Víkurfréttir - 16.12.2020, Blaðsíða 66
Finnst gaman að matreiða
„Ég er búin að vera í átta ár hjá To-
yota en byrjaði að vinna hjá þeim í
allt öðru árið 2006 þegar ég var að
svara í símann og sækja bíla. Svo
kom hrunið og þá missti ég vinnuna
en var svo heppin stuttu seinna að
komast í vinnu hjá Hjallatúni, leik-
skóla í Njarðvík, en þar var ég í eld-
húsinu. Það var stór vinnustaður og
ég eldaði ofan í eitthvað um hundrað
manns, bæði börn og fullorðna. Allt
eldað frá grunni, bakað brauð og
ýmislegt. Ég byrjaði þar sem að-
stoðarkona hjá vinkonu minni í eld-
húsinu en fékk starfið hennar eftir
eitt ár þegar hún hætti störfum. Ég
hef alltaf haft áhuga á matargerð,
alveg frá því að ég var lítil stelpa
og stóð með mömmu minni við
pottana í eldhúsinu, var að fylgjast
með mömmu græja og gera. Þetta
voru góðar stundir því þá gátum við
einnig spjallað saman í leiðinni.
Þegar ég var átján ára fór ég á
húsmæðraskólann á Hallormsstað,
sem var æðislegt. Þar lærði ég allt
mögulegt, mjög gaman. Ég elskaði að
vera þarna fyrir austan og vildi helst
vera þar í þrjú ár en þetta var hálfur
vetur. Þarna var mikið brallað, einn
strákur var í hópnum og hann varð
kærasti einnar í nemendahópnum,“
segir Bella skælbrosandi við minn-
inguna og bætir við:
„Eftir svona tvö, þrjú ár í Hjalla-
túni höfðu þeir hjá Toyota sam-
band við mig og buðu mér starf í
eldhúsinu þeirra sem þá var nýlega
opnað fyrir starfsmenn. Þeir buðu
mér styttri vinnutíma og einfaldara
starf, hér er ég aðeins að útbúa há-
degismat handa þeim virka daga. Ég
ákvað að taka starfinu og hef verið
hér síðan og líkar mjög vel. Ég elda
venjulegan íslenskan heimilismat
ofan í starfsfólkið hér, fer svona
milliveginn í matargerð svo flestir
séu ánægðir,“ segir Bella.
Má ekki breyta jólamatseðli
fjölskyldunnar
Þegar Bella er spurð út í jólahald
heima hjá henni sjálfri þá kemur
ýmislegt forvitnilegt fram en hún
er jú fædd og uppalin fyrir norðan
og eru því rjúpur oftast í matinn hjá
hennar fólki á aðfangadag. Alltaf
sami jólamaturinn sem að vísu hefur
stundum verið erfitt að nálgast
vegna rjúpnaveiðibanns.
„Heima hjá mér um jólin er alltaf
sami matseðill og hefur verið frá
því að ég var lítið barn en jóla-
matseðillinn hefur fylgt mér alveg
inn í minn eigin búskap. Það þýðir
ekkert að breyta en ég bauð fjöl-
skyldunni minni upp á það eitt sinn
og þau spurðu mig hvort ég væri
ekki í lagi, hvort kerlingin væri eitt-
hvað að tapa sér! Við höfum því
haft þennan matseðil um jól en
stundum hefur reynst erfitt að fá
rjúpu vegna veiðibanns og einnig
vegna þess að henni er að fækka.
Það er hefð að maðurinn minn fari
á rjúpnaveiðar fyrir norðan. Svo
kemur hann heim með fenginn og
lætur fuglana hanga í tíu daga, svo
er hann settur í frysti. Einum degi
áður en við borðum fuglinn er hann
tekinn úr frysti og hamflettur, ekki
fyrr. Við erum með rjúpur í aðal-
rétt á aðfangadag en erum aldrei
með forrétt á aðfangadag. Ég steiki
rjúpurnar á pönnu í smjöri, krydda
með salti og pipar. Síðan set ég þær
í pott með smá vatni yfir og sýð þær
í rúma klukkustund til að fá soðið í
bestu sósu í heimi. Svo borðum við
brúnaðar kartöflur með rjúpunum,
waldorf-salat, rauðkál og grænar
baunir frá Ora. Malt og appelsín er
Hún er fædd og uppalin fyrir norðan, á Raufarhöfn,
en flutti ásamt eiginmanni, Reyni Þorsteinssyni, í Garð-
inn fyrir átján árum með dæturnar tvær og líkar vel.
Ísabella Björk Bjarkadóttir hefur enga formlega
menntun á sviði eldamennsku heldur lærði á gamla mát-
ann af móður sinni, með því að standa við hlið hennar
þegar hún var að elda mat. Í dag sér Bella um að elda
ofan í starfsmenn hjá Toyota Reykjanesbæ.
Bella listakokkur
eldar ofan í karlana
Marta Eiríksdóttir
marta@vf.is
Ástkær sonur, bróðir, barnabarn og frændi
GUNNAR MÁR VILBERTSSON
Reykjanesbæ
lést sunnudaginn 22. nóvember og fór útför hans fram frá Keflavíkur-
kirkju þriðjudaginn 8. desember að viðstöddum nánustu ættingjum
og vinum.
Vilbert Gústafsson, Birta Rós og Harpa Sóley
Sara Margrét og Viktoría Lynn, Frederick
Fríða Felixdóttir Rúnar Lúðvíksson
Gústaf Ólafsson
og aðrir aðstandendur
Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu
og hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa.
VILHJÁLMS ÞÓRHALLSSONAR
Njarðarvöllum 2 í Reykjanesbæ
Sérstakar þakkir til alls þess góða starfsfólks sem kom að umönnun
föður okkar á Hrafnistu Nesvöllum.
Þórhallur Vilhjálmsson Sólveig Bjarnadóttir
Guðrún Vilhjálmsdóttir
Ólafía Sigríður Vilhjálmsdóttir Nathan Balo
barnabörn og barnabarnabörn.
Brekkustígur 40, Njarðvík
Sími 7839821 - fbr@fbr.is
Opnunartímar yfir hátíðarnar:
19. desember er opið frá 11:00 til 15:00
23. desember er opið frá 10:00 til 18:00
24. til 27. desember er lokað
28. desember er opið frá 10:00 til 19:00
29. desember er opið frá 10:00 til 18:00
30. desember er opið frá 10:00 til 18:00
Opnum svo aftur 4. janúar 2021
Óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar
og farsældar á komandi ári
Við í Fiskbúð Reykjaness viljum
þakka íbúum Suðurnesja
fyrir frábærar móttökur
66 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár