Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2020, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 16.12.2020, Blaðsíða 8
A ðventan finnst mér dásamlegur tími og nýt þess að skapa notalega stemmn- ingu heima. Ljósin útí glugga, kerta- ljósin, tónlistin, jólailmur, grenið og ekki síst túlipanarnir og svo er rauður amaryllis í uppáhaldi. Sam- veran við fjölskyldu og vini skapar stóran sess í hefðinni á aðventu en við stórfjölskyldan færðum okkar boð yfir á aðventuna. Vinahópurinn borðar saman villibráð. Vinkon- uhópar hittast í notalegri stemmn- ingu, tónleikar og hefðbundinn undirbúningur jólahaldsins. Við höldum í gamlar hefðir og bjuggum líka til okkar eigin hefð í matargerð. Á aðfangadag erum við með kalkúnabringu og hnetu steik. Við fjölskyldan borðum andar-confit á milli jóla og nýárs og svo er breytilegt hjá okkur á gamlárskvöld. Ég geri alltaf heimatilbúinn ís sem ég ólst upp við og kom frá ömmu minni Ástu og kókos- tertu í eftirrétt. Á jóladag er algjör afs- löppun en seint á jóladagskvöld kemur hópur góðra vina í heimsókn. Okkur þykir vænt um þessa hefð sem staðið hefur yfir frá því að við byrjuðum að búa. Þá er spjallað og stundum spilað. Það er líka hefð hjá okkur að fara í kirkju yfir jólahátíðina. Það fer lítið fyrir smáköku- bakstri núorðið en ég á góða að sem færa okkur sörur. Okkur finnst stemmning á þessum árstíma í því að borða og bjóða upp á allskonar villibráð, paté, grafna gæs, önd, osta, lax og fleira þegar gesti ber að garði. Alltaf tilhlökkun að borða rjúpur með matarklúbbnum okkar en sjálf var ég alin upp við rjúpur á aðfangadag ásamt hamborgarhrygg en ég lærði ekki að meta rjúpurnar af neinni alvöru fyrr en í seinni tíð. Besta við jólin er ef maður nær að slaka á og njóta með fólkinu sínu. Jólin leggjast bara vel í mig, maður er orðinn vanur að hitta fáa í einu svo ef ég fæ að hitta mitt nánasta fólk verður þetta í góðu lagi. Já, ég er jólabarn og er svo heppin að jólin kalla fram góðar tilfinningar hjá mér. Ég á hlýjar minningar frá mínum bernskujólum og vona að maður hafi náð að koma því svo áfram til barna og barnabarna. Við eigum þrjú uppkomin börn og fimm ömmu- og afastráka og tvo á ská, samtals sjö myndarlega pilta á aldr- inum tveggja til ellefu ára. Ég skreyti hóflega, við erum alltaf með lifandi jólatré sem við kaupum af Kiwanis og setjum upp viku fyrir jól. Þá finnst mér jólin vera komin. Ég skreyti líka sveitabæ fjölskyld- Höldum í gamlar hefðir JÓNÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR er eiginkona Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ: unnar á Hvalsnesi en þar ríkir mikil kyrrð og þangað finnst vinum og fjöl- skyldu gott að koma á aðventunni. Mér finnst gott að búa í Reykja- nesbæ. Við hjónin erum hér fædd og uppalin og höfum bæði búið hér alla okkar ævi nema á námsárunum þá bjuggum við í Reykjavík. Hér er fólkið okkar flest og hér eigum við marga góða vini. Mér finnst einkennandi fyrir að- ventuna hversu mikil samstaða er á meðal íbúa og hversu vel og dyggilega fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar eru að styðja við og styrkja Velferðasjóð kirkjunnar og fleiri aðila sem láta sig varða að sinna þeim sem eru hjálparþurfi. Svo er líka gaman að sjá að bæjar- búar tóku sig saman og eru fyrr á ferðinni í ár með ljósin í gluggum og skreytingar, sem er frábært í þessu mikla skammdegi. Mér finnst alltaf stemmning á Þorláksmessukvöld í bænum okkar, fullt af fólki í miðbænum, lúðra- sveit Tónlistarskólans spilar jólalög og jólasveinarnir á ferðinni. Það er gaman að sjá hversu vel nýi Að- ventugarðurinn er að falla í kramið hjá íbúum þar sem markmiðið er að lýsa upp svartasta skammdegið og skapa góða og notalega stemmningu fyrir fjölskylduna í aðdraganda jóla. Hnetusteikin hans Péturs 400 gr blandaðar hnetur (cashew, hessel o.fl.) 2 stk kúrbítur 1 stk laukur 4 gulrætur 6 blöð blaðlaukur 300 gr sveppir 200 gr sellerírót ½ ferskur chilli 10 gr engiferrót 3 stk fáfnisgras (estragon) 1 stk kjúklingateningur 1 dós kókosmjólk Aðferð: Laukur í pott gullbrúnaður, kúr­ bítur sneiddur og látinn malla með lauknum. Gulrætur, blaðlaukur, sveppir, sellerírót, engiferrót og chilli saxað út í, kókosmjólk hellt út í gumsið. Kryddað með estragoni, tening og pipar. Hnetur setttar í mat­ vinnsluvél og grófmalaðar. Hnetur léttristaðar á pönnu og settar í pottinn. Hægt að þykkja með haframjöli, u.þ.b. 1 bolla. Sett inn í 200 gráðu heitan ofninn og bakað í 30–40 mín Kókosterta með frostnu rjómaþaki 4 egg 140 gr kókosmjöl 140 gr flórsykur Aðskiljið eggjarauður og hvítur og þeytið eggjahvítur vandlega með fljórsykrinum. Blandið kókosmjölinu varlega saman við með sleikju og setjið deigið í smurt lausbotna tertu­ form. Bakið botninn við 130­150 gráður í 20–30 mín eða þar til hann er ljós­ brúnn að lit. Útbúið kremið á meðan kókosbotninn kólnar. Krem: 100 gr smjör 100 gr suðusúkkulaði 60 gr flórsykur 4 eggjarauður Bræðið smjörið og súkkulaðið yfir vatnsbaði og setjið í skál. Blandið flórsykrinum saman við og kælið blönduna vel. Bætið eggjarauðum í og þeytið á fullum krafti þar til kremið verður ljóst og þykkt. Smyrjið kreminu á botninn og látið kökuna standa í kæli fram að fram­ reiðslu. Frystið einn pela af þeyttum rjóma í sama formi og kakan var bökuð í og leggið ofan á rétt áður en tertan er borin fram.“ Vi óskum nemendum, starfsfólki og samstarfsa ilum okkar gle ilegra jóla og farsældar á n ju ári. Vinnuverndarskóli Íslands !"#$ %$&• 8 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.