Morgunblaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 25
Kópavogi, Reykjavík og Borgarfirði
og þannig mætti lengi telja. Þá var
Magnús einn fjögurra aðalhönnuða
Hvalfjarðarganga og hefur verið aðal-
hönnuður Norðuráls á Grundartanga
frá upphafi, eða frá 1997. Norðurál er
langstærsta hönnunarverkefni sem
Magnús hefur staðið að.
„Þegar ég var í námi þá sérhæfði ég
mig í iðnaðarbyggingum, meðal ann-
ars í landbúnaði. Eitt stykki álver er í
raun ekkert annað en stórt og gott
fjós. Kýrnar eru á básunum, kerin
sjálf, og það þarf að hlúa að þeim.
Kerin fá súrál og kýrnar fá hey. Fer-
illinn er í sjálfu sér keimlíkur og bæði
fyrirbærin skila frá sér sinni afurð.“
Magnús hefur hannað og þróað
byggingarkerfi úr timbri sem kallast
Rammahús. Í 10 ár hefur mikið sam-
starf verið við BYKO þess vegna en
kerfið er að mestu leyti unnið í verk-
smiðju í eigu BYKO í Lettlandi.
„Byggingar sem ég hef komið að
munu standa í áratugi eða árhundr-
uð.“
Magnús hefur einnig gaman af
annars konar sköpun. Eldamennska
er eitt helsta áhugamálið hans og hef-
ur hann tekið að sér fjölmennar
matarveislur, ekki aðeins fyrir Odd-
fellowsystkini, þar sem hann hefur
verið virkur frá 1993, heldur marga
aðra hópa. „Það er mikil samsvörun á
milli arkitektúrs og matargerðar.
Byggingar eiga langan líftíma en í
matargerð eru búin til listaverk sem
eru etin á korteri.“
Fjölskylda
Systkini Magnúsar: Gunnar Stein-
grímur, f. 31.5. 1945, Elín Jóna, f. 11.9.
1946, d. 28.11. 2014, Þórdís Hrefna, f.
28.5. 1948, Ragnhildur, f. 6.1. 1955, d.
15.6. 2013, Örn, f. 21.3. 1958, og Sól-
veig, f. 16.7. 1964.
Foreldrar Magnúsar voru hjónin
Ólafur Guðmundsson, f. 27.3. 1923, d.
6.6. 1981, birgðavörður hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur, og Björg
Magnea Magnúsdóttir, f. 18.12. 1921,
d. 10.7. 1980, húsfreyja í Reykjavík.
Magnús Hákon
Ólafsson
Guðrún Einardóttir
húsfreyja í Stóra-Nýjabæ
Steingrímur Steingrímsson
bóndi í Stóra-Nýjabæ í
Krísuvík
Guðrún Hansína Steingrímsdóttir
húsfreyja í Nýlendu
Magnús Bjarni Hákonarson
útvegsbóndi í Nýlendu við Hvalsnes
Björg Magnea Magnúsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðný Einardóttir
húsfreyja í Nýlendu
Hákon Tómasson
útvegsbóndi í Nýlendu
Guðríður Guðmundsdóttir
húsfreyja á Þrándarstöðum
Jón Vigfúson
bóndi á Þrándarstöðum í Kjós
Jóna Ólafsdóttir
saumakona og húsfreyja í Reykjavík
Guðmundur Jónsson
sjómaður og verkamaður í Reykjavík
Helga Bjarnadóttir
húsfreyja á Vindási
Ólafur Einarsson
bóndi á Vindási í Kjós
Úr frændgarði Magnúsar H. Ólafssonar
Ólafur Guðmundsson
birgðavörður hjá Strætó
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÁTTU BRAUÐRIST SEM RISTAR 24
SNEIÐAR?”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera með þér sama
hvað peningum líður.
OFURSTI, ÞARNA KOMA STÖKK-
BREYTTU RISAHVOLPARNIR!
ÞETTA ER
SLATTI AF
DAGBLÖÐUM
BREIÐIÐ YFIR
ALLT!
VIÐ VERÐUM AÐ
VERJA BORGINA!
EN
HVERN-
IG?
VITRINGUR! SVO ÞÚ ERT KOMINN NIÐUR
AF FJALLINU, BÚINN AÐ RAKA AF ÞÉR
SKEGGIÐ OG KOMINN Í ÖNNUR FÖT! ÞÚ
LÍTUR VEL ÚT!!
HRÓLFUR! HVERNIG ÞEKKTIR ÞÚ MIG?
„ÞEGAR ÞIÐ DEILIÐ LÍFSREYNSLUSÖGUM
YKKAR MEÐ HÓPNUM SJÁ FLEIRI AÐ
ÞEIR ERU EKKI ÞEIR EINU SEM EKKI
HAFA EFNI Á EINKAMEÐFERÐ.”
HÓP-
MEÐFERÐ
Pétur Stefánsson skrifar á Leir ámiðvikudag, - „að gefnu til-
efni“:
Kvíðinn hann er bölvað böl
sem brýtur mann og pínir.
Þessi svarta sálarkvöl
sjúka hugsun brýnir.
Kvíðinn er magnaður melur,
sem mörgum hér veldur pín.
Huga manns kúgar og kvelur,
og kreistir uns rökhugsun dvín.
Og bætir síðan við: „Þetta er
nokkuð sem enginn ræður við og
allir verða fyrir einhvern tíma á
ævinni. Hann getur verið þrálátur,
en með hjálp góðra lækna og lyfja,
vina og vandamanna má halda hon-
um niðri með nokkrum árangri.“
Atli Játvarðarson skráir á Boðn-
armjöð: „Ráðin koma að sunnan og
svona virka búvörusamningarnir í
stuttu máli“:
Plantað trjám í mó og mel
af mörgum vöskum höndum.
Stórum bætt við stekk og sel
hvar stoltir réðu löndum.
Svo fór allt á verri veg
við það reiddust goðin.
Staðarprýðin stórkostleg
stýfð og niður troðin.
Bót á láði lögð í salt
lauf af trjánum bitið.
Bölvar landið blautt og kalt,
bóndinn missir vitið.
Sjaldan lífið laust við synd
landið allt að grána.
Blómin étur bústin kind
á bakkanum við ána.
Rétt er að rifja upp „Barkarólu“
eftir Hrólf Sveinsson:
Síra Sigmundur poki
sigldi til hafs í roki;
það lá við grand
er hann lenti í strand
í skafli upp undir Oki.
Síra Jón Oddsson Hjaltalín (1749-
1835) í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd
orti og kallaði „Valdafíkn“:
Allir þeir sem upp í völdin klifra
minnist þess að hefð og hrós
hverfult er sem norðurljós.
Niður fellur flest ágæti jarðar,
ofur rýrt á efstu stund
eins og fölnað lauf á grund.
Um ágirndina kvað síra Jón:
Ýmsir glápa á ábatann,
ærna girnast dali;
niður hrapar hæverskan,
hungruð gapir fépyngjan.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kvíðinn og
búvörusamningarnir