Morgunblaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020
Miklar sviptingar urðu í Formúlu 1 í
gær því Daniel Ricciardo mun ganga í
raðir McLaren fyrir næstu leiktíð frá
Renault, en hann kom til franska liðs-
ins frá Red Bull fyrir síðasta keppn-
istímabil. Ástralinn mun taka við af
Carlos Sainz sem hefur verið stað-
festur sem arftaki Fernandos Alonsos
hjá Ferrari. Sainz hefur verið hjá
McLaren síðan á síðasta ári.
Þýska deildakeppnin hefur staðfest
að heimilaðar verði fimm skiptingar í
stað þriggja hjá hverju liði í leik í þeim
níu umferðum sem eftir er að spila í
tveimur efstu deildum karlafótboltans
þar í landi. Aðeins má þó skipta þrisv-
ar á meðan leikur er í gangi. FIFA hefur
heimilað aðildarþjóðum að beita þess-
ari reglu til bráðabirgða í þeim til-
vikum þar sem eftir er að ljúka tíma-
bilinu 2019-20. Keppni í Þýskalandi
hefst á ný á morgun eftir tveggja mán-
aða hlé vegna kórónuveirunnar.
Gelson Fernandes, landsliðsmaður
Sviss í knattspyrnu um árabil, til-
kynnti í gær að hann myndi leggja
skóna á hilluna að tímabilinu loknu í
Þýskalandi en þar leikur hann með
Eintracht Frankfurt. Fernandes hefur
leikið um 400 leiki í efstu deildum
Þýskalands, Frakklands, Portúgals,
Ítalíu, Englands og Sviss en hann lék
með ensku liðunum Manchester City
og Leicester á sínum tíma.
Heiko Herrlich, knattspyrnustjóri
Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg,
verður ekki á hliðarlínunni er liðið
mætir Wolfsburg á morgun í fyrstu
umferð þýsku 1. deildarinnar í tvo
mánuði. Herrlich braut strangar ör-
yggisreglur félaga í þýska fótbolt-
anum. Allir leikmenn og þjálfarar
verða að vera í sóttkví á hóteli fyrir
leiki, en Herrlich fór út í búð og keypti
sér tannkrem og handáburð. For-
ráðamenn deildarinnar fréttu af atvik-
inu og hafa meinað Herrlich að vera á
hliðarlínunni á laugardag. Herrlich fær
væntanlega að stýra Augsburg er liðið
mætir Schalke 24. maí næstkomandi.
Sænski handknattleiksmaðurinn
Kim Ekdahl du Rietz hefur ákveðið að
leggja skóna á hilluna í annað sinn á
ferlinum. Ekdahl hefur ákveðið að
ljúka háskólanámi í Hong Kong sem
hann hóf fyrir þremur árum. Leikmað-
urinn hefur leikið með Lugi, Nantes,
Rhein-Neckar Löwen og PSG á ferl-
inum. Hann varð tvívegis Þýskalands-
meistari með Löwen og þá vann hann
til silfurverðlauna með Svíþjóð á Ól-
ympíuleikunum 2012 í London.
Knattspyrnufélögin Juventus og
Chelsea gætu skipt á leikmönnum í
sumar. Maurizio Sarri, knatt-
spyrnustjóri Juventus, sem stýrði
Chelsea tímabilið 2018-19, er sagður
hafa mikinn áhuga á að vera með
ítalska miðjumanninn Jorginho í sínu
liði á ný en þeir komu saman til
Chelsea frá Napoli
sumarið 2018. Sarri
er sagður tilbúinn
til að láta bosn-
íska miðju-
manninn
Miralem
Pjanic fara
til
Chelsea í
skiptum
fyrir
Jorg-
inho.
Eitt
ogannað
KÖRFUBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Körfuknattleikskonan Danielle Rod-
riguez hefur mögulega spilað sinn
síðasta leik á ferlinum en hún hefur
leikið hér á landi frá árinu 2016 þeg-
ar hún gekk til liðs við Stjörnuna í
Garðabæ og lék þar í þrjú ár.
Rodriguez, sem er 26 ára gömul,
gekk til liðs við KR síðasta sumar
en hún hefur verið einn besti leik-
maður Íslandsmótsins undanfarin
ár.
Hún skoraði 20 stig að meðaltali í
vetur en KR fór alla leið í úrslit bik-
arkeppninnar þar sem liðið tapaði
gegn Skallagrími, ásamt því að vera
í öðru sæti úrvalsdeildarinnar þegar
tímabilið var blásið af vegna kór-
ónuveirunnar.
„Ég tók þá ákvörðun á dögunum
að ég ætla mér ekki að spila á næstu
leiktíð,“ sagði Rodriguez í samtali
við Morgunblaðið. „Ég ætla að ein-
beita mér að þjálfun því það er
nokkuð sem ég hef mikinn áhuga á
að leggja fyrir mig.
Planið var að fara til Bandaríkj-
anna og þjálfa í háskólaboltanum
þar en vegna kórónuveirufaraldurs-
ins datt það hálfpartinn upp fyrir.
Ég ákvað þess vegna að vera áfram
á Íslandi og þjálfa af fullum krafti, í
það minnsta fram að áramótum, og
svo var planið að taka stöðuna aftur
í Bandaríkjunum eftir það.“
Þurfti á breytingu að halda
Rodriguez tók að sér þjálfun
yngri flokka hjá Stjörnunni í vetur
og þá hefur hún verið aðstoðarþjálf-
ari íslenska U18 ára stúlknalands-
liðsins frá árinu 2018.
„Mér fannst ég þurfa á smá
breytingu að halda og ég hef vitað
það ansi lengi að ég vil þjálfa á ein-
hverjum tímapunkti á mínum ferli.
Þú getur ekki spilað að eilífu, sér-
staklega ekki í kvennakörfunni, þar
sem ferillinn er mun styttri en í
karlakörfunni. Ég hef vaxið jafnt og
þétt inn í þjálfarastarfið og ég hef
fundið að ástríða mín fyrir því að
spila körfubolta hefur aðeins færst
yfir í það að þjálfa körfubolta.
Mér finnst ég hafa notið mikilla
forréttinda sem leikmaður og ég hef
fengið frábær tækifæri í gegnum
körfuboltann. Sem leikmaður þá
snúast hlutirnir mikið um mann
sjálfan og þú ert alltaf að reyna að
bæta þig og gera þinn leik betri.
Sem þjálfari ertu að gefa miklu
meira af þér, þú ert að hjálpa öðrum
að ná sínum markmiðum og ég vil
einbeita mér meira að því.“
Ekkert ritað í stein
Rodriguez vonast til þess að
skrifa undir áframhaldandi samning
við Stjörnuna á næstu dögum en
hún myndi þá koma að þjálfun bæði
karla- og kvennaliðsins hjá félaginu.
„Ég hef átt í viðræðum við nokk-
ur lið í efri deildum körfuboltans en
ég er mjög ánægð hjá Stjörnunni.
Eins og staðan er núna er ég ennþá
að kanna mína möguleika en ég á
samt von á því að vera áfram í
Garðabænum þótt það sé ekkert rit-
að í stein með það.
Í fullkomnum heimi væri frábært
að vera aðstoðarþjálfari hjá Mar-
gréti Sturlaugsdóttur í Garða-
bænum en það ríkir ákveðin óvissa
um það líka hvort liðið verður með í
1. deildinni á næstu leiktíð.
Það væri líka gaman að fá að
koma eitthvað að þjálfun karlaliðs-
ins og hjálpa Arnari en það er of
snemmt að segja hvað mun gerast.
Það hefur ekki verið skrifað undir
neina pappíra en þetta hefur komið
til tals og vonandi verður þetta að
veruleika.“
Hugurinn leitar í þjálfun
Rodriguez, sem er fædd í Banda-
ríkjunum, hefur sótt um íslenskan
ríkisborgararétt og vonast hún til
þess að það gangi í gegn undir lok
ársins 2020.
„Ef ég skrifa undir samning í
Garðabænum sem dæmi þá verður
það samningur sem mun gilda út
leiktíðina. Ef ég ákveð að spila á
nýjan leik þá yrði það í fyrsta lagi
eftir þetta tímabil. Ég er á mínu
fimmta ári á Íslandi og ég vonast til
þess að fá íslenskan ríkisborg-
ararétt í lok næsta árs. Ef það geng-
ur í gegn opnar það á mun fleiri
möguleika fyrir mig hér á landi og
ég gæti þá spilað hér sem Íslend-
ingur.
Ef ég hugsa hins vegar eitt ár
fram í tímann, eins og staðan er í
dag í það minnsta, finnst mér afar
ólíklegt að ég sé að fara að spila aft-
ur. Ég tel mun meiri líkur á því að
ég muni halda áfram að þjálfa hér á
landi eða þá að ég taki næsta skrefið
á mínum þjálfaraferli í Bandaríkj-
unum.“
Kom skemmtilega á óvart
KR var í öðru sæti úrvalsdeild-
arinnar þegar tímabilið var blásið af
og Rodriguez viðurkennir að hún
hafi ekki saknað körfuboltans jafn
mikið og hún átti von á.
„Tímabilið var blásið af í mars og
á síðustu tveimur mánuðum hef ég
hellt mér mun meira út í þjálfunina,
frekar en að eyða tíma í ræktinni
sem dæmi. Ég hélt að ég myndi
kannski sakna þess að halda mér í
formi og að æfa driplið en ég hef alls
ekki gert það, sem hefur komið mér
skemmtilega á óvart.
Þegar allt kemur til alls hefur
hugur minn einfaldlega breyst mikið
á undanförnum vikum og þótt mað-
ur eigi aldrei að segja aldrei held ég
að það sé nokkuð óhætt að segja að
ég hafi spilað minn síðasta leik á
ferlinum,“ bætti Rodriguez við.
Ástríðan færst yfir í þjálfun
Danielle Rodriguez er hætt sem leikmaður 26 ára gömul Vonast eftir
ríkisborgararétti fyrir árslok Aðstoðarþjálfari stúlknalandsliðs Íslands
Morgunblaðið/Hari
Öflug Danielle Rodriguez sækir að körfu Keflvíkinga í leik með KR-ingum á
nýliðnu keppnistímabili. Hún var áður í þrjú ár með Stjörnunni.
Nokkur stórlið á Ítalíu og Englandi
hafa sýnt hinum 18 ára gamla
Andra Fannari Baldurssyni áhuga.
Andri Fannar lék sinn fyrsta leik
með aðalliði Bologna skömmu áður
en hlé var gert á ítölsku A-deildinni
í fótbolta vegna kórónuveirunnar,
en hann er uppalinn hjá Breiða-
bliki. Félagið vill gera nýjan samn-
ing við leikmanninn, en það gæti
reynst þrautin þyngri þar sem
Andri hefur heillað stórlið með
frammistöðu sinni hjá Bologna að
sögn La Gazzetta dello Sport á Ítal-
íu.
Stórlið á eftir
Andra Fannari
Ljósmynd/Bologna
Bologna Andri Fannar Baldursson
er eftirsóttur af stórliðum í Evrópu.
Keflvíkingurinn Samúel Kári Frið-
jónsson verður ekki með Paderborn
er liðið mætir Düsseldorf á morgun í
fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar
síðan í mars. Steffen Baumgart,
knattspyrnustjóri Paderborn, stað-
festi á fréttamannafundi að Samúel
ætti við meiðsli að stríða. Samúel
kom til Paderborn í janúar og var að
festa sig í sessi hjá liðinu þegar kór-
ónuveiran skall á. Hefur hann spilað
þrjá deildarleiki með liðinu, tvo
þeirra frá byrjun, en hann lék með
Vålerenga og Viking í Noregi áður
en hann hélt til Þýskalands.
Missir af fyrsta
leik eftir hlé
Morgunblaðið/Eggert
Meiddur Samúel Kári Friðjónsson
er að glíma við meiðsli.
Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvenna-
liðs Vals undanfarin þrjú ár, hefur
verið ráðinn aðstoðarþjálfari
kvennalandsliðsins og verður því
hægri hönd Arnars Péturssonar
þjálfara. Hann verður einnig þjálfari
U16 ára landsliðs kvenna. Ágúst,
sem áfram þjálfar Val, hefur stýrt
kvennalandsliði Færeyja síðustu tvö
árin en lét af störfum þar í síðustu
viku. Ágúst þekkir vel til því hann
þjálfaði kvennalandslið Íslands á ár-
unum 2000-2001 og aftur frá 2011 til
2016 en liðið komst á HM 2011 og
EM 2012 undir hans stjórn.
Ágúst aftur í
landsliðsþjálfun
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Reyndur Ágúst Jóhannsson starfar
á ný með kvennalandsliðinu.
Oliver Dowden, menningarmála-
ráðherra Bretlands, greindi frá því
í gær að ríkisstjórnin hefði gefið
enska fótboltanum grænt ljós á að
byrja á nýjan leik í júní. Dowden
fundaði þá með knattspyrnu-
yfirvöldum á Englandi. Independ-
ent greindi frá því að B-deildin þar
í landi gæti farið af stað 13. júní,
einni viku á undan ensku úrvals-
deildinni. Jón Daði Böðvarsson
leikur með Millwall, sem er í átt-
unda sæti, tveimur stigum frá sæti í
umspilinu um sæti í deild þeirra
bestu.
Enski fótboltinn
fær grænt ljós
AFP
Toppsæti Liverpool er með 25 stiga
forskot á toppi úrvalsdeildarinnar.