Morgunblaðið - 12.05.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Landfestar varðskipsins Óðins voru leystar í gær og eftir aðstoð frá dráttarbátnum Haka út úr höfninni var Óðni siglt fyrir eigin vélarafli um Sundin. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvina- samtaka Óðins, segir að siglingin hafi í raun gengið ótrúlega vel og vélarnar staðið sig í hvívetna. „Þetta var bráðskemmtilegt og ekki laust við að hugurinn hvarfl- aði meira en hálfa öld til baka þeg- ar ég var á Óðni í 158 daga,“ segir Guðmundur. Vart varð lítils háttar olíuleka í upphafi siglingar en því var snarlega kippt í lag, að sögn Guðmundar, og engin olía fór í sjóinn. Skipið kom nýtt til landsins fyrir 60 árum og tók þátt í þremur þorskastríðum. Óðinn lenti tíu sinnum í árekstrum við breskar freigátur, dráttarbáta og togara og klippti aftan úr 30 erlendum tog- urum, en reyndist einnig sérstak- lega vel sem björgunarskip. Einn stærsti safngripurinn Skipherra í siglingunni var Páll Geirdal, en auk áhafnar var stjórn Hollvinasamtakanna um borð. Meðal gesta voru Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Gísli Gíslason hafnarstjóri og Guð- brandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns. Fyrirhuguð er sigling með hollvini Óðins og fleiri á næstunni, en takmarka þurfti fjöldann í siglingunni í gær vegna ráðstafana vegna kórónuveikinnar. Óðinn var í notkun fram til ársins 2006 og afhenti ríkisstjórnin hollvinasamtökum Óðins skipið ár- ið 2008. Frá þeim tíma hefur skipið legið við Grandagarð og verið hluti af sýningu Sjóminjasafnsins, sem varðveitir skipið og sér um rekstur þess. Hollvinirnir sjá hins vegar um ýmislegt viðhald. Óhætt er að segja að Óðinn sé einn stærsti safngripur sem finnst á landinu. Vélstjórar á eftirlaunum Fyrir fjórum árum byrjuðu tveir vélstjórar að huga að vélunum í Óðni og smátt og smátt fjölgaði í hópnum. Undanfarið hafa átta vél- stjórar, flestir á eftirlaunum, unnið í sjálfboðavinnu alla mánudaga í vélarrúmi skipsins. Í vetur kom fram í samtali við Guðmund Hall- varðsson að skipið væri í ótrúlega góðu standi miðað við aldur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Óðinn Varðskipið siglir út um hafnarkjaftinn eftir að hafa legið bundinn við bryggju við Grandagarð frá árinu 2006 þar sem það er hluti af sýningu Sjóminjasafnsins. Safngripurinn sigldi um Sundin  Sextíu ár frá því að varðskipið Óðinn kom fyrst til landsins  Tók þátt í þremur þorskastríðum Í vélarrúminu Ingólfur Kristmundsson stóð vaktina og fylgdist með að allt gengi eftir áætlun. Hann þekkir vel til eftir að hafa verið vélstjóri á Óðni, fyrst 1973, og er meðal þeirra sem hafa sýslað við vélarnar síðustu ár. Sex fyrirtæki hafa tilkynnt að þau ætli sér að hætta að nýta hlutabóta- leið stjórnvalda og/eða endur- greiða þá fjármuni sem fyrirtækin höfðu fengið út úr leiðinni. Ekkert fyrirtækjanna er í rekstrarvanda, en markmið hluta- bótaleiðarinnar er að ríkið aðstoði fyrirtæki í rekstrarvanda með því að greiða allt að 75% launa starfs- fólks. Þannig setti fyrirtækið Origo 50 starfsmenn á hlutabætur sama dag og það tilkynnti 425 milljóna króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi. Ákvörðun um að setja starfsfólkið á bætur var í gær dregin til baka. Esja Gæðafæði ehf. ákvað í gær að endurgreiða 17 milljóna króna stuðning sem Vinnumálastofnun hafði veitt fyrirtækinu vegna hluta- bóta. Brim ætlar einnig að endur- greiða þær hlutabætur sem félagið nýtti sér, sem og Skeljungur og Hagar. Festi hefur hætt að nýta sér hlutabótaleiðina. Stöndug fyrirtæki endurgreiða hlutabætur Morgunblaðið/Eggert Bætur Vinnumálastofnun hefur staðið í ströngu við að greiða út hlutabætur. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir Engin ný smit kórónuveiru voru til- kynnt í gær, fjórða daginn í röð. Er þetta í fyrsta sinn síðan faraldurinn gerði vart við sig hérlendis að engin smit greinast samfleytt í svo langan tíma. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir hefur talsverðar áhyggjur af því að hópsýkingar geti komið upp við opnun skemmtistaða, eins og gerst hefur í Suður-Kóreu og Þýska- landi, og segir að eitt af því sem verið sé að skoða hérlendis sé hvort bíða eigi með að opna skemmtistaði. Í viðtali sem birtist á mbl.is um helgina gagnrýndi kráareigandi það að staðir þyrftu að vera með veit- ingaleyfi til þess að hafa opið til klukkan ellefu að kvöldi til. Þannig safnaðist fjöldi fólks saman á veit- ingastöðum í stað þess að fólk gæti bæði sest niður og fengið sér í glas á krám og veitingastöðum og þannig dreifst betur og haldið sig í öruggri fjarlægð frá öðrum gestum. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að ekki þyrfti mikið ímyndunarafl til að sjá að þar sem fólk hrúgaðist saman og passaði sig ekki væru kjöraðstæður fyrir veiruna. Aðgerðum aflétt á Vestfjörðum Hertum aðgerðum var aflétt á Vestfjörðum í gær og miðast sam- komubann þar nú við 50 manns eins og annars staðar. „Nú erum við ekkert sérstök,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heil- brigðisstofnunar Vestfjarða. Staðan á stofnuninni er „ljómandi fín“ að sögn Gylfa og hann nýbúinn að fara í klippingu. Hópsýking kom upp á norðan- verðum Vestfjörðum og á öllum Vestfjörðum smituðust alls 97 manns af kórónuveirunni, en nú eru einungis fimm með virkt smit. Veiran ekki horfin Þrátt fyrir að faraldurinn sé greinilega á niðurleið sagði Þórólfur á fundinum í gær að veiran væri ekki horfin. „Eins og staðan er núna eru fá samfélagsleg smit í gangi en við get- um líka sagt að veiran er ekki farin úr samfélaginu. Hún er einhvers staðar.“ Næstu skref í tilslökunum á sótt- varnaaðgerðum verða 25. maí og sagði Þórólfur að staðan væri óbreytt hvað varðar að hægt verði að aflétta takmörkunum hraðar ef vel gengur að hemja faraldurinn. Í gær sendi Þórólfur heilbrigðis- ráðherra tillögur um ferðatakmark- anir sem taka gildi eftir 15. maí. Þórólfur býst við að þriggja vikna millibili verði haldið milli afléttinga samkomutakmarkana og því megi búast við þar næstu afléttingu 15. júní. „Við getum tekið nokkuð stór skref í hvert skipti en við þurfum líka að vera undir það búin að geta séð nokkurs konar bakslag.“ Engin ný smit tilkynnt fjórða daginn í röð  Hefur áhyggjur af hópsýkingum við opnun skemmtistaða Ljósmynd/Lögreglan Fundur Víðir Reynisson, Þórólfur og Óskar Reykdalsson héldu fund í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.