Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 6
UMHVERFISMÁL Reykjavíkurtjörn
er annað af tveimur vatnssvæðum,
eða vatnshlotum, sem skilgreind
eru í hættu samkvæmt drögum að
Vatnaáætlun fyrir Ísland. Hitt er
grunnvatnssvæðið við Keflavíkur
f lugvöll á Miðnesheiði, hlot sem
kallast Rosmhvalanes 2.
Umhverfisstofnun vann áætlun
ina sem verður til kynningar fram á
sumar. Hún á að gilda fyrir 2022 til
2027 og felur í sér bæði aðgerðir og
vöktun og er sú fyrsta sem gerð er
á Íslandi en lengi hefur staðið til að
koma verkefninu af stað.
Árið 2011 voru sett lög um stjórn
vatnamála sem hluta af innleið
ingu vatnatilskipunar ESB. Nær
þetta til allra vatnsauðlinda, svo
sem stöðuvatna, áa, grunnvatns og
strandsjávar. Vinnan stöðvaðist frá
árunum 2014 til 2017 þar sem fjár
veiting hætti en hófst að nýju 2018.
„Við erum afskaplega rík af vatni
en til að vernda auðlindina þurfum
við að sjá hvar er verið að leggja álag
á hana. Annaðhvort í formi meng
unar eða ofnotkunar,“ segir Aðal
björg Birna Guttormsdóttir verk
efnisstjóri hjá Umhverfisstofnun.
„Þessari greiningarvinnu er ekki
lokið heldur mun hún halda áfram
yfir sex ára tímabil í hvert skipti.“
Umhverfisstofnun sér um áætl
unina en að henni koma ýmsir
f leiri, svo sem Veðurstofan, Hafró,
sveitar félög in og heilbr igðis
eftirlitið og er landinu skipt upp í
fjögur vatnasvæði. Kostnaðurinn
við áætlunina er um 100 milljónir
króna á ári.
„Stjórnsýslan er ekki mjög þung
í kringum þetta og Ísland er skil
greint sem eitt vatnaumdæmi,
miðað við til dæmis tólf umdæmi í
Noregi,“ segir Aðalbjörg.
Vatninu er skipt niður í áður
nefnd hlot, alls 2.634 talsins. Geta
þau meðal annars verið heil stöðu
vötn eða hlutar af ám, allt reiknað
út frá álaginu. Aðalbjörg segir að
heilt yfir sé ástand vatns á Íslandi
nokkuð gott miðað við samanburð
arlönd. Mikill meirihluti hlotanna,
2.614 talsins, er ekki metinn í hættu.
Átján eru hins vegar í óvissu og
tvö í hættu vegna mengunar. „Verk
efnið í þessari áætlun er að stýra
eða koma í veg fyrir álagið og koma
vatnshlotunum í gott ástand,“ segir
Aðalbjörg. „Okkur vantar samt
meiri upplýsingar um ástand vatns
á Íslandi og ætlum að nýta næsta
vatnahring í að vakta og safna upp
lýsingum.“
Í rannsóknum árin 2019 og 2020
fundust ýmis hættuleg efni í Reykja
víkurtjörn. Meðal annars perflúor
oktansúlfónsýra, bensóapýren
og hexabrómsýklódódekan. Sum
þeirra losna við eldsneytisbruna eða
finnast í slökkvifroðu. Fer nú af stað
vöktun til að fylgjast með áhrifum
efnanna á lífríki Tjarnarinnar og
kortleggja uppruna efnanna.
Á Rosmhvalanesi hefur fundist
nokkuð hár styrkur þungmálma á
borð við króm og nikkel í grunn
vatnsmælingum. Fyrir utan þétt
býlið á staðnum eru þar einnig
urðunarstaðir og ýmis mengandi
starfsemi. Þá hefur fundist nítr
at, eða þvagefnismengun vegna
íseyðingar á f lugbrautir áður fyrr
og olíumengun vegna starfsemi
varnarliðsins. Eins og með Tjörnina
verður grunnvatnið vaktað og upp
runi mengunar áfram greindur.
Meðal hlota sem sögð eru í óvissu
eru Mývatn, Þingvallavatn, hluti
Ölfusár og grunnvatn á StórReykja
víkursvæðinu. Í síðastnefnda tilfell
inu er metið hugsanlegt að ofanvatn
af vegum geti borist í grunnvatnið
og úr lekum skolplögnum.
Aðalbjörg segir almenning geta
tekið þátt í að Ísland nái mark
miðum að hafa vatn í góðu ástandi.
„Við erum að nota og skila efnum
út í vatn í okkar daglega lífi. Við
ætlum að fá almenning með okkur í
lið. Til dæmis með því að sturta ekki
niður lyfjaleifum og þvo bíla frekar
á bílaþvottastöðvum,“ segir Aðal
björg. kristinnhaukur@frettabladid.is
Mývatn og grunnvatn á
Stór-Reykjavíkursvæðinu er
í óvissuflokki.
Grunnvatn á Miðnesheiði og
Tjörnin í Reykjavík í hættu
Samkvæmt drögum að Vatnaáætlun eru Reykjavíkurtjörn og grunnvatnið á Miðnesheiði metin í hættu
vegna mengunar. Óvissa er um 18 svæði, þar á meðal Mývatn og grunnvatn á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Heildarástand vatns er hins vegar almennt séð gott samkvæmt verkefnisstjóra Umhverfisstofnunar.
Vinna við að greina uppruna mengunar og áhrif á lífríki Tjarnarinnar mun nú hefjast. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Georgía í miðdepli
Augun hafa beinst að Georgíu í Bandaríkjunum síðustu dagana, en kjósendur í ríkinu gengu að kjörborðinu í gær. Kosið var þar um tvö þingsæti í
öldungadeildinni á Bandaríkjaþingi. Kjörstöðum var lokað á miðnætti að íslenskum tíma, en talið verður úr kjörkössunum næstu dagana. Úrslit
kosninganna munu skera úr um hvort Repúblikanar muni halda meirihluta í öldungadeildinni eða Demókratar ná völdum þar. FRÉTTALAÐIÐ/GETTY
HAMFARIR Yfirvöld í bænum Ask í
Gjerdrum í Noregi segja enga von
um að þeir þrír sem saknað er eftir
að aurskriður féllu á bæinn 30.
desember finnist á lífi.
Ida Melbo Øystese, lögreglustjóri
í Ask, sagði á blaðamannafundi
í gær að einbeitingin færi nú í að
aðstoða íbúa við að koma lífi sínu
í eðlilegt horf á nýjan leik.
Tíu manns var saknað eftir ham
farirnar en sjö hafa fundist látin.
Þrátt fyrir að vonin um að finna þá
sé talin úti heldur leit samt áfram.
Björgunarmenn í bænum þurftu
að f lýja annað jarðfall í gær. Fleiri
skriður hafa fallið síðustu daga. – hó
Útiloka að fleiri
finnist á lífi
MIÐAUSTURLÖND Í gær var skrifað
undir samkomulag sem á að leysa úr
langvinnum deilum milli Katar og
annarra Arabaríkja við Persaflóa.
Um mitt ár 2017 settu Saudí
Arabía, Barein, Sameinuðu arabísku
furstadæmin ásamt Egyptalandi
viðskiptabann á Katar, því stjórn
völd þar styddu hryðjuverk auk
þess sem vinaleg samskipti Katar
við Íran voru þeim þyrnir í augum.
Þóttu það nokkur tíðindi þegar
Tamim Al Thani, emírinn af Katar,
og Mohammed bin Salman, krón
prins SádíArabíu, féllust í faðma í
fyrsta sinn sem þeir hittust síðan
deilan hófst. – bþ
Slíðra sverðin
við Persaflóa
Mohammed bin Salman, krónprins
í Sádí-Arabíu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Manntjón varð í skriðum í Ask.
COVID -19 Danir hertu í gær tak
markanir og eru nú samkomur með
fleirum en fimm óheimilar.
Stjórn völd á Englandi tilkynntu
um út göngu bann í fyrrakvöld og
Michael Gove, ráðherra í rík is stjórn
Boris John son, sagði að landsmenn
ættu að búa sig undir að útgöngu
bann gilti fram í mars.
Ítalir ákváðu að halda gildandi
sóttvarnaaðgerðum áfram. Þar má
fólk hitta vini og vandamenn utan
heimilis einu sinni á dag. Ekki mega
þó f leiri en tveir fullorðnir koma
saman. Talið er að Þjóðverjar muni
viðhalda ströngum sóttvarnaað
gerðum í landinu út mánuðinn. – hó
Bannið gæti gilt
fram í mars
Frá London í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
6 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð