Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 12
6 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT HANDBOLTI Íslenska handbolta- landsliðið mætir Portúgal í fyrsta leik liðanna af þremur á átta dögum í dag, en leikurinn er hluti af undan- keppni EM og fer fram ytra. Liðin mætast á ný á sunnudaginn og að lokum á fimmtudaginn í næstu viku í fyrsta leik liðanna í lokakeppni HM í Egyptalandi. Sjaldgæft er að lið séu að leika keppnisleiki svona rétt fyrir mót og þarf þjálfarateymið því að halda nokkrum boltum á lofti á sama tíma. Á sama tíma gæti það reynst liðinu vel að fá leiki til að hlaupa af sér hornin og skerpa á réttu hlutunum rétt fyrir HM. Stærsti höfuðverkur þjálfara- teymisins verður hvaða aðilar eru tilbúnir að taka við ábyrgðinni í sóknarleik Íslands, sem yfirleitt hvílir á herðum Arons Pálmars- sonar. Aron sem er fyrirliði Íslands og einn af bestu handboltamönnum heims, er fjarverandi vegna meiðsla og verður ekki með liðinu í Egypta- landi. Það fellur því öðrum leik- mönnum í skaut að stýra sókn Íslands og fær þjálfarateymið hér kjörið tækifæri til að sjá hver skal leiða liðið þegar f lautað verður til leiks í Kaíró. Ágúst Þór Jóhannson, þjálfari kvennaliðs Vals og aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, tekur undir að það séu kostir og gallar að fá keppnisleik sem þennan svo stuttu fyrir fyrsta leik á HM. „Þetta er auðvitað mjög sérstök staða, að mæta feykilega öf lugu liði Portúgal þrisvar á átta dögum. Þetta verða erfiðar viðureignir og það eru tvær hliðar á því hvort að það séu kostir eða gallar. Ég hallast frekar að því að það sé kostur fyrir okkar menn,“ segir Ágúst um undir- búninginn sem íslenska liðið fær. „Við erum með frábæran þjálfara í Guðmundi sem er frábær að leik- greina andstæðinga sína og sitt lið. Hann er f ljótur að sjá hvað gengur vel og við ættum að geta grætt á þessu þótt að þetta sé snúin staða og enginn óska undirbúningur. Liðið fær ekki mikinn tíma saman en þetta gæti verið góð leið þótt að það megi ekki gleymast að þetta eru leikir í undankeppni.“ Ágúst tók undir að þetta gæti aðstoðað liðið að finna út hvaða einstaklingar geti tekið við keflinu af Aroni. „Það er ekkert leyndarmál að það er gríðarlegur missir að Aroni enda einn af bestu handboltamönnum heims. Það er vonandi að þeir finni réttu blönduna og þeir geta nýtt þessa leiki í að skoða það nánar,“ segir Ágúst um leitina að staðgengli Arons. – kpt Þjálfarateymið fær generalprufu fyrir keppnina í Egyptalandi Aukin ábyrgð verður á Ólafi Andrési í fjarveru Arons. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildin til- kynnti í gær að næstu vikurnar yrði skimað eftir kórónaveirunni hjá öllum félögum tvisvar í viku eftir að fjörutíu tilfelli greindust í síðustu viku. Ákvörðunin var tekin degi eftir að Boris Johnson, forsætis- ráðherra Bretlands, tilkynnti hertar aðgerðir, en að atvinnudeildirnar í knattspyrnu fengju að halda áfram. Alls greindust 40 einstaklingar innan ensku úrvalsdeildarinnar með kórónaveiruna í síðustu viku en það nær til leikmanna og starfs- manna félaganna. Það er nýtt met í reglubundinni skimun ensku úrvalsdeildarinnar en fyrra metið var átján tilfelli á einni viku, sem gerðist viku áður. Yfir jólahátíðirnar þurfti enska úrvalsdeildin að fresta þremur leikjum vegna smits innan leikmannahópa Manchester City og Fulham. – kpt Fjörutíu smit  á einni viku  Fresta þurfti leik Everton og Man. City um jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Ungverska stórveldið Pick Szeged tilkynnti í gær að félag- ið hefði komist að samkomulagi við Stefán Rafn Sigurmannsson horna- mann um riftun á samningi. Stefán er eini Íslendingurinn sem leikið hefur með félaginu og skilaði 392 mörkum fyrir Pick Szeged. Hafnfirðingurinn samdi við ung- verska félagið árið 2017 en hefur lítið komið við sögu síðustu mánuði vegna meiðsla. Stefán varð ung- verskur meistari með liðinu á fyrsta ári sínu og vann bikarmeistara- titilinn í Ungverjalandi ári síðar, en erfið meiðsli hafa sett strik í reikn- inginn undanfarin ár. Hann hefur áður orðið landsmeistari í Þýska- landi með Rhein-Neckar Löwen og danskur meistari með Álaborg. Stefán hefur lítið komið við sögu með íslenska landsliðinu undan- farin ár vegna meiðslanna, en hann fór síðast á Evrópumótið 2018. – kpt Riftu samningi Stefáns Rafns FÓTBOLTI „Það er ótrúlegt og mjög skemmtilegt. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur í aðdraganda stórmótsins á næsta ári. Landsliðs- þjálfarar hafa lengi bent á að það væri gott að hafa f leiri leikmenn á þessu atvinnumannastigi með meiri samkeppni,“ segir Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðs- kona og landsliðsþjálfari kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, aðspurð út í staðreyndina að Ísland eigi nú fjóra leikmenn í sterkustu deild heims samkvæmt styrkleikalista UEFA. Síðastliðið mánudagskvöld var það staðfest að landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir væri búin að semja við Bordeaux til átján mánaða. Um leið varð Svava fjórði Íslendingurinn í frönsku deildinni þar sem fyrir voru Sara Björk Gunn- arsdóttir hjá Lyon og Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir hjá Le Havre. Samkvæmt styrkleikalista UEFA er franska deildin sú sterkasta í Evrópu þar sem einokun Lyon í Meistaradeild Evrópu spilar stóra rullu, á undan þeirri þýsku. Svava kemur til Bordeaux sem er í harðri baráttu um þriðja sæti deildarinnar sem veitir þátttökurétt í Meistara- deild Evrópu í fyrsta sinn í vor eftir að hafa tekið þátt í því að koma Kristianstads í Svíþjóð í undan- keppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins á nýaf- stöðnu tímabili í Svíþjóð. Svava er ein af nokkrum lands- liðskonum sem hafa verið að semja við erlend lið að undanförnu. Ekki er ár liðið síðan Sara varð annar Íslendingurinn til að semja við franskt lið á eftir Fanndísi Friðriks- dóttur sem samdi við Marseille árið 2017. Þegar líða tók á haustið sömdu Anna Björk og Berglind Björg við Le Havre sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en í vetur hafa landsliðs- konurnar Arna Sif Ásgrímsdóttir, Guðný Árnadóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir allar samið við lið erlendis. „Ég held að leikmennirnir séu klárlega með það í huga að það sé stórmót á næsta ári. Ég man að Freyr, þáverandi landsliðsþjálfari, talaði um það eftir síðasta EM að það vantaði f leiri leikmenn út í atvinnumennsku. Það vantaði aðeins upp á tempóið. Þetta eykur á bjartsýnina hjá manni að sjá alla þessa leikmenn fara út Í atvinnu- mennsku.“ Helena tekur undir að það sé jákvætt skref að sjá leikmenn fara víðar í Evrópu en þegar hún var leikmaður horfðu leikmenn helst til Norðurlandanna. „Þær eru að opna f leiri tækifæri fyrir íslenska leikmenn. Mín kyn- slóð var yfirleitt að horfa til Sví- þjóðar og Noregs með möguleika á því að tengja þetta námi. Það skal þó ekki gleyma því að sænski boltinn hefur hentað íslenskum leikmönnum vel. Sveindís samdi í Þýskalandi en fær að taka af sér mesta skrekkinn í Svíþjóð fyrst. Margrét Lára kom inn á í þáttunum í sumar að Sviþjóð sé góður skóli í atvinnumennskunni,“ segir Hel- ena en hún stýrir Pepsi Max mörk- unum, umfjöllunarþætti um efstu deild kvennaboltans á Íslandi. Helena tekur undir að það sé hvetjandi fyrir aðra leikmenn að sjá stórlið eins og Wolfsburg kaupa leikmann beint frá Íslandi í Svein- dísi Jane. „Það er ótrúlegt og vonandi mikil hvatning fyrir unga leikmenn. Að sjá skrefin sem hún er að taka eru svo gríðarlega stór eftir aðeins tvö ár í efstu deild. Þetta gefur öðrum leikmönnum heilmikið og þar að auki er Sveindís svo mikil fyrir- mynd. Hún setur gott fordæmi með viðhorfi sínu og einbeitingu.“ kristinnpall@frettabladid.is Eykur bjartsýnina að sjá fleiri leikmenn fara í sterkari deildir Svava Rós Guðmundsdóttir varð í vikunni fjórði Íslendingurinn til að semja við franskt félag á stuttum tíma. Deildin er sú sterkasta í Evrópu samkvæmt styrkleikalista UEFA. Helena Ólafsdóttir sem stýrði landsliði Íslands á árum áður segir jákvætt að sjá leikmenn streyma út í atvinnumennsku fyrir EM. Svava sem á að baki 24 leiki fyrir Ísland varð fjórði Íslendingurinn til að semja við franskt lið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég held að leik- mennirnir séu klárlega með það í huga að það sé stórmót á næsta ári. Helena Ólafsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.