Morgunblaðið - 15.05.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.05.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020 60 ára Edda er Skaga- stelpa, fædd og uppal- in á Akranesi en býr í Kópavogi. Hún er heil- brigðisgagnafræðingur á Landspítalanum og hefur tekið ýmis nám- skeið sem tilheyra starfinu. Maki: Angantýr Valur Jónasson, f. 1955, bankamaður í Landsbankanum. Börn: Óttar, f. 1982, Ágúst, f. 15.5. 1985, Elín Edda, f. 1987, Ingunn Ýr, f. 1993, og Víkingur, f. 1997. Barnabörnin eru orðin níu. Foreldrar: Ársæll Jónsson, f. 1928, d. 1988, húsasmíðameistari, og Margrét Ágústsdóttir, f. 1928, d. 1994, matráður í Landsbankanum á Akranesi. Þau voru búsett þar. Edda Hafdís Ársælsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur haldið spennunni inni og verður að hleypa henni út með einhverjum hætti. Komdu eins fram við alla sem þú umgengst. 20. apríl - 20. maí  Naut Leggðu eyrað við hjálparbeiðnum annarra og leggðu þitt af mörkum sem þú framast getur. Þú færð þakkir frá fólki sem þú áttir síst von á. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það gengur ekki að skella skuld- inni á kerfið því þú ert einn af þegnunum. Sýndu þroska og leggðu þitt fram til að leysa málin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Forðastu þá sem eru stöðugt að etja mönnum saman til þess að skapa samkeppni. Börnin þín koma þér skemmti- leg á óvart og kvöldið verður skemmtilegt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hjartað slær hraðar þegar þú hugsar um hana/hann. Taktu næsta skref, ekki bíða eftir að þú rekist á viðkomandi. Hafðu samband. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú kemst þú ekki lengur hjá því að koma skikki á hlutina. Hlustaðu með lík- ama og sál, svo þú getir skilið og læknað gömul sár. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ekki pína sjálfa/n þig til þess að gera eitthvað sem þér hugnast ekki. Þér verður boðið starf sem þú hefur alltaf þráð. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum. Þú færð undarlega tilfinningu gagnvart manneskju sem þú kynnist. Vertu á varðbergi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér hættir til að vera með leik- araskap þegar persónuleg málefni þín ber á góma. Ekki missa móðinn þó útlitið sé svart, það birtir alltaf til aftur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ættir að nota daginn til að velta langtímamarkmiðum þínum fyrir þér. Fólk tekur eftir hversu opin og glöð per- sóna þú ert. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú skiptir öllu máli að bregðast rétt við aðstæðum. Vertu viðbúin/n því að þurfa að rjúka í verkefni sem kemur óvænt upp. Fólk kann að meta hreinskilni þína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Orð þín eru áhrifaríkari en þú gerir þér grein fyrir. Geymdu tossalistann undir koddanum. Ekki efast um hæfileika þína. sumur, þar sem ég var allt í senn; framkvæmdastjóri veiðihússins og leiðsögumaður.“ Arkitektúrinn Þegar Magnús kom heim frá fram- haldsnámi í Sviss fékk hann vinnu hjá Byggingarstofnun landbúnaðarins. Þar starfaði hann í tvö ár en árið 1980 þarf ekki að fjölyrða um með hvaða liði hann heldur í enska boltanum. Magn- ús var síðan eitt ár við vinnu í Düssel- dorf í Þýskalandi og svo eitt ár í ETH Zürich í Sviss veturinn 1977-1978. „Um það leyti sem arkitektanámið hófst fékk ég sumarvinnu hér á landi sem leiðsögumaður í laxveiði í Laxá í Leirársveit. Entist sú vinna alveg í tíu M agnús Hákon Ólafsson er fæddur 15. maí 1950 í Reykjavík. „Ég fæddist á Bar- ónsstígnum, í rúminu hjá ömmu, en var ekki orðinn sex mán- aða gamall þegar fjölskyldan flutti í nýtt hús á Laugateignum í Laugarnes- hverfinu og þar ólst ég upp.“ Að loknu námi í Laugarnesskóla fór Magnús í Gaggó Vest og síðan í Menntaskólann í Reykjavík. „Ég lék með Herranótt í leikritinu um Bubba kóng og sáldraði snjónum yfir Davíð Oddsson á sviðinu. Mér er líka minn- isstætt að hafa tekið þátt í framkvæmd á hinu fyrsta fiðluballi seinni tíma á Sal í MR og einnig, ásamt Pétri Maack, að setja upp fyrstu sjoppuna innan veggja MR. Þarna var framkvæmda- stjóragenið eitthvað farið að segja til sín. Við Pétur sáum um reksturinn á sjoppunni í tvo vetur, en hún nefndist Verslunarbústaðurinn Guðjón. Það var Þórarinn Eldjárn sem kom með þetta ágæta nafn á sjoppuna en Guðjóns- nafnið er tengt við Guðjón Samúles- son, arkitekt og húsameistara rík- isins.“ Magnús varð stúdent 1970 og á því 50 ára stúdentsafmæli. Á sínum yngri árum æfði Magnús glímu hjá Ungmennafélaginu Vík- verja. Komst hann í „landsliðið“ í glímu og fór m.a. í sýningarferð til Kanada árið 1967, þá 17 ára gamall. Á glímuárunum var Magnús einnig í Lúðrasveit verkalýðsins. „Ég spilaði m.a. við hliðina á Jóni Múla Árnasyni en Sigursveinn D. Kristinsson kenndi mér á trompet.“ Á menntaskólaárunum var Magnús á kvöldnámskeiðum í Myndlista- og handíðaskólanum hjá Þorsteini Gunn- arssyni arkitekt og fleirum. „Þar byrj- aði löngunin í að læra um form, rými og hreyfingu. Í sjötta bekk í mennta- skóla fórum við Gísli Kristinsson arki- tekt að læra finnsku og ætluðum að fara síðan til Finnlands.“ Síðan kom í ljós að Háskólinn í Helsinki myndi að- eins taka við öðrum hvort sem báðir myndu standast inntökupróf. Þá hætti Magnús við og fór að vinna hjá Gesti Ólafssyni arkitekt. Síðan tók við fimm ára háskólanám í Liverpool, Bítlaborg- inni. Þá átti samnefnt knattspyrnulið sín fyrstu gullaldarár og þess vegna var auglýst starf arkitekts á Verk- fræði- og teiknistofunni á Akranesi. Magnús sótti um og fékk starfið. Hann flutti því á Akranes og hefur búið þar síðan. „Ég þraukaði á teiknistofunni í nokkur ár en ákvað árið 1985 að stofna mína eigin stofu. Það gekk brösuglega fyrstu þrjú til fjögur árin en síðan fóru hjólin að snúast. Ég gat ráðið til mín starfsfólk eftir verkefnastöðu hverju sinni en að mestu leyti hefur rekstur arkitektastofunnar byggst á mér sjálf- um,“ en MarksSTOFA ehf. er nú 35 ára. Í kringum 1990 fóru stóru verkefnin að skila sér og frá þeim tíma hefur Magnús komið að hönnun fjölmargra bygginga víða um land. Samanlagt eru þetta um mörg þúsund fermetrar und- ir þaki en meðal mannvirkja má nefna Fjölbrautaskóla Vesturlands, grunn- og leikskóla á Akranesi, heilsugæslu- stöð á Akranesi, Jaðarsbakkalaug, nemendaíbúðir á Bifröst, hesthús og reiðskemmu á Hólum í Hjaltadal, skátaheimili í Reykjavík, Þjóðskjala- safnið við Laugaveg, veitumannvirki í Magnús H. Ólafsson arkitekt – 70 ára Ljósmynd/Carsten Kristinsson Matarveisla í London Magnús ásamt Sólveigu systur sinni og hennar fjölskyldu og enskri vinafjölskyldu árið 2008. Þúsundir fermetra undir þaki Oddfellowbræður Bragi Magnússon og Magnús H. Ólafsson. 50 ára Theodór er Skagamaður, fæddur og uppalinn á Akra- nesi og býr þar. Hann er með meistaragráðu í veðurfræði frá Há- skólanum í Björgvin og er verkefnastjóri á Veðurstofunni og veðurfræðingur hjá Rúv. Maki: Kristrún Dögg Marteinsdóttir, f. 1973, deildarstjóri í Grundarskóla. Börn: Ester Lind, f. 1996, tvíburarnir Viktor og Marteinn, f. 2001, og Birkir Hrafn, f. 2010. Foreldrar: Hervar Gunnarsson, f. 1950, fv. formaður Verkalýðsfélagsins á Akra- nesi, búsettur í Reykjavík, og Ester Lind Theodórsdóttir, f. 1950, sjúkraliði, búsett á Akranesi. Theodór Freyr Hervarsson Fjarþjónusta fyrir betri heyrn ReSound Smart3D Afgreiðslutími 9:00-16:30 • Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Við bendum þeim á sem komast ekki í heyrnarþjónustu til okkar að nýta sér forritið ReSound Smart3D í snjalltækjum og fá þar heyrnartækin sín fínstillt og uppfærð. Með fjarþjónustunni er snjalltæki notað til að senda heyrnarfræðingum beiðni um að breyta stillingu ReSound Linx 3D og Quattro heyrnartækjanna. Við svörum eins fljótt og auðið er. Nánari upplýsingar er á finna á www.heyrn.is eða í síma 534 9600. Þessi duglegu börn, Kolbrún Júlía Fossdal og Guðmundur Már Þórðar- son, héldu tombólu á Akureyri í vet- ur, fyrir samkomubann, og gáfu Rauða krossinum við Eyjafjörð af- raksturinn, 2.891 krónu. Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir. Hlutavelta Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.