Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 11
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkis-stjórnar segir: „Fjármagnstekju-skattur verður hækkaður í 22 prósent í upphafi kjörtímabils í því markmiði að gera skattkerfið réttlát- ara óháð uppruna tekna. Samhliða verður skattstofn fjármagnstekju- skatts tekinn til endurskoðunar.“ Starfshópur fékk það verkefni að endurskoða skattstofn fjármagns- tekjuskatts „með tilliti til verðbólgu þar sem hún hefur áhrif á skatt- byrði fjármagnstekna“ eins og segir í greinargerð með frumvarpinu þegar það var lagt fyrir Alþingi (Þingskjal 466 – 374. mál). Í frumvarpinu var söluhagnaður af frístundahúsnæði, sem hefur verið í eigu manna í fimm ár eða lengur, undanþeginn tekju- skatti af fjármagnstekjum (fjár- magnstekjuskatti). Það er löngu tímabært réttlætismál. Í afgreiðslu Alþingis var lágmark eignarhalds hins vegar lengt í sjö ár. Þá var því bætt við að hafi menn slysast til þess að hafa leigutekjur af húsnæðinu sitja þeir áfram í súpunni. Þeir, sem átt hafa frístundahúsnæði sitt skem- ur, geta einnig enn átt það á hættu að helming söluverðsins þurfi að telja fram sem stofn til útreiknings á fjár- magnstekjuskatti eigi þeir ekki gott bókhald og gögn yfir byggingar- kostnaðinn. Frumvarpið var engan veginn almenn endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskatts og það gerði enga tilraun til þess að leiðrétta áhrif verðbólgu á skattlagningu verðmæta svo sem hagnað af sölu fasteigna í atvinnurekstri. Hér skal tekið ein- faldað dæmi. Í nóvember árið 2000 var stofnað hlutafélag um skrifstofuhúsnæði sem keypt var gegn staðgreiðslu fyrir fjárhæð sem samsvaraði fast- eignamati eignarinnar. Það var þá sex milljónir króna. Hlutaféð nam sömu fjárhæð. Í nóvember síðastliðnum bauðst hlutafélaginu að selja annað hvort fasteignina eða félagið á núverandi fasteignamati en það nemur nú 18 milljónum króna. Kaupverð fasteignarinnar hefur aldrei verið afskrifað þannig að munur boðins kaupverðs og upphaflegs kaupverðs, kr. tólf milljónir, telst hagnaður í bókum félagsins. Hluthafar félagsins spurðu endur- skoðanda félagsins hvora leiðina þeir ættu að fara. Hann tjáði þeim að félaginu bæri að greiða 20% tekjuskatt af „söluhagnaðinum“ og færi svo að eftirstöðvarnar umfram hlutaféð yrðu greiddar út sem arður og félagið leyst upp, bæri hluthöf- unum að greiða 22% fjármagns- tekjuskatt af 9,6 milljónum, eða kr. 2.112.000. Samtals fengi skattheimt- an þannig kr. 4.512.000 í sinn hlut af þessum viðskiptum. En þá var spurt: Hvernig kæmi þetta út ef við seldum félagið? Í því tilviki væri söluhagnaður hluta- bréfanna 12 milljónir og 22% fjár- magnstekjuskattur af þeirri fjárhæð kr. 2.640.000. En hagnast hluthafarnir sem þessu nemur? Svo er ekki. Verðgildi krónunnar hefur rýrnað til jafnaðar um 4,5% árlega á þessu tímabili. Ef upphaflegt kaupverð væri fært til núverandi verðlags er fjárhæðin 14,5 milljónir. Raunverulegur sölu- hagnaður er því mun minni eða kr. 3,5 milljónir. Hlutfall fjármagns- tekjuskattsins verður þannig í reynd rúmlega 75% og nær 130% í dæminu þegar báðir tekjuskattarnir leggjast saman. En hagnast hluthafarnir sem þessu nemur? Svo er ekki. Verðgildi krónunnar hefur rýrnað til jafnaðar um 4,5% árlega á þessu tímabili. Skattheimtan græðir á verðbólgunni Árni Árnason rekstrarhag- fræðingur Þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði frá 1986Eykt ehf. / Stórhöfða 34–40 / 110 Reykjavík / Sími 595 4400 / eykt.is Eykt ehf. leitar eftir reyndum verkefnastjórum til að stjórna framkvæmdum á vegum félagsins. Verkefnastjóri er hluti af stjórnendateymi Eyktar. Helstu verkefni: • Samningagerð við undirverktaka og birgja og stjórn innkaupa vegna þeirra verka sem hann stjórnar • Gerð og eftirfylgni verk- og kostnaðaráætlana • Reikningagerð og uppgjör verka • Tilboðsgerð Menntunar- og hæfniskröfur: • Byggingaverkfræðingur/byggingatæknifræðingur/byggingafræðingur • Hæfni í notkun helstu stjórntækja við áætlanagerð • Samstarfsfærni innan fyrirtækis og útávið Tekið er við umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu á skrifstofu Eyktar á Stórhöfða 34–40 eða með tölvupósti á palld@eykt.is. Upplýsingar um starfið veitir Páll Daníel Sigurðsson, framkvæmdastjóri, á skrifstofu Eyktar. Verkefnastjórar óskast Hlutverk Eyktar er að byggja vönduð mannvirki sem umgjörð um daglegt líf og atvinnurekstur. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 6 . J A N Ú A R 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.