Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 2
Ég og Stefanía erum
með stórfjölskyld-
una með okkur. Það er
engin aðkeypt vinna ennþá.
Daði Bergsson
Krafa borgarinnar
hljóðar upp á 8,7 milljarða
króna.
Fallegt veður í höfuðborginni
Veðrið lék við höfuðborgarbúa í gær og nýttu margir sér blíðuna til útvistar. Nokkuð stöðugur straumur var af fólki sem annaðhvort gekk eða
skokkaði í gegnum Vatnsmýrina í Reykjavík. Glæsileg spegilmynd myndaðist af Öskju á yfirborði vatnsins þar í grenndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Faxafeni 11 • Sími 534 0534 • partybudin.is
Gleðilegt nýtt ár!
SAMFÉLAG „Undraland er mjög flott
og fallegt hús sem er greinilega vel
byggt. Grunnurinn er sterkur þó
það þurfi alveg á ást og umhyggju
að halda,“ segir Daði Bergsson, píp
ari og fyrirliði Þróttar í fótbolta, en
hann og kærasta hans Stefanía Eir
Einarsdóttir festu kaup á Undra
landi 2 fyrir skemmstu.
Húsið sló í gegn undir lok ársins
þegar miðlar landsins birtu myndir
af húsinu. Vísir kallaði það Drauga
legt einbýli og mbl.is sagði það 89
milljóna króna einbýli í Fossvogi
sem þarfnaðist ástar.
Fossvogsbúar hafa lengi látið
húsið fara í taugarnar á sér. Því var
leyft að grotna niður og blasti við
öllum sem vildu sjá.
Húsin í Fossvogsdal eru mörg af
glæsilegustu einbýlishúsum lands
ins og því var þetta þyrnir í augum
margra í útivistarparadísinni Foss
vogsdal.
„Ég varð var við greinarnar og
kom þannig auga á húsið,“ segir
Daði sem sá tækifærin á tölvuskján
um og þau Stefanía ákváðu að slá til.
Nú er búið að mála húsið að utan og
framkvæmdir standa yfir og munu
gera það eitthvað fram á nýja árið.
Enda segir Daði að hann ætli sér
að rífa nánast allt út. „Svona nánast.
Ég er pípari og ég og Stefanía erum
með stórfjölskylduna með okkur.
Það er engin aðkeypt vinna enn
þá,“ segir Daði sem ætlar að skipta
um þakkant áður en lengra verður
haldið. Svo stefnir hann á að vera
með leiguíbúð á neðri hæðinni.
„Við skiptum húsinu í raun í tvennt.
Neðri hæðin er 74 fermetrar og uppi
eru 160 fermetrar með bílskúrnum,“
segir hann.
Heitar umræður sköpuðust reglu
lega í hverfisgrúppu póstnúmersins
108 á Facebook þar sem einn tónn
var sameiginlegur; að einhver
myndi sjá tækifærin í húsinu, og nú
hafa þau Daði og Stefanía svarað
kallinu. Ætla að reisa Undraland 2
sem var byggt árið 1973 til vegs og
virðingar að nýju og búa sér til sína
draumahöll sem allir í hverfinu geta
verið stoltir af.
benediktboas@frettabladid.is
Draugahús í Fossvogi
verður að draumahöll
Íbúar í Fossvogi fengu dásamlegar fréttir í jólagjöf. Þau Daði Bergsson og Stef-
anía Eir Einarsdóttir hafa fest kaup á Undralandi 2 sem hefur staðið óhreyft í
nokkur ár og sló í gegn sem Draugahúsið á draumastaðnum í lok síðasta árs.
Staðsetn ing Undralands er frábær,
örstutt í útivistarparadísir.
Daði og Stefanía Eir láta nú hendur standa fram úr ermum og eru byrjuð að
rífa út úr Undralandi 2, en húsið var byggt árið 1973. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
STJÓRNSÝSL A Reykjavíkurborg
hefur ekki enn stefnt ríkinu vegna
8,7 milljarða króna kröfu sem hún
telur sig eiga vegna úthlutana úr
Jöfnunarsjóði. Fyrir áramót komu
fram tillögur að sáttum og verða
þær ræddar á fundi borgarráðs á
fimmtudag.
Sigurður Ingi Jóhannsson sveitar
stjórnaráðherra hafnaði kröfu borg
arinnar í fjölmiðlum og byggða
rráð Skagafjarðar hóf að safna liði
meðal annarra sveitarfélaga gegn
henni. Reykjavíkurborg hefur sagt
að kröfunni sé beint að ríkinu sjálfu
en Skagfirðingar óttast að hún lendi
á sjóðnum og skaði þar með hags
muni smærri sveitarfélaga. – khg
Umræða um
sættir á morgun
Borgarstjóri telur reglurnar ósann-
gjarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
HÁTÍÐARHÖLD „Í ár munum við
aðeins kveikja á ÍBVstöfunum
uppi á Molda, síðan munu jóla
sveinarnir horfa til byggða og vera
með blys uppi á Há, til að geta veifað
til barnanna. Eftir það verður skotið
upp flugeldum á Há, Helgafelli, Eld
felli, Heimakletti og Klifi,“ segir Sig
ríður Inga Kristmannsdóttir hjá ÍBV
um þrettánda gleði félagsins í ár.
„Venjulega taka börnin á móti
jólasveinunum þegar þeir koma
niður af fjallinu og farin er skrúð
ganga upp á malarvöll þar sem er
brenna, álfadans, fullt af tröllum
og allir jólasveinarnir sem börnin
geta spjallað við, þetta endar svo á
flugeldasýningu. Við erum sem sagt
að taka bara hefðbundna byrjun en
sleppum skrúðgöngu og hátíðar
höldum á malarvellinum,“ útskýrir
Sigríður og biður bæjarbúa að virða
reglur „Við biðjum þá um að safnast
ekki saman í hópum.“ – bdj
Jólasveinar veifa aðeins úr fjarska
Jólasveinarnir í Eyjum verða ekki í návígi við aðra í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P.
6 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð