Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 6 . J A N Ú A R 2 0 2 1 w v Rafmagnaður fjölskyldubíll HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 www.volkswagen.is/id4 77kWh rafhlaða VIÐSKIPTI Hlutfall lána í vanskilum hjá stóru bönkunum nam nærri 9 prósentum í október. Það jókst talsvert frá því í ágúst og hefur ekki verið hærra frá því árið 2013. Van­ skilin voru þó að mestu leyti bundin við ferðaþjónustuna, en hlutfall vanskila hjá heimilum minnkaði lítillega á sama tímabili. „Aðalsagan í þessu er erfiðleikar ferðaþjónustunnar, sem valda því að vanskilin skjótast upp. Vandinn virðist hins vegar ekki hafa náð til heimilanna,“ segir Yngvi Örn Krist­ insson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, í samtali við Markaðinn. Vanskil sem hlutfall af útlánum bankanna námu 8,6 prósentum í október. Til samanburðar voru van­ skilin 6 prósent í ágúst og aðeins 3,6 prósent í lok árs 2019. Til að finna hærra hlutfall vanskila þarf að leita aftur til ársins 2013. Hlutfallið, sem nam þá 12,5 prósentum, hafði lækkað úr 22,9 prósentum árið 2011. Sundurliðun eftir atvinnugrein­ um sýnir að kórónakreppan hefur haft mismunandi áhrif á mismun­ andi greinar efnahagslífsins. Hæst var vanskilahlutfallið í þjónustu, en það var 32 prósent í október samanborið við 16 prósent í ágúst og 5 prósent í desember 2019. Van­ skilahlutfall verslunar lækkaði hins vegar lítillega úr 4 prósentum niður í 3 prósent og hjá heimilunum lækk­ aði hlutfallið úr 3 prósentum niður í 2 prósent. Yngvi Örn segir að hugsanlega megi útskýra lítil áhrif kóróna­ kreppunnar á heimilin og aðrar atvinnugreinar þannig að kaupgeta sem Íslendingar hefðu annars nýtt í útlöndum var nýtt innanlands. Hann bendir á að launaþátturinn í ferðaþjónustu, sem var um 250 milljarðar árið 2019, hafi verið álíka mikill og innflutt ferðaþjónusta, það er ferðalög Íslendinga til útlanda. „Þegar þetta tvennt dettur út á sama tíma verða áhrifin á viðskipta­ jöfnuð tiltölulega lítil og kaupgetan sem var áður í útlöndum kemur inn á innlendan markað. Það skýrir til dæmis hvers vegna vanskil annarra atvinnugreina og heimila vaxa jafn lítið og raun ber vitni.“ – þfh / sjá Markaðinn Kreppan ekki náð til heimila Vanskilahlutfall hjá bönkunum nam nærri 9 prósentum í október. Hækkaði töluvert frá ágúst vegna áhrifa kórónakreppunnar á ferðaþjónustu. Vanskil heimila og verslunargeirans minnkuðu hins vegar. VIÐSKIPTI Áfallin staða samtrygg­ ingardeilda lífeyrissjóða væri 350 milljörðum króna lakari ef upp­ gjörskrafa sjóðanna hefði verið lækkuð um hálft prósentustig, niður í þrjú prósent, í byrjun árs 2020. „Áhrifin á áfallna stöðu yrðu ekki umf lúin nema með því að breyta áunnum réttindum,“ segir Jón Ævar Pálmason, sérfræðingur í áhættugreiningu. Hann segir annmörkum háð að finna heppilegt vaxtaviðmið til þess að meta loforð um lífeyrisgreiðslur áratugi fram í tímann. Aðstæður lífeyrissjóða geta verið ólíkar af því að sumir eru opnir nýjum sjóðfélög­ um, taka við iðgjöldum og stækka, en aðrir eru lokaðir á meðan þeir vinna að útgreiðslu lífeyris til sjóð­ félaga og eignir dragast saman. – þfh / sjá Markaðinn Réttindi næm fyrir kröfunni Þessar vinkonur nýttu síðdegið í gær til að freista þess að gleyma amstri hversdagsins með því að fara í sjósund í Nauthólsvík. Vinsælt er að fara í sjóinn við Öskjuhlíðina og lætur fólk ekki kaldan sjóinn aftra sér frá því að svamla þar um. Hægt er að fara í heita laug sem staðsett er á ylströndinni að sundinu loknu og fá þannig hlýju í kroppinn að nýju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Aðalsagan í þessu er erfiðleikar ferðaþjónustunnar, sem valda því að vanskilin skjótast upp. Yngvi Örn Krist- insson, hagfræð- ingur SF

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.