Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 8
STJÓRNSÝSLA Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís, vill að fyrrverandi vinnustaður hans biðjist afsökunar. Sveinn var í október í fyrra sýkn- aður af ákæru um brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir meðan hann starfaði hjá Matís. Málið má rekja til bændamarkaðar í Skaga- firði sem Sveinn stóð að þar sem meðal annars var selt kjöt þar sem lömbum hafði verið slátrað í í sam- ræmi við verklag um örslátrun sem Matís hafði lagt til. Matvælastofnun (MAST) tilkynnti heimaslátrunina til lögreglu og var Sveinn í kjölfarið ákærður og missti vinnuna sem for- stjóri Matís. Var ástæðan sögð trún- aðarbrestur. Sveinn segist ánægður með að fá sýknu og segir dóminn skýran. Nú þurfi Matvælastofnun að svara fyrir viðbrögð sín. „Hvað ætli það kosti skattgreiðendur að Matvælastofnun dragi menn í gegnum dómskerfið? Auk þess hef ég orðið fyrir skaða í formi vinnutaps,“ segir Sveinn. Íhugar skaðabótamál Aðspurður hvort hann ætli að höfða skaðabótamál segist Sveinn hafa íhugað það. „Já, ég hef velt því fyrir mér en er þó ekki kominn þangað. Mér þætti eðlilegt að minn fyrrver- andi vinnustaður biðjist afsökunar fyrir að hafa haldið því fram að um væri að ræða trúnaðarbrest.“ Sveinn segir að MAST hafi ekki sýnt örsláturhúsum mikinn áhuga og að málsmeðferð þeirra miði frekar að því að drepa umræðuna í stað þess að auka nýsköpun, sem er markmið Matís. „Þess í stað er farið í manninn en ekki boltann og hann er sparkaður niður eins fast og nauðsynlegt er,“ segir Sveinn en að hans mati er nauð- synlegt að aðlaga regluverkið. „Þetta er svona „computer-says-no“ ástand. Menn kæra bara og vaða í manninn í stað þess að taka umræðu.“ Við- brögðin byggist á rangri túlkun laganna. Staðan betri með meira frelsi Upplýsingafulltrúi MAST segir matvælaframleiðendur þurfa að uppfylla þá löggjöf sem gildir um starfsemi þeirra á hverjum tíma. „Ef heimila á markaðssetningu á afurðum af heimaslátruðum dýrum án heilbrigðisskoðunar í sláturhúsi sem ekki hefur starfsleyfi, þá þarf lagabreytingu til,“ segir MAST en samkvæmt stofnuninni eru tak- markaðir möguleikar með ör slátrun vegna skuldbindinga Íslands sam- kvæmt EES-samningum. En bændur eru hvorki á móti heilbrigðisskoðun né starfsleyfum. Vandinn liggur í núverandi reglu- verki og stundum þurfa bændur að senda lömbin sín gríðarlegar vega- lengdir í sláturhús. Sveinn segir að lokum að hann sé ánægður í starfi sínu sem sveitar- stjóri. „Það er ótrúlega gaman að upplifa sem sveitarstjóri hvað það er mikill kraftur í bændum og ég er svo innilega sannfærður um það að ef bændur fengju meira frelsi til að sjá um sína vöru og markaðssetningu þá væri staða bænda og ekki síður val neytenda miklu betra en það er í dag.“ ingunnlara@frettabladid.is Fara í manninn í stað boltans Sveinn Margeirsson segir ákveðið „computer-says-no“ ástand ríkja hjá Matís í tengslum við nýsköpun í landbúnaði. Sveinn krefst afsökunarbeiðni eftir sýknu í máli sínu gegn Matís og íhugar skaðabótamál. Sveinn Margeirsson gagnrýnir Matvælastofnun harðlega.MYND/AÐSEND Mér þætti eðlilegt að minn fyrrver- andi vinnustaður biðjist afsökunar fyrir að hafa haldið því fram að um væri að ræða trúnaðarbrest. HAMFARIR Ríkisstjórnin ákvað í gær að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði. Mun kostnaðurinn hlaupa á hundruðum milljóna. Þá verða veittar fimm milljónir króna til björgunarsveit- arinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Endanleg kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir en ætla má að uppgröftur og hreinsunarstarf sem nú er hafið kosti 300 til 600 milljónir króna. Segir einnig í tilkynningu að við álíka hamfarir undanfarin ár hafi ríkið greitt tvo þriðju kostnaðar við slíkar aðgerðir en sveitarfélögin þriðjung. Líklega muni heildar- kostnaður vegna tjónsins ekki liggja fyrir fyrr en í vor eða jafnvel síðar. Starfshópur undir forystu for- sætisráðuneytisins á að fylgja eftir málum sem varða aðkomu ríkisins að hreinsuninni og öðrum aðgerð- um sem styðja við að koma sam- félaginu í starfhæft horf á ný. Hópur- inn á að sjá til þess að aðgerðir eins og ofanflóðavarnir og uppbygging og varðveisla menningarminja hefj- ist eins fljótt og auðið er. – bb Hreinsunarstarf greitt af ríkinu að mestu leyti Ríkið tekur þátt í kostnaði upp á tvo þriðju. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 6 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.