til viðbótar í gær. Voru öll tilfellin tengd sama íbúðarhús- næðinu, en þetta eru fyrstu skráðu tilfellin í borginni í um mánuð. Þá fyrirskipuðu stjórnvöld í Suð- ur-Kóreu að loka skyldi skemmti- stöðum og öldurhúsum eftir að minnsta kosti 86 ný tilfelli komu upp í höfuðborginni Seúl, sem öll voru rakin til skemmtanalífs borgarinnar. Hófu sóttvarnaryfirvöld mikla rakningarvinnu vegna tilfellanna, en eitt af því sem hamlaði vinnu þeirra var að sum tilfellanna komu upp á skemmtistöðum hinsegin fólks, og var óttast að fordómar gagnvart samkynhneigð gætu aftrað fólki frá því að taka próf fyrir veirunni. Hvatti Chung Sye-kyun, forsætis- ráðherra Suður-Kóreu, fólk til þess að leita sér aðstoðar ef það fyndi fyr- ir einkennum. Hópsmitið varð til þess að suðurkóresk stjórnvöld frestuðu því að opna grunnskóla í landinu á ný. Óttast aðra bylgju í Asíu  Evrópuríki draga úr aðgerðum sínum á sama tíma og tilfellum fjölgar á ný í Kína og Suður-Kóreu  Skemmtistöðum lokað vegna nýs hópsmits í Seúl Messa Spænski presturinn Antonio Gomez gefur söfnuði sínum oblátur og heilagt vín við messu, en sjálfur var Gomez með andlitsgrímu og -skjöld. AFP París Þessi grímuklædda kona fékk sér göngutúr í gær við Eiffel-turninn í París, en Frakkar fengu í gær að fara út án sérstaks leyfis í fyrsta sinn í 55 daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.