Morgunblaðið - 12.05.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020 Ten Points 24.990 kr. Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Kvenfélagskonur úr Garðabæ komu færandi hendi í slökkvistöðina á Tunguhálsi á dögunum og færðu þar Brunavarðafélagi Reykjavíkur gjafabréf að andvirði 200 þúsund króna. Vildu þær þannig sýna slökkviliðs- og sjúkraflutninga- mönnum þakklæti fyrir þeirra erfiðu störf á tímum veirufaraldursins. Það var Sigurbjörg Helena Jónas- dóttir, formaður Kvenfélag Garða- bæjar, sem afhenti Ara Haukssyni, formanni Brunavarnafélagsins, gjafabréfið góða. Viðstaddir afhend- inguna voru fulltrúar kvenfélagsins og nokkrir slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn. Að sjálfsögðu var gætt að fjarlægð á milli fólks og þau Helena og Ari settu á svið handa- band. Kvenfélagskonur úr Garða- bæ komu færandi hendi Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stefnt er að því að kosning utan kjörfundar vegna forsetakosning- anna 27. júní nk. geti hafist 23. maí. Er þessi ákvörðun tekin í samræmi við ráðleggingar almannavarna- deildar ríkislögreglustjóra. Enn er óvíst hvort forsetakosningarnar fara fram því ef Guðni Th. Jóhannesson verður einn í framboði telst hann sjálfkjörinn. Frestur til að tilkynna framboð er til 20. maí nk. Dómsmálaráðuneytið fer með um- sjón löggjafar og framkvæmd al- mannakosninga á Íslandi, þar með talið forsetakosninga. Framkvæmd kosningar utan kjörfundar, ef til kemur, mun fara fram með hefð- bundnum hætti á Íslandi. Fram- kvæmdin verður snúnari meðal Ís- lendinga erlendis vegna COVID-19-faraldursins en í mörg- um löndum er enn í gildi útgöngu- bann og kann svo að verða lengi enn. „Fyrirkomulag utankjörfundar- atkvæðagreiðslu er bundið í lög og ekki hafa verið lagðar til breytingar sem heimila frávik frá hinni al- mennu aðferð við utankjörfundar- atkvæðagreiðsluna varðandi mögu- legar kosningar í vor,“ segir Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi dóms- málaráðuneytisins. Staða milli einstakra landa sé mjög misjöfn og rétt að vekja at- hygli á að þar sem hörðustu reglum hefur verið beitt sé ekki ólíklegt að á næstu vikum verði takmarkanir rýmkaðar. „Eins og margoft hefur komið fram er núverandi ástand án for- dæma og ólíklegt að hægt verði að bregðast við öllum mögulegum vandamálum sem upp kunna að koma. Það er ekki nýtt, því jafnvel þegar allt er eðlilegt getur ein- stökum kjósendum reynst erfitt að nýta kosningarétt sinn erlendis, m.a. þar sem um langan veg þarf að fara á kjörstað,“ segir Hafliði. Erlendis fer atkvæðagreiðsla ut- an kjörfundar fram í skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendiræðisskrif- stofu eða í skrifstofu kjörræðis- manns samkvæmt nánari ákvörðun hlutaðeigandi ráðuneytis. Sama ráðuneyti getur og ákveðið að at- kvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis. Kjósandi er greiðir atkvæði utan kjörfundar ritar (eða stimplar) á kjörseðilinn fullt nafn þess fram- bjóðanda er hann vill kjósa af þeim, sem í kjöri eru. Kosning utan kjörfundar flókin erlendis  Kosningin hefst að óbreyttu 23. maí  Útgöngubann er í mörgum löndum Morgunblaðið/Eggert Kosning Talsverð óvissa ríkir um það hvort hægt verði að kjósa. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta hefur gengið alveg fáránlega vel og í raun vonum framar,“ segir Þórarinn Ævarsson, eigandi pítsu- staðarins Spaðans. Staðurinn var opnaður síðasta föstudag, en að sögn Þórarins hefur stöðugur straumur gesta verið allt frá þeim tíma. Hleyp- ur salan síðustu daga á þúsundum pítsa, sem er talsvert umfram það sem Þórarinn hafði ráðgert. „Það er búið að vera virkilega gott að gera hjá okkur. Straumurinn er stöðugur og ég er mjög ánægður með hvernig til hefur tekist til að byrja með,“ segir Þórarinn, sem lengi var kenndur við Ikea og bætir við að hann ætli sér að breyta markaðnum hér á landi. Engin pítsa á matseðl- inum kostar meira en 2.500 krónur og skiptir þar engu þótt þær séu drekkhlaðnar áleggi og umtalsvert stærri en á öðrum sambærilegum stöðum. „Þetta er góð vara sem boðin er á verði sem fólk hefur ekki séð áður. Við viljum bjóða upp á gæðavöru sem umfram allt er á hagstæðum kjörum,“ segir Þórarinn. Gott aðgengi skiptir máli Staðurinn er á Dalvegi í Kópavogi og segist Þórarinn afar ánægður með að hafa byrjað þar. Aðspurður segist hann þó ekki útiloka að fjölga stöð- um, en þar komi nokkrar staðsetn- ingar til greina. „Það er gríðarlega gott aðgengi hérna á Dalveginum og ég er mjög sáttur við þá staðsetn- ingu. Nú er maður síðan farinn að líta í kringum sig og það eru tvær til þrjár staðsetningar sem koma til greina,“ segir Þórarinn, sem kveðst horfa einna helst til Garðabæjar og Reykjavíkur. Spurður hvort gera megi ráð fyrir að staðurinn verði opnaður í mið- bænum á næstunni kveður Þórarinn nei við. Hann muni jafnframt reyna að forðast miðbæ Reykjavíkur til að byrja með. Ekki sé þó hægt að úti- loka til lengri tíma að Spaðinn verði opnaður í miðbænum. Vakið hefur athygli að ekki er hægt að panta pítsu á staðnum með hefðbundnum hætti. Þess í stað fara allar pantanir fram í gegnum netið, snjallforrit eða á sjálfsafgreiðslu- stöðvum. Með þessu tekst Þórarni að skera niður kostnað og bjóða við- skiptavinum hagstæðari kjör. „Svona tekst okkur að lækka kostnað. Hjá fyrirtækinu eru þó nú þegar 20 starfsmenn en við getum gert ráð fyrir að þetta verði 30-40 manna fyrirtæki,“ segir Þórarinn, sem fram- leiðir hráefnið sjálfur. „Við erum með okkar eigin framleiðsludeild. Ég framleiði allt sjálfur,“ segir Þórarinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eigandinn Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans, segir móttökur fólks við opnun staðarins hafa verið frábærar. Spaðinn kemur inn á markaðinn af krafti  Skoðar opnun fleiri staða  Móttökurnar vonum framar Spaðinn » Hleypur salan fyrstu dagana á þúsundum pítsa og hafa móttökurnar verið vonum framar að sögn Þórarins. » Í stað þess að notast við hefðbundnar afgreiðsluaðferð- ir getur fólk pantað mat í gegnum netið, í snjallforriti eða á sjálfsafgreiðslukössum. Fimm umsóknir bárust um laust embætti landsréttardómara, en um- sóknarfrestur rann út 4. maí sl. Meðal umsækjenda eru tveir dóm- arar við Landsrétt. Umsækjendur um embættið eru: Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Helgi Sigurðsson héraðsdómari, Ragnheiður Braga- dóttir, dómari við Landsrétt, og Ragnheiður Snorradóttir héraðs- dómari. Skipað verður í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum, að því er fram kemur á heimasíðu dómsmálaráðu- neytisins. Umrætt embætti losnaði þegar Ásmundur Helgason var skipaður að nýju dómari við Landsrétt, en hann hafði upphaflega hlotið skip- un í annað embætti við réttinn við fyrstu skipun í hann árið 2017. sisi@mbl.is Tveir landsréttardómarar eru meðal um- sækjenda um embætti landsréttardómara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.