Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 21
við haldið. „Seðlabankinn ætlar að selja 60 milljónir evra á gjald- eyrismarkaði í janúar. Ef við gefum okkur að sá taktur haldi áfram út árið verða það 720 milljónir evra eða um 110 milljarðar króna yfir árið. Ég tel að Seðlabankinn við- haldi þessari sölu þar til krónan hefur fengið frekari stuðning frá ferðaþjónustunni,“ segir Ragnar og bætir við: „Mér finnst því lík- legt að krónan verði á svipuðum slóðum og hún er núna en muni svo styrkjast þegar gjaldeyrisinn- f læði frá ferðaþjónustunni fer að skila sér, sem verður líklega á þriðja ársfjórðungi. Vissulega geta aðrir þættir f lýtt þeirri þróun eins og til dæmis gjaldeyrisvarnir útf lutn- ingsfyrirtækja eða fjárfestingar erlendra aðila [á íslenska mark- aðnum],“ segir Ragnar. Engin gjaldeyriskreppa Ólíkt því sem Íslendingar hafa almennt vanist á síðastliðnum ára- tugum hefur sú efnahagslægð sem hófst á útmánuðum síðasta árs ekki haft í för með sér gjaldeyriskreppu í ofanálag. „Það er nýmæli að Ísland gangi í gegnum svo stóra efnahags- kreppu án þess að gjaldeyriskreppa fylgi með. Stór gjaldeyrisforði er auðvitað góður hurðarstoppari í þessum efnum og ekki er margt að sjá í kerfinu sem gæti komið af stað miklu útf læði gjaldeyris á skömmum tíma,“ segir Ársæll Val- fells, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann bendir þó einnig á að þrátt fyrir að höft hafi verið afnumin af krónunni að nafninu til, sé gjald- eyrismarkaður ýmsum takmörk- unum háður, nema þegar kemur að vöruviðskiptum. Af leiðuviðskipti með krónuna séu í meginatriðum bönnuð og því sé verðmyndun á krónunni ekki með skilvirkasta hætti. Ástand gjaldeyrismarkaðar sé því að mörgu leyti sambærilegt því sem það var á miðjum tíunda áratugnum, áður en Ísland varð hluti af Evrópska efnahagssvæðinu. „Svo má nú kannski segja að það væri skrítið ef gengi krónunnar væri ekki nokkurn veginn á þeim stað sem Seðlabankinn vill hafa það. Ríkissjóður er með stóran hluta fjármálakerfisins í fanginu og Seðlabankinn hefur mikil völd yfir bæði lánabókum bankanna og gjaldeyrisjöfnuði þeirra. Í grófum dráttum þarf leyfi Seðlabankans til mestallra gjaldeyrisviðskipta nema vöruviðskipta,“ segir Ársæll. Innflæði líklegra en hitt Meðal þess sem verkaði til veik- ingar krónunnar um miðbik síð- asta árs var fjármagnsflótti af inn- lendum verðbréfamörkuðum, en það voru einkum erlendir aðilar sem voru að losa um fjárfestingar sínar hér á landi. Greint var frá því í byrjun nóvember að stærsti ein- staki eigandi íslenskra skuldabréfa, BlueBay Asset Management, hefði losað meira og minna alla sína eign í íslenskum ríkisskuldabréfum – alls um 50 milljarða króna. Eftir þá sölu voru aðeins um 5 prósent af íslenskum ríkisskuldabréfum í eigu erlendra aðila, en það hlut- fall hefur sjaldan verið lægra. Einn viðmælandi Markaðarins sagði að innf læði á íslenska skuldabréfa- markaðinn væri líklegra en útflæði sem stendur. Hvað varðar hlutabréfamarkað liggur fyrir að frá og með maí á þessu ári verður íslenski hluta- bréfamarkaðurinn hluti af svo- kallaðri Frontier Markets-vísitölu MSCI. Bent hefur verið á að þetta kunni að skapa innflæði erlendrar fjárfestingar á innlendan hluta- bréfamarkað, en margir erlendir sjóðir eru bundnir að hluta eða í heild af samsetningu vísitölu MSCI. „Það þarf ekki háar fjárhæðir til að hreyfa gjaldeyrismarkaðinn hér heima. Ef það koma inn 20 til 30 milljarðar frá sjóðum sem eru bundnir af MSCI-vísitölunni þá mun það hafa töluverð áhrif, í það minnsta til skemmri tíma,“ sagði annar viðmælandi, en meðalvelta á gjaldeyrismarkaði var ríf lega einn og hálfur milljarður króna á hverjum viðskiptadegi á síðasta ári. Það er nýmæli að Ísland gangi í gegnum svo stóra efnahags- kreppu án þess að gjald- eyriskreppa fylgi með. Ársæll Valfells, lektor við Háskóla Íslands Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! SALATTÍMI Í JANÚAR Þrjár tegundir af ljúffengu salati í hádeginu mánudaga–föstudaga Kjúklingasalat Tígrisrækjusalat Confit kalkúnasalat Hummusturn fylgir með! >1.900 kr. EITT SALAT + HUMMUSTURN ✿ Erlendar eignir lífeyrissjóðanna Erlendar eignir (v. ás) 1 0 2 3 4 5 6 Heildareignir lífeyrissjóða (v. ás) milljarðar október 2016 - október 2020 Hlutfall erlendra eigna (h.ás) 35% 30% 25% 20% Engar ákvarðanir um heimild til afleiðuviðskipta með krónuna Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort afleiðuviðskipti með krónuna verði heimil á ný, segir í skriflegu svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Markaðarins í gær. Afleiðuviðskipti með krónuna séu hins vegar til stöðugrar skoðunar innan bankans. Gunnar Jakobsson aðstoðarseðlabankastjóri sagði á peningamálafundi Viðskiptaráðs í nóvember að hyggilegt væri að kanna frekari heimildir til afleiðu- viðskipta, en þau hefðu slæmt orð á sér: „Það þarf að skoða með hvaða hætti er hægt að leyfa frekari afleiðuviðskipti með gjaldeyri,“ sagði Gunnar og bætti við að hægt væri að setja stíf skilyrði fyrir þeim. Núgildandi takmarkanir á af- leiðuviðskiptum með gjaldeyri eru meðal leifa gjaldeyrishaftanna. Færð hafa verið rök fyrir því að Seðlabankinn afnæmi núgildandi takmörkun á gjaldeyrisviðskipti með því að leyfa stöðutöku í krónunni, það væri meðal áhrifa- ríkustu leiða til að bæta veltu og dýpt markaða að fá fleiri aðila að borðinu á íslenska gjaldeyris- markaðnum. 7M I Ð V I K U D A G U R 6 . J A N Ú A R 2 0 2 1 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.