Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Verði ekki
komið
skikki á
þetta flipp í
nauðgunar-
málum, sem
er í gangi í
Landsrétti,
er hætt við
að þolendur
ofbeldis
dragi sig
aftur inn í
skel.
Þó að bólu-
setningar
veki okkur
langþráða
von í brjósti,
þá er hraður
efnahagsbati
ekki fastur í
hendi.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur @frettabladid.is
Viltu súpu væna?
Ilmandi upplýsingaóreiðu-
súpa var borin á borð fyrir
landsmenn í gær og í fyrradag.
Í mjög skýrum fréttaf lutningi
var greint frá því að fólk væri
enn dauðlegt þrátt fyrir að hafa
fengið bóluefni við COVID-19.
Í öllum tilvikum kom fram að
ekkert orsakasamhengi væri
þar á milli. Samt segja sumir að
það hafi ekki verið nógu skýrt.
Fréttirnar voru skrifaðar því
málið átti erindi við almenn-
ing. Einhverjir sögðu að réttar
upplýsingar væru þá líka óreiða
vegna þess að almenningur væri
betur settur án þeirra. Átti þá að
skrifa óreiðuna á tilkynningu
frá Lyfjastofnun sem aldrei var
send. Þarf nú væntanlega að
skipa aðra upplýsingaóreiðu-
nefnd, nú til að hafa hemil á
réttum upplýsingum sem valdið
geta óreiðu.
Jólasveinar
Samfélagsmiðlar loga af mis-
gáfulegum samsæriskenningum
um bóluefni. Allt frá því að verið
sé að koma fyrir njósnabúnaði í
æðum fólks, yfir í að í bóluefnis-
skammtinum sé hálfrar aldar
gömul krabbameinsfruma. Best
er kenningin um að bóluefnið sé
runnið undan rifjum Grýlu og
Leppalúða sem freista þess að
erfðabreyta fólki svo það verði
að jólasveinum. Sé það rétt er
efnið framvirkt. Svo margir jóla-
sveinar taka þátt í umræðunni.
HAFÐU FJÖLPÓSTINN
ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
– MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS
Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar
blaðið er opnað!
Íslendingar lesa Fréttablaðið
daglega að meðaltali.*
Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050
eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is.
Útvegum einnig hagstæð verð í prentun.
93.000
*Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019.
Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019
Árið fram undan verður fullt af krefjandi verk-efnum. Alvarlegar aðstæður á vinnumarkaði og efnahagshorfurnar dökkar langt fram eftir
nýju ári. Þó að bólusetningar veki okkur langþráða
von í brjósti, þá er hraður efnahagsbati ekki fastur í
hendi.
Þá skiptir mestu máli að vera undirbúin og ákveða
hvert við ætlum og hvernig. Til að viðspyrnan verði
kraftmikil og farsæl verðum við að nýta aflið í sam-
stöðunni og samvinnunni – sem var eitt af því besta
við síðasta ár.
Efnahagsleg endurreisn kemur nefnilega ekki
af sjálfu sér. Við verðum að ákveða hvernig hún á
að vera. COVID-19 hefur afhjúpað kosti samfélaga
okkar en líka alvarlega galla. Þess vegna er ekki
í boði að nýta „gömlu, góðu“ efnahagsmeðölin,
heldur er einstakt tækifæri til að taka upp réttlátara
og jafnara efnahagskerfi og að við sköpum heil-
brigðari og grænni framtíð fyrir börnin okkar.
Þau sem eru nú mest útsett fyrir ójöfnuði er fólk af
erlendum uppruna, konur og ungt fólk. Tekjulægra
fólkið. Tölur sanna þetta.
Þegar við byggjum upp á ný verðum við að hafa
fókusinn á því hvernig við tökumst á við stöðu
þessara hópa, en byggjum um leið til grænni fram-
tíðar. Ef við byrjum strax að móta skýrar og ábyrgar
undirstöður að efnahagsbatanum með sjálf bærni
og loftslagsvænum leiðum, þá sköpum við ný,
grænni störf, byggjum upp samfélagið með grænum
aðferðum og lyftum þeim sem mest þurfa á því að
halda um leið og við sköpum seiglu og þrautseigju til
frambúðar.
Óréttlæti í íslensku samfélagi snýst ekki eingöngu
um félagslegt eða efnahagslegt óréttlæti, heldur líka
réttlætið í því að lifa, búa og starfa í raunverulega
umhverfisvænu og loftslagsvænu samfélagi. Þar
sem fjármunum er stýrt af festu og skýrleika í lofts-
lagsaðgerðir og græna uppbyggingu þar sem engin
eru skilin eftir. Þannig verður til heilbrigt efnahags-
kerfi og samfélag til frambúðar. Eftir hverju er verið
að bíða? Af stað!
Af stað!
Rósa Björk
Brynjólfsdóttir
þingmaður Sam-
fylkingarinnar
Barátta íslenskra kvenna fyrir sjálfsákvörð-unarrétti sínum og kynferðislegri friðhelgi hefur staðið í bráðum hálfa öld.Á fyrstu áratugum baráttunnar var allt ómögulegt. Lögin voru forneskjuleg, samfélagsumræðan tabú, lögreglan var for-
dómafull gagnvart konum og dómstólarnir líka.
Þegar kynferðisbrotakafla hegningarlaganna var
breytt árið 1992 höfðu ákvæði um nauðgun og önnur
kynferðisbrot staðið óbreytt í lögum frá árinu 1940.
Upp úr sauð hins vegar árið 1984 þegar sakadómur
Reykjavíkur synjaði kröfu um gæsluvarðhald yfir
manni sem grunaður var um að hafa nauðgað konu á
Hverfisgötu og gert strax í kjölfarið tilraun til annarrar
nauðgunar. Konur fengu nóg af ofbeldinu og kröfðust
úrbóta.
Gerðar voru breytingar á kynferðisbrotakaflanum
með það að markmiði að færa hann til nútímahorfs.
Tók nú dómum fyrir kynferðisbrot að fjölga hægt og
bítandi og í hönd fóru áratugir mikillar upplýsingar um
kynferðisbrot, einkenni þeirra og afleiðingar. Umræðan
opnaðist upp á gátt og þótt kynferðisbrotaákvæði hegn-
ingarlaganna væru tiltölulega nýendurskoðuð fóru þau
aftur að sæta gagnrýni. Þau veittu þolendum ekki nægi-
lega vernd. Gagnrýnin beindist þó ekki eingöngu að
lögunum, heldur einnig framkvæmdinni. Refsiákvarð-
anir voru of vægar og sönnunarbyrðin of þung. Ráðist
var í aðra endurskoðun ákvæða um kynferðisbrot og
með lögum sem samþykkt voru 2007 var skilgreiningu
nauðgunarhugtaksins enn breytt og refsiramminn
hækkaður úr einu til sex árum upp í sextán ár.
Á næstu árum fóru konur að lauma sér inn í raðir
lögreglunnar. Þær hafa sett kynferðisbrot í forgang og
lögreglan lítur ekki lengur á heimilisofbeldi sem einka-
mál brotinna fjölskyldna.
Þekking á þessum viðkvæmu og erfiðu málum hefur
aukist gríðarlega á þeim áratugum sem liðnir eru frá
því mæður okkar og ömmur sögðu hingað og ekki
lengra. Löggjafinn er búinn að ná þessu og löggurnar
eru komnar um borð. Settur hefur verið upp faglegur
ferill fyrir fólk sem þarf að stíga þau erfiðu spor að kæra
nauðgun.
Engu að síður sitjum við uppi með það árið 2021
að þolendur kynferðisbrota ná ekki enn rétti sínum.
Loksins, þegar við virtumst vera að komast á beinu
brautina eftir langa baráttu, bregðast dómstólar og
einkum hinn nýi Landsréttur. Sakfellingum er iðulega
snúið við og sýknað. Refsingar, sem hafa reyndar aldrei
komist upp úr því lágmarki sem þær voru í fyrir fjörutíu
árum, eru mildaðar eða jafnvel felldar niður vegna tafa
á málsmeðferð.
Markmið þess að bæta nýju dómstigi við íslenska
dómstólaskipan var að auka réttaröryggi borgaranna
en ekki valda fullkominni réttaróvissu, eins og Lands-
rétti virðist reyndar einum lagið. Verði ekki komið
skikki á þetta flipp í nauðgunarmálum, sem er í gangi
í Landsrétti, er hætt við að þolendur ofbeldis dragi sig
aftur inn í skel frekar en að láta teyma sig á asnaeyr-
unum upp þrjú dómstig, upp á von og óvon í fullkom-
lega ófyrirsjáanlegu kerfi.
Bakslag
6 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN