Víkurfréttir - 16.12.2020, Blaðsíða 16
Jólin koma þegar húsið
er skreytt og smákök-
urnar bakaðar
Guðrún Kristinsdóttir starfar hjá Höllu
í Grindavík. Jólaljósin hjá henni fara
vanalega upp á fyrsta sunnudegi í aðventu
en fóru núna upp þann 18. nóvember.
– Ertu mikið jólabarn?
„Já, aðeins.“
– Fóru jólaljósin fyrr
upp í ár en í fyrra?
„Já, núna bara 18. nóvember en fara
venjulega upp á fyrsta sunnudegi í
aðventu.“
– Skreytir þú heimilið mikið?
„Já, frekar mikið en hvað er mikið?“
– Áttu einhverja sérstaka
minningu frá jólum?
„Já, þegar Helga frænka kom með
smákökur handa okkur þegar við
vorum yngri.“
– Hvað er ómissandi á jólum?
„Samveran með fjölskyldunni og
góður matur.“
– Hvað finnst þér skemmti-
legast um jólahátíðina?
„Sjá gleðina í börnunum.“
– Bakar þú fyrir jólin
og hvað þá helst?
„Já, sörur, lakkrístoppa og ætla núna
að leggja í hrærðu lagtertuna hennar
mömmu með aðstoð Bjöggu systur.“
– Hvenær klárar þú að
kaupa jólagjafirnar?
„Er ekki búin en býst við að klára í
byrjun desember.“
– Hvenær setjið þið upp jólatré?
„Yfirleitt um miðjan desember.“
– Eftirminnilegasta jólagjöfin?
„Skartskripaskrín frá pabba.“
– Hvenær eru jólin
komin fyrir þér?
„Þegar húsið er skreytt og smákök-
urnar bakaðar.“
– Hefurðu sótt messu um jóla-
hátíðirnar í gegnum tíðina?
„Nei, hef ekki gert það en kannski
breytist það.“
Laugardag 19. des kl. 11-18
Sunnudag 20. des kl. 13-18
Mánudag 21. des kl. 11-22
Þriðjudag 22. des kl. 11-22
Miðvikudag 23. des kl. 11-23
Fimmtudag 24. des kl. 10-12
flestra verslana í Betri bæ
í Reykjanesbæ fyrir jólin.
OPNUNARTÍMI
Gjafabréf í Betri bæ gilda í öllum verslunum
og veitingastöðum. Tilvalin jólagjöf.
Fæðingardeild Heil-
brigðisstofnunar Suð-
urnesja var í vikunni
færð myndarleg gjöf
frá þátttakendum í
Samvinnu starfsendur-
hæfingu. Þau tóku þátt
í námskeiði sem var
á vegum Samvinnu,
sem er deild innan
Miðstöðvar símenntunar á Suður-
nesjum.
Námskeiðið fjallar um þróun vöru
og þjónustu og á því er komið inn
á þætti eins og vöruþróun, vöru-
hönnun, samskipti, markaðs- og
sölumál ásamt þjónustu við sam-
félagið.
Í ár, eins og í fyrra, var
unnið að gerð samfellu
fyrir nýbura á fæðingar-
deild HSS. Á samfelluna
var prentuð falleg mynd
sem listamaðurinn Þór-
arinn Örn teiknaði en
hann var þátttakandi í
námskeiðinu.
Lindex í Reykjanesbæ gaf 150
bómullarsamfellur til verkefnisins og
Reykjanesapótek styrkti verkefnið
með því að greiða fyrir prentun á
myndinni á samfellurnar.
Myndin var tekin þegar samfell-
urnar 150 voru afhentar en það var
Jónína Birgisdóttir yfirljósmóðir á
HSS sem veitti gjöfinni viðtöku.
Gáfu 150 samfellur til fæðingardeildar HSS
16 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár