Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 26
Helga Viðarsdóttir og Jökull Jóhannsson, sem eiga og reka ráðgjafarstofuna Spakur Finance, hafa komið á fót hlutafélaginu Spakur Invest, sem fjárfestir eingöngu í skráð­ um hlutabréfum, bæði innlendum og erlend­ um. Þetta staðfestir Helga, framkvæmdastjóri ráðgjafarstofunnar, í samtali við Markaðinn. „Við erum að fara af stað með félagið og erum eingöngu að kynna það innan okkar tengsla nets,“ segir Helga í samtali við Mark­ aðinn. „Við höfum verið að fjárfesta okkar fjármagn með góðum árangri og erum að nýta sömu aðferða­ fræði í Spak Invest. Við höfum mjög djúpa þekkingu og reynslu við að verðmeta félög og erum að nýta þá þekkingu við val á fjár­ festingum Spaks Invest,“ segir Helga. Spakur Finance, sem aðstoðar nýsköpunar­ fyrirtæki við verðmat, viðskiptaþróun og fjár­ mögnun, hefur komið að ýmsum fjármögn­ unarverkefnum í nýsköpunargeiranum, til að mynda fjármögnun matvæla sprotans Re­ sponsible Foods síðasta vor, sem nam vel á annað hundrað milljóna króna. – tfh Við erum á hættu­ legum stað ef okkur tekst ekki að bólu setja stóran hluta þjóðarinnar fyrir mitt ár. Þá lendum við í ansi miklum efna hags­ legum þrengingum. Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfða- greiningar 04.01.2021 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 6. janúar 2021FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Helgi Vífill Júlíusson SKOÐUN LJÓSABLAÐIÐ 2020 ÁRLEGT TÍMARIT LJÓSSINS ER NÚ KOMIÐ ÚT! Við bjóðum þjóðinni allri að skyggnast bakvið tjöldin hjá Ljósinu, kynnast fólkinu, starfinu og gleðinni sem ríkir á Langholtsveginum. Skannaðu QR merkið með myndavélinni í símanum til að lesa Ljósablaðið 2020 eða smelltu þér á www.ljosid.is Siðapredikanir koma að bestum notum við að teyma fólk á asnaeyrum. Þessi ummæli heimspekingsins Fried richs Nietzsche koma upp í hugann þegar hópur fólks, þar með talin Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, siðaði forstjóra Icelandair til. Nema hvað þeim varð á í mess­ unni; af bökuðu ummæli Boga Nils Bogasonar, sökuðu hann ranglega um að vera á móti sam­ keppni og gerðu lítið úr afrekum í starfi á liðnu ári í ljósi þess að Markaðurinn veitti honum verð­ skulduð verðlaun sem viðskipta­ manni ársins. Bogi Nils sagði hvergi í viðtali við Markaðinn að hann væri á móti samkeppni. Þvert á móti sagðist hann bera virðingu fyrir allri samkeppni. Höfum í huga að um 20 flugfélög flugu hingað til landsins þegar WOW air varð gjaldþrota. Icelandair á því í harðri alþjóðlegri samkeppni. Jafnframt sagði Bogi Nils að öflugt fólk stæði að baki PLAY air, nýju flugfélagi sem unnið er að því að koma á loft. Hins vegar væri hann þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að reka tvö flug­ félög á Íslandi sem byggðu á því að ferja farþega á milli Evrópu og Ameríku og nýttu Leifsstöð sem tengiflugvöll. Rökin sem hann færði voru trúverðug. „Jafnvel á f lugvöllum í kringum borgir með milljónir manna, þá er aðeins um að ræða eitt f lugfélag – eða jafnvel ekkert – sem rekur tengimiðstöð á við­ komandi flugvelli. Heimamark­ aðurinn er svo mikilvægur og hjá okkur telur hann einungis 360 þúsund manns og þess vegna tel ég ekki raunhæft að reka héðan tvö flugfélög til lengri tíma sem starfrækja tengibanka,“ sagði hann. Þetta stöðumat Boga Nils er fréttnæmt. Þótt hann lýsi þessari skoðun hefur það ekki endilega í för með sér að frumkvöðlar muni ekki reyna að afsanna hana og flugfélögin sem byggi á tengi­ banka verði fleiri. Orð hans eru ekki svo kraftmikil. Eins gæti það farið svo að Icelandair verði undir í þeirri baráttu í framtíð­ inni og einungis eitt slíkt íslenskt flugfélag verði til staðar þegar allt kemur til alls. Margir gleyma því að heimur viðskipta er síkvikur, tímans tönn bítur á stórfyrirtæki og með tíð og tíma verða þau oft undir í samkeppninni. Þórhildur Sunna gerðist sek um að kasta ryki í augun á áhorf­ endum Kryddsíldarinnar til að lítillækka forstjóra Icelandair, gera atvinnulífið tortryggilegt og upphefja sjálfa sig. Það er lítill sómi að því. Mikilvægt er að ræða í þaula um hvaða leiðir séu heillavænlegastar fyrir land og þjóð en bera jafnframt virðingu fyrir sannleikanum. Afbökun Koma fjárfestingafélagi á fót Helga Viðarsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.