Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 20
Flest teikn á lofti benda til þess að íslenska krónan muni styrkjast á árinu. Bólusetning gegn COVID-19 hér á landi sem erlendis, stór gjaldeyrisforði, hugsanleg ásókn erlendra fjárfesta í íslensk hluta- og skuldabréf á nýju ári auk takmark- aðrar fjárfestingaþarfar lífeyris- sjóðanna á erlendum mörkuðum eru allt þættir sem styðja munu við gengi krónunnar. Þrátt fyrir að íslenska hagkerfið hafi gengið í gegnum eina hörðustu efnahags- lægð síðari tíma á síðasta ári endaði gengi krónunnar aðeins fimm til fimmtán prósentum lægra gagn- vart helstu viðskiptamyntum undir lok árs miðað við stöðuna í upphafi þess. Snemmsumars á síðasta ári til- kynnti Seðlabanki Íslands að nokk- urs konar heiðurmannasamkomu- lag væri milli lífeyrissjóðakerfisins og peningamálayfirvalda um að hinir fyrrnefndu myndu halda aftur af sér í erlendum fjárfestingum fram á haustið. Var þetta gert til að draga úr þrýstingi til veikingar á krón- una, en á sama tíma var nokkuð umfangsmikil eignasala erlendra aðila að eiga sér stað á íslenska markaðnum. Engu að síður hélt krónan áfram að veikjast inn í haustið. Erlendir hlutabréfamarkaðir tóku svo við sér allhressilega á fjórða ársfjórð- ungi, sem orsakaði það að erlend eignasöfn lífeyrissjóðanna hækk- uðu mikið. Heimildir Markaðarins herma að í það minnsta einn stærri lífeyrissjóðanna hafi hreinlega þurft að selja hluta eigna sinna erlendis til að halda hlutfallinu milli erlendra og innlendra eigna innan fjárfestingastefnu sinnar. Á tímabilinu frá maí og til október- loka á þessu ári hækkuðu erlendar eignir lífeyrissjóðakerfisins um ríf lega 14 prósent, einkum og sér í lagi vegna snarpra hækkana á erlendum mörkuðum. Það kallaði á áðurnefnda sölu á erlendum eign- um. Söluandvirði eignanna hefur síðan að öllum líkindum ratað inn á íslenska gjaldeyrismarkaðinn á síðustu vikum ársins, en það kann að skýra að hluta snarpa styrkingu krónunnar gagnvart helstu við- skiptamyntum frá lok október og fram í desember. Fjárfestingaþörf íslenskra lífeyr- issjóða erlendis er því líklega ekki jafnmikil og rætt var um á miðju síðasta ári. Nettó innf læði vegna innborgana lífeyris er talið nema á bilinu 120 til 140 milljörðum króna á ári. Heildarfjárfestingageta líf- eyrissjóðanna á ári hverju er hins vegar um 300 milljarðar króna, ef vaxta- og þáttatekjur fjárfestinga eru teknar með í reikninginn. Stöðugt gengi framan af ári Ragnar Björn Ragnarsson, gjaldeyr- ismiðlari hjá Arion banka, metur stöðuna sem svo að fjárfestinga- þörf lífeyriskerfisins á erlendum mörkuðum verði á bilinu 50 til 80 milljarðar á næsta ári svo hlutfalli erlendra og innlendra eigna verði Ég tel að Seðlabank- inn viðhaldi þessari sölu þar til krónan hefur fengið frekari stuðning frá ferðaþjónust- unni. Ragnar B. Ragnarsson gjaldeyrismiðlari Þórður Gunnarsson thg@frettabladid.is ✿ Gengisþróun helstu viðskiptamynta 2020 GBP USD EUR 100 150 200 31. desember 2019 - 31. desember 2020 Horfur á sterkari krónu á nýja árinu Þrátt fyrir djúpa efnahagskreppu hefur gengi krónunnar lítið gefið eftir. Mikil hækkun eignaverðs á erlendum mörkuðum heldur aftur af fjárfestingaþörf lífeyriskerfisins. Líklegt að gengi krónunnar verði stöðugt framan af ári en styrkist á síðari hluta ársins. Endurkoma ferðamanna á sjónarsviðið mun leika lykilhlutverk við styrkingu krónunnar á þessu ári. Gengið hefur þó gefið minna eftir en við var búist þegar landið lokaðist. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hröð hækkun erlendra eigna lífeyriskerfisins Samkvæmt lögum má hámark er- lendra eigna lífeyrissjóða vera 50 prósent af heildareignum. Flestir lífeyrissjóðir hafa hins vegar markað sér fjárfestingastefnu sem kveður á um lægra hlutfall en svo. A-deild Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins hefur þá stefnu að 45 prósent eigna verði erlend árið 2025, samtryggingardeild Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur markað sér stefnu um að erlendar eignir séu öllu jöfnu 40,5 prósent af heildareignum og Gildi hefur markað sér stefnu um 39 prósenta hlutfall erlendra eigna. Hlutfall erlendra eigna í samtryggingardeildum þessara þriggja stærstu lífeyrissjóða landsins var hins vegar komið yfir 40 prósent undir lok september, en þetta má lesa úr tölum fjár- málaeftirlits Seðlabanka Íslands um flokkun á eignum lífeyrissjóð- anna sem ná til loka september. Hlutfall erlendra eigna hjá LSR nam rúmlega 43 prósentum í lok september. Hlutfall Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, næststærsta sjóðsins, nam tæplega 43 pró- sentum og hjá Gildi lífeyrissjóði var það komið upp í 40 prósent. Þrátt fyrir að þetta eignahlutfall sé samkvæmt fjárfestingastefnu sjóðanna, er venjan sú að þeir haldi sig aðeins undir fjárfest- ingastefnu til að hafa svigrúm til hækkana án þess að vikið sé of langt frá vikmörkum fjárfestinga- stefnu þeirra. 1.000 800 600 400 200 Milljarðar okt. 2016 nóv. 2020 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% % 31,8% 31,3% Gjaldeyrisforði Seðlabanka ÍslandsHlutfall VLF ✿ Gjaldeyrisforði Seðlabankans 6 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.