Morgunblaðið - 15.05.2020, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020
✝ Ástrún Sig-urbjörnsdóttir
fæddist 24. mars
1970 í Keflavík.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 20.
apríl 2020.
Foreldrar henn-
ar eru Sigurbjörn
Björnsson, f. 15.6.
1945 og Þóra Þór-
hallsdóttir, f. 5.9.
1949.
Systkini Ástrúnar eru Sig-
urjóna Sigurbjörnsdóttir, f. 4.8.
1966, eiginmaður hennar er
Kristinn Karl Ólafs, f. 25.4.
1962, Björn Sigurbjörnsson, f.
7.9. 1976 og Þorgerður Sig-
urbjörnsdóttir, f. 18.8. 1982,
maki hennar er Valgeir Magn-
ússon, f. 21.3. 1984.
Sambýlismaður Ástrúnar er
Bjarni Ragnarsson, f. 19.9.
1980. Foreldrar Bjarna: Ragn-
ar Örn Pétursson, f. 8.5. 1954,
d. 29.4. 2016 og Sigríður Sig-
urðardóttir, f. 16.8. 1953. Börn
Ástrúnar eru Arnar Már Kjart-
ansson, f. 3.2. 1991, sambýlis-
kona Erika Dorielle Sigurð-
um. Hún lauk grunnskólaprófi
frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur
árið 1986. Hún vann í Hrað-
frystihúsi Keflavíkur um leið
og hún hafði aldur til, fyrst
sem sumarstarfsmaður en síðar
í fullu starfi allt til ársins 1989
er hún hóf störf hjá föður sín-
um sem hlaðmaður og launa-
fulltrúi hjá Flugafgreiðslunni
ehf. á Keflavíkurflugvelli og
síðar hjá Icelandair (IGS) árið
1996. Ástrún var lengi vel eini
kvenmaðurinn sem starfaði í
hlaðdeildinni og var enginn eft-
irbátur annarra starfsmanna.
Hún starfaði síðar í Load Cont-
rol IGS en endaði starfsferilinn
sinn sem flokkstjóri í hlaðdeild
hjá IGS. Það átti betur við
hana að vinna úti með strákun-
um. Hún kynntist Bjarna þegar
hún vann hjá IGS og hófu þau
að búa saman árið 2010. Hún
hlúði að börnum Bjarna sem
þau væru sín eigin.
Útför Ástrúnar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 15. maí
2020, klukkan 13 að viðstödd-
um nánustu ættingjum og vin-
um. Athöfninni verður streymt
á facebooksíðu Bjarna Ragn-
arssonar og verður opin öllum
á þeim tíma sem útförin fer
fram. Slóð á streymið: https://
www.facebook.com/bjarnir1.
Stytt slóð: https://n9.cl/r2ka.
Slóðina má nálgast á
www.mbl.is/andlat.
ardóttir, f. 17.9.
1995 og Elvar Þór
Magnússon, f. 18.9.
1996. Börn Bjarna
eru Stefán Ari
Bjarnason, f. 12.6.
2000, Adam Freyr
Bjarnason, f. 22.5.
2001 og Birgitta
Sól Bjarnadóttir, f.
8.2. 2005. Systkini
Bjarna eru Guðrún
Björg, f. 15.8.
1974, eiginmaður hennar er
Elvar Sigurðsson, f. 14.12.
1972. Ragnar Már Ragnarsson,
f. 30.12. 1976, eiginkona hans
er Sigrún Helga Björgvins-
dóttir, f. 11.10. 1984. Laufey, f.
19.9. 1980, maki hennar er
Guðjón S. Ingvason, f. 5.2.
1971.
Ástrún ólst upp í Grænás í
Njarðvík en flutti á Háaleitið í
Keflavík haustið 1979. Ástrún
varmjög ung farin að passa
börn og vinna, fyrst við að
hjálpa til við heimilisstörf og
að líta eftir yngri systkinum
sínum ásamt börnum Sigurjónu
en jafnframt að aðstoða for-
eldra sína við að skera af net-
Elsku ástin mín.
Mikið er erfitt að setjast nið-
ur og skrifa til þín þessi orð. Að
hugsa til þess að þú sért farin
er of erfitt. Ég man svo vel þeg-
ar við hittumst fyrst í vinnunni
okkar hjá Icelandair … það var
auðvelt að taka eftir þér, þú
varst svo áberandi glöð og bros-
mild og hörkudugleg … gafst
okkur strákunum í hlaðdeildinni
ekkert eftir.
Við urðum fljótt góðir vinir.
Svo þróaðist það þannig með
árunum sem liðu að við urðum
ástfangin og fyrir það er ég
endalaust þakklátur því við átt-
um saman svo yndislega tíma.
Öll ferðalögin, bæði hér
heima og utanlands sem við fór-
um í saman, svo margar fallegar
minningar sem ég mun alltaf
geyma í hjartanu mínu.
Ég get aldrei þakkað þér
nógu mikið fyrir alla ástina og
umhyggjuna sem þú gafst mér
og börnunum mínum, ástin mín.
Þú varst alltaf svo jákvæð,
lífsglöð, ævintýragjörn, sjálf-
stæð og svo hlý og góð við alla.
Ég hef aldrei kynnst jafn
sterkri manneskju og þér, það
sem þú barðist í gegnum þín
veikindi var engu líkt, þú gerðir
það svo hetjulega, ástin mín.
Ég vildi óska að okkar tími
saman hefði verið lengri, en ég
verð ævinlega þakklátur fyrir
þann tíma sem við áttum saman.
Ég mun alltaf sakna þín,
elska þig og þú munt alltaf eiga
stað í hjarta mínu.
Hvíldu í friði, ástin mín eina.
Bjarni Ragnarsson.
Þú sýndir mér hvað ást er.
Hvernig ég gat verið ég sjálfur.
Þú ert mín sterkasta kvenfyr-
irmynd og sýndir fordæmi um
hvernig annast skal fólkið sem
maður elskar innilega. Þú
kenndir mér að aldrei skal gef-
ast upp á sjálfum sér og ástinni
sem því fylgir þrátt fyrir erf-
iðleika. Þú sýndir mér að kona
eins og þú er með ofurkrafta.
Hvernig ljúf sál ætlast til þess
að blómstra í lífinu sama hversu
erfitt það gat orðið.
Stóðst við bakið á okkur
bræðrum eins og klettur síðan
ég man eftir mér. Fyrir þig,
móðir, myndi ég gera allt því þú
átt það að eilífu inni. Svo ein-
læg, brosmild, gullfalleg og
barngóð. Bráðskýr og greind er
ein af ástæðum þess að ég ber
endalausa virðingu fyrir þér og
hvað þú stóðst fyrir í gegnum
tíðina. Yndisleg vinkona mín, þú
ert mér allt – lífið mitt er þér að
þakka. Þú átt alltaf stað í hjarta
mínu. Eins og sólin lýsir þú upp
allt í kringum þig – fyrir það
skulda ég þér allt. Sakna þín,
ljósið mitt. Elska þig, mamma.
Elvar Þór.
Elsku ástkæra móðir mín, ég
kveð þig með mikla sorg í
hjarta, þú sem varst svo góð við
allt og alla og tókst öllum opn-
um örmum, varst elskuð af öll-
um sem þú komst nálægt og það
var ljós í kringum þig hvert sem
þú fórst, þú áttir það svo ekki
skilið að þurfa að berjast í allan
þennan tíma við þennan sjúk-
dóm en svona getur lífið verið
skrítið, það er svo ósanngjarnt
að gott fólk sé tekið af okkur
svona snemma. En núna hefur
þú fengið hvíldina sem þú átt
skilið eftir alla þessa baráttu, þú
ert ekkert annað en hetja alveg
í gegn, þú sýndir aldrei á þér að
það væri eitthvað að angra þig
og barst þig alltaf svo vel og
lést þennan sjúkdóm ekki
stoppa þig í einu eða neinu.
Hvíldu í friði, elsku mamma
mín, ég mun heiðra minningu
þína við barnið mitt þegar það
fæðist. Þú varst einstök, ég
elska þig og mun alltaf gera.
Þinn sonur,
Arnar Már.
Í dag fer fram útför elsku-
legrar dóttur okkar Ástrúnar
Sigurbjörnsdóttur. Það eru
þungbær skref að bera dóttur
sína til grafar. Ástrún hafði bar-
ist við erfiðan sjúkdóm í um sex
ár, og í raun unnið margar orr-
ustur, en að lokum tapaði hún
stríðinu. Ástrún kvartaði aldrei
og það var ekki hægt að sjá á
henni að hún væri veik, fyrr en
síðasta mánuðinn.
Ástrún var elskuð af öllum
sem þekktu hana, andlit hennar
geislaði alla tíð. Elsku Ástrún
okkar, við eigum eftir að sakna
þín mikið, en við eigum eftir
dásamlegar minningar, svo ekki
sé talað um drengina þína tvo,
þá Arnar og Elvar, svo og
ömmubarnið sem mun líta dags-
ins ljós innan tíðar. Við trúum
því að nú sé Ástrún komin í
rósagarðinn og líti þaðan til með
okkur.
Elsku Bjarni, Arnar, Elvar
og Erika, þið eigið alla okkar
samúð.
Pabbi og mamma.
Elsku Ástrún, stóra systir
mín, er látin eftir hetjulega bar-
áttu við krabbamein. Hún sýndi
ótrúlegan styrk og æðruleysi í
þessu verkefni sem henni var
falið, alltaf svo jákvæð, brosmild
og dugleg. Aldrei kom til greina
hjá henni að gefast upp eða
dvelja í sjálfsvorkunn. Í dag er
komið að sárri kveðjustund.
Ástrún var mér alltaf góð
þegar ég var barn, hún hafði
mikla þolinmæði fyrir mér því
ég átti það til að skipta mér af
öllu hjá henni ef ég hafði tæki-
færi til, einnig leyfði hún mér
stundum að vera með henni
þegar hún var að hitta vini,
kannski þurfti hún bara að
passa mig og neyddist til að
hafa mig með en mín minning er
að ég var alltaf velkomin með
henni og fann aldrei fyrir að
hún nennti mér ekki. Það eru 12
ár á milli okkar og man ég tak-
markað eftir því þegar hún bjó
heima á Háaleitinu nema þegar
hún flutti aftur heim í smástund
eftir að hún eignaðist Arnar Má
sinn. Alltaf leyfði hún mér að
vera hjá sér að dúllast í litla
frænda mínum og skipta mér af
hlutunum.
Í seinni tíð urðum við nánar
vinkonur og gerðum margt sam-
an, bara við tvær og svo með
fjölskyldum okkar. Mér er
minnisstætt þegar við fórum
saman á ættarmótið á Súðavík
2003, við áttum flug klukkan 18
en þegar við komum til Reykja-
víkur var vélin full, við sátum á
flugvellinum í hálftíma með
krakkana okkar að ákveða hvort
við ættum að reyna daginn eftir
að komast með eða bara sleppa
þessu, en það var ekki í boði hjá
Ástrúnu. Hún sagði við mig:
„Þorgerður, við keyrum þetta
bara, það er ekkert mál, þetta
eru svona 6 klukkutímar.“ Það
fór pínu hrollur um mig að fara
að sitja í bíl með þreytta krakka
svona lengi en eins og alltaf þá
gerði hún þetta að skemmtilegri
ferð, tónlistin í botn og sungum
með. Það var allt svo lítið mál
hjá henni. Við fórum margar
ferðir erlendis og héldum nokk-
ur jól og áramót saman. Mikið
er ég þakklát fyrir þessar dýr-
mætu minningar sem ég mun
alltaf geta yljað mér við.
Þinn tími er kominn, elsku
systir mín, það er svo sárt að
þurfa að kveðja þig og sökn-
uðurinn er mikill, ljósið í myrkr-
inu eru strákarnir þínir, Arnar
og Elvar, og ömmubarnið sem
von er á. Ég trúi því að þér líði
betur á nýjum stað og fylgist
með okkur í fjarlægð.
Elsku Bjarni og börn, Arnar
Már, Erika, Elvar Þór, mamma,
pabbi og aðrir ástvinir, megi
minningin um elsku Ástrúnu
vera ljós sem lifir í hjörtum
okkar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Ég elska þig út í eitt, elsku
hjartað mitt.
Þín systir,
Þorgerður.
Elsku frænka, elsku hjarta,
fallegust í gegn.
Fyrsti kaffibollinn bragðast
klárlega ekki eins án þín, en
þeir hafa verið ófáir í gegnum
árin. Morgunspjallið var alltaf
best þó ég þyrfti að bíða aðeins
þar sem þú svafst stundum
lengur en ég. Minningabankinn
okkar var hálffullur þar sem við
höfum verið duglegar að fylla á
hann, en við áttum samt svo
mikið eftir.
Ferðirnar erlendis að elta
smá sól og kannski fá sér eins
og einn öllara. Ekki þurfti mikið
að plana það hjá okkur heldur
stukkum við bara af stað með
bros á vör og sól í hjarta.
Fyrsta ferðin okkar kemur upp
í hugann þar sem ég var nú ekki
á leiðinni neitt þegar þú kíktir í
heimsókn. Áður en kvöldið var
liðið var búið að kaupa miða og
ekki nema 4 tímar í brottför.
Lífið er núna sagðir þú alltaf og
er það svo rétt, mín kæra.
Seturnar á pallinum með
stelpunum, sama hvaða tíma
dags því alltaf var það okkar
tími. Minningarnar eru svo
margar og munum við hafa þær
í hjörtum okkar um ókomna tíð,
því þú munt alltaf vera með
okkur.
Strákarnir þínir, elsku
frænka. Það var sama hvað
spjallað var um, alltaf barst tal-
ið að strákunum. Missir þeirra
er svo mikill og munum við gera
okkar besta til að halda utan um
þá.
Elsku Bjarni, Arnar Már,
Elvar Þór, Sigurbjörn, Þóra,
systkini, Melkorka, vinir og fjöl-
skyldumeðlimir. Sporin verða
þung en minningin þín lifir í
hjörtum okkar allra.
Hvíldu í friði, elsku vinkona,
og við sjáumst seinna.
Ég elska þig.
Sigurbjörg Sigurðardóttir.
Elsku fallegi engill, þín verð-
ur sárt saknað og minning þín
mun alltaf eiga stað í hjarta
mínu. Þú ert fyrirmynd mín því
þú gafst aldrei upp sama hversu
sársaukafull og erfið þessi veiki
var. Á mínum erfiðu dögum
mun ég hugsa til þín og reyna
að finna það jákvæða í öllu, al-
veg eins og þú gerðir öll þín erf-
iðu ár. Ég mun aldrei gleyma
þínu gullfallega brosi og
skemmtilega og fyndna per-
sónuleika. Einnig er ég svo
þakklát fyrir sumarbústaðaferð-
irnar og útilegurnar sem við
fjölskyldan fórum í saman og
svo auðvitað stendur upp úr
Flórídaferðin sem var yndisleg.
Elsku Ástrún mín, hvíldu í friði,
elsku engill, þú átt það inni eftir
þessa erfiðu baráttu. Sjáumst
síðar þegar minn tími hér er bú-
inn, elska þig, elsku fallega Ást-
rún mín.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Þín frænka,
Laufey Lind.
Elsku Ástrún, þegar ég kem
inn í fjölskylduna fyrir um 16
árum sá ég strax hverskyns
demantur þú varst. Alltaf þegar
maður hitti þig tókstu á móti
mér með opinn faðminn og þitt
einstaka bros, alltaf tilbúin að
hjálpa mér og systur þinni alveg
sama hvað það var. Ég er óend-
anlega þakklátur fyrir allar
samverustundirnar okkar og
ekki síst allar utanlandsferðirn-
ar okkar saman, Glasgow verður
ekki eins án þín. Þá er Tenerife-
ferðin sem við fórum í saman
ég, Þorgerður, þú og Bjarni
mjög minnisstæð, gleymi seint
hlátrinum þegar ég og Bjarni
mættum á rafskutlunum og tók-
um ykkur systur á rúntinn um
strendur Tenerife, frábær
stund! Takk fyrir allt, elsku Ást-
rún.
Hetja varst til hinstu stundar
heilbrigð lundin aldrei brást.
Vinamörg því við þig funda
vildu allir, glöggt það sást.
Minningarnar margar, góðar
mikils nutum, bjarminn skín.
Bænir okkar heitar hljóðar
með hjartans þökk við minnumst þín.
(María Helgadóttir.)
Þinn mágur,
Valgeir.
Ég kynntist Ástrúnu fyrir 19
árum þegar við sátum námskeið
í hleðslueftirliti (load control)
hjá Icelandair vorið 2001, þá
báðar búnar að vinna í öðrum
deildum innan félagsins, ég í
farþegaafgreiðslu og hún í hlað-
deild. Ég fann strax að hún var
einstök, enda glæsileg og hafði
mikla útgeislun. Nærvera henn-
ar og viðmót gagnvart öðrum
var alveg einstakt. Það var al-
veg sama hver átti í hlut, hún
lét öllum líða vel. Það var ein-
mitt þetta sem laðaði alla að
henni, hún var alltaf hress og
það var alltaf gaman að vera í
kringum hana.
Ég var svo heppin að koma
inn í hennar vinkonuhóp, sem
var alveg einstakur, þó svo að
ég væri nokkru eldri, en við átt-
um eftir að bralla margt saman
og það voru þessar gæðastundir
okkar sem voru alltaf svo ljúfar.
En lífið getur líka verið erfitt og
vil ég trúa því að við höfum
hjálpað hvor annarri í gegnum
erfiðu tímana. Ástrún átti erfitt
með að tjá sig þegar kom að erf-
iðleikum, hún var nefnilega
þessi sterka og þrjóska persóna
sem lét ekkert buga sig og hélt
áfram með bros á vör, og þannig
var einmitt viðhorf hennar í
gegnum veikindin.
Hún talaði mikið um strákana
sína, Arnar og Elvar, og var
ótrúlega stolt af þeim, enda
mjög líkir móður sinni, með
þetta ljúfa og glaða viðmót, og
var eftirsjá hennar alla tíð hvað
hún hefði verið mikið frá þeim
vegna vinnu þegar þeir voru
yngri. En hún talaði einnig um
hvað hún var heppin þegar
Bjarni kom inn í líf hennar.
Bjarni var hennar stoð og stytta
í gegnum allt þeirra samband en
hún var líka alveg einstök stjúp-
manna barna hans.
Lífið er stundum óréttlátt og
núna kveð ég góða vinkonu. Við
Ástrún áttum svo mikið eftir að
gera; allar ferðirnar sem við
vorum búnar að tala um að fara
í saman með vinkonunum og
matarklúbbnum. Takk elsku
vinkona fyrir að hafa komið inn
í líf mitt, en minningin um þig
mun lifa áfram.
Elsku Bjarni, Arnar, Elvar,
Sigurbjörn og Þóra, systkini,
stjúpbörn og fjölskylda, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð og
megi guðsenglar styrkja ykkur
á þessum erfiða tíma.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Þín vinkona,
Sigrún Björgvinsdóttir
(Sissa).
Ástrún
Sigurbjörnsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Ástrúnu Sigurbjörns-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
SIGRÚN INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
sendiráðsritari,
lést föstudaginn 8 maí.
Kristján Þór Sigurðsson
Hallgrímur F. Hallgrímsson Maria Moth Hallgrímsson
Rós Kristjánsdóttir Þorsteinn B. Friðriksson
Kristján Máni Þorsteinsson
Elínborg Jónsdóttir
Ástkær systir okkar,
KARÓLÍNA SVEINSDÓTTIR,
Mørkhøjvej 77, Kaupmannahöfn,
lést 7. apríl.
Bálför hefur farið fram og ösku hennar
komið fyrir í Sundby-kirkjugarðinum,
Kaupmannahöfn.
Bjarni Gunnar Sveinsson
Snorri Sveinsson
Ásgeir Sveinsson