Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 24
Tefjist bólusetning er hætta á að hagvöxtur verði helmingi minni Efnahagsbati í heiminum byggir að miklu leyti á því hve vel gengur að bólusetja heimsbyggðina, að mati Alþjóðabankans. Tafir gætu leitt til þess að hagvöxtur verði helmingi minni í ár. Alþjóðabankinn spáir því að hagvöxturinn í heiminum verði fjögur prósent í ár. Þó yrði hagkerfið 4,4 prósent- um minna en fyrir heimsfaraldurinn árið 2022. Gert er ráð fyrir því að bólusetning verði orðin útbreidd á seinni hluta ársins 2021. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Skotsilfur Hraði er það orð sem lýsir síð-astliðnu ári hvað best þegar kemur að atburðarásinni á fjármálamörkuðum og í efnahags- málum á heimsvísu. Í kjölfar fyrstu COVID-19 sóttvarnaaðgerðanna í Kína seint í janúar tók sem dæmi aðeins um sex vikur fyrir heims- búskapinn að stöðvast vegna hertra takmarkana á daglegu lífi fólks. Efnahagssamdrátturinn var gífur- legur og nam um 20% þegar verst lét í byrjun apríl. Hlutabréfamarkaðir hrundu og í Bandaríkjunum hafði markaðurinn aldrei áður lækkað eins snögglega um 30%. Fordæma- laus og skjót viðbrögð seðlabanka og stjórnvalda við þeim skaða sem blasti við náðu hins vegar að sefa áhyggjur fjárfesta og sú hraða við- spyrna sem tók af stað innan fjár- málamarkaða í lok mars reyndist söguleg. Alls hækkaði heimsvísitala hlutabréfa um 15% á síðasta ári og hlutabréfamarkaðurinn hérlendis fór upp um 20%. Sneggsta þróunar- ferli bóluefnis fyrr og síðar með til- komu virkra bóluefna gegn COVID- 19 við árslok var síðan fullkominn tákngervingur fyrir hraðann sem einkenndi árið 2020. Afleiðingarnar af þessu einstaka ári eru hins vegar margþættar. Fyrst má nefna að vextir hafa aldrei verið lægri vegna skarpra vaxtalækkana seðlabanka. Ársvextir óbundinna sparireikninga á Íslandi eru þann- ig á bilinu 0,05% til 1% í dag. Verði 3% verðbólguspá greiningaraðila að veruleika munu sparifjáreigendur því að öðru óbreyttu horfa upp á verulega rýrnun fjármuna sinna á þessu ári. Eftir kröftugar verð- hækkanir undanfarna ársfjórðunga er verðlagning hlutabréfamarkaða víðs vegar um heiminn einnig orðin rausnarleg á hefðbundna mæli- kvarða. Vanda verður valið nú sem aldrei fyrr. Í stuttu máli, þessar aðstæður kalla á nýja nálgun af hálfu spari- fjáreigenda í leit að ávöxtun fjár- muna sinna á þessu ári. Nauðsyn- legt verður að taka vel ígrunduð skref úr innlánum inn á fjármála- markaði til þess að auka vænta ávöxtun í lágvaxtaheimi. Tvenns konar breytingar ættu þannig að koma til skoðunar. Annars vegar ætti að stefna að vægi skuldabréfa og hlutabréfa sem hentar hverjum og einum og hins vegar ætti að stefna að auknu vægi erlendra markaða í eignasöfnum. Blandað, alþjóðlegt safn er þannig ein nálgun að eignadreifingu fyrir nýja tíma. Rétt er þá að spyrja hvaða þættir gætu litað árangur slíks safns á komandi misserum. Í fyrsta lagi er það framvinda bólusetninga gegn COVID-19. Spurningin um hvaða lönd og atvinnugreinar gætu skarað fram úr á mörkuðum ræðst að ein- hverju leyti af því hversu hratt bólu- setningar munu vinna á farsóttinni. Í öðru lagi er það mikilvægi þess að ná fram landfræðilegri dreifingu innan bæði hlutabréfa og skulda- bréfa. Hægt er að margfalda flóruna af mögulegum fjárfestingarkostum með því að sækja inn á erlenda skuldabréfamarkaði sem dæmi. Í þriðja lagi er það þáttur virkrar stýringar, en í núverandi umhverfi er það lykilatriði að vera á réttum stöðum innan markaðarins fremur en að fylgja hlutlausri fjárfestingar- stefnu sem er alfarið bundin við almennar vísitölur. Síðastnefndi þátturinn er mikil- vægur þegar kemur að erlendum hlutabréfamörkuðum í dag. Þann- ig geta einstakar atvinnugreinar eða landsvæði skilað ágætri ávöxtun yfir tímabil þar sem almennar hlutabréfavísitölur hafa fært fjár- festum litla sem enga ávöxtun. Svo dæmi sé tekið af bandaríska hlutabréfamarkaðnum þá hefur að jafnaði verið um 40% munur milli þeirra atvinnugreina sem skiluðu hæstu og lægstu ávöxtuninni yfir stök ár. Virk stýring keppir að því að grípa þessi tækifæri sem oft mynd- ast innan mismunandi hluta mark- aðarins. Verkefni virkrar stýringar er auk þess að halda opnum hug á hverjum degi til að geta brugðist tímanlega við aðstæðum sem oft breytast mun hraðar en nokkurn órar fyrir, líkt og síðasta ár sýndi skilmerkilega. Litið fram á við, þá ætti við- spyrna heimshagkerfisins að eflast á þessu ári í kjölfar bólusetninga gegn COVID-19 og vonir eru um að daglegt líf færist í fyrra horf með haustinu. Hins vegar er hætt við því að lágvaxtaumhverfið reynist þrá- látt. Við ársbyrjun gæti því reynst skynsamlegt að taka varfærin og vel ígrunduð skref í átt að meiri eigna- dreifingu til að auka vænta ávöxtun til lengri tíma. Eignadreifing fyrir nýja tíma  Birgir Haraldsson sjóðsstjóri hjá Akta sjóðum Davíð Stefánsson sjóðsstjóri hjá Akta sjóðum 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 20 20 0% -10% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% n Atvinnugreinavísitölur S&P 500: hæsta mínus lægsta ávöxtun ● S&P 500 hlutabréfavísitala ✿ Mikill munur á ávöxtun milli atvinnugreina Eftir kröftugar verðhækkanir undanfarna ársfjórðunga er verðlagning hlutabréfa- markaða víðs vegar um heiminn orðin rausnarleg á hefðbundna mælikvarða. 15% nam hækkunin á heimsvísi- tölu hlutabréfa á síðasta ári. Finnska fordæmið Uppátæki finnska bankans Aalands- banken er um- hugsunarvert. Aalandsbanken mun greiða út arð sem er fjórum sinnum hærri en há- markið sem Evrópski seðlabank- inn miðar við og finnska fjármála- eftirlitið segist ekki geta komið í veg fyrir það. Þá vaknar sú spurn- ing hvort Seðlabanki Íslands, undir stjórn Ásgeirs Jónssonar, muni fylgja Evrópska seðlabankanum og gefa út tilmæli um strangt þak á arðgreiðslur íslensku bankanna, sem eru mun betur fjármagnaðir en flestir evrópskir bankar, og þá eins hvort íslensku bankarnir ætli sér að fara eftir slíkum tilmælum. Ljóst er að innan bankakerfisins er gnægð fjármagns sem vill leita út. Hluthafar Arion banka vænta þess að fá eitthvað fyrir sinn skerf og ríkissjóður gæti viljað taka væna summu út úr Íslandsbanka áður en bankinn verður seldur. Hjónavíxlun Endurskipulagning Keahótela hafði í för með sér breytingar á stjórninni. Clare Scott Bert­ ucio, hefur tekið sæti eiginmanns síns, Jonathans B. Rubini, eins ríkasta manns Alaska og eiganda JL Properties, sem er hluthafi í Keahótelum, en Rubini var áður stjórnarformaður hótelkeðjunnar. Hugh Short, forstjóri banda- ríska fjárfestingarfyrirtækisins PT Capital, sem er einnig hlut- hafi í Keahótelum, tekur við stjórnarformennskunni. Þá hefur Fannar Ólafsson fjárfestir vikið úr stjórn en í stað hans kemur Magnús Magnússon, sem starfar á fyrirtækjasviði Landsbankans. Bankinn eignaðist þriðjungs- hlut í hótelkeðjunni með skuld- breytingu á lánum, gegn því að hluthafar legðu hótelkeðjunni til hlutafé sem nam á þriðja hundrað milljónum króna. Draumurinn lifir enn Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og iðnaðarráð- herra Fram- sóknarflokksins, heldur fast í gamla drauma samvinnu- hreyfingarinnar í blaðagrein. Hann sagði æskilegt að leiðandi bankar væru sjálfeignarstofnanir, eða í reynd sparisjóðir. Sparisjóðir geta ekki keppt við einkabanka. Stjórn- endur þeirra skortir aðhald frá eigendum. Því verður reksturinn óhagkvæmari og lánakjör verri, sem leiðir til þess að viðskiptavin- ir leita annað. Þá eiga sjálfseignar- stofnanir örðugt með að auka við „hlutafé“ til að fjármagna vöxt eða standast efnahagsáföll. Tvö blómaskeið sparisjóða hérlendis má rekja til þess að bankar voru ekki til eða starfsemi þeirra var heft. Stundum reynast draumar óraunhæfir. 6 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.