Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2020, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 16.12.2020, Blaðsíða 26
BURBERRY Glæsilegar jólagjafir! Skoðaðu úrvalið á opticalstudio.is KEFLAVÍK Snjóþotunni pakkað inn í svartan poka því pappírinn var búinn Lára María Ingimundardóttir er starfsmaður í Njarðvíkurskóla. Hún hefur verið í veikindaleyfi frá störfum núna undanfarið en hefur þrátt fyrir það sótt ýmis námskeið hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og stundað boccia með íþróttafélaginu Nes. „Ég hef líka verið dugleg að fara út að ganga og svo finnst mér gaman að prjóna og teikna myndir í tölvunni. Verst finnst mér að komast ekki á körfuboltaleiki,“ segir Lára María í samtali við Víkurfréttir sem fengu hana til að svara nokkrum jólatengdum spurningum. – Fyrstu jólaminningarnar? „Fyrsta jólaminningin mín var þegar pabbi og mamma voru að skreyta jólatréð og fannst það rosastórt, vá. Hef verið u.þ.b. sex ára.“ – Jólahefðir hjá þér? „Við erum saman nærfjölskyldan á aðfanga- dagskvöld og hlustum á jólamessuna, líka á jóladag. Ég óska öllum vinum mínum gleði- legra jóla á fésbókinni núna, er hætt að senda jólakort. Ég fæ líka mikið af gleðilegum jóla- óskum frá þeim.“ – Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðarnar? „Já, ég hjálpa til í eldhúsinu með ýmislegt. Svo hef ég bakað smákökur sem er partur af jóla- matnum.“ – Uppáhaldsjólamyndin? „Uppáhaldsjólamyndin er „Christmas Vaca- tion“ með Chevy Chase.“ – Uppáhaldsjólatónlistin? „Uppáhaldsjólatónlistin mín er „I’m walking in the air“, held það heiti á íslensku „Himin- ganga“ úr jólateiknimyndinni „The Snowman“. Ég horfi bara á þessa mynd á jólunum og þess vegna er þetta fyrir mér jólalag.“ – Hvar verslarðu jólagjafirnar? „Verslaði heima þetta árið enda nóg úrval hér.“ – Gefurðu margar jólagjafir? „Já, ég gef nokkrar. Öllum í nærfjölskyldunni og nokkrum vinkonum mínum, u.þ.b. svona tíu gjafir.“ – Ertu vanaföst um jólin, eitt- hvað sem þú gerir alltaf? „Já, það eru ýmsir siðir sem ég vil alltaf halda eins og t.d. fara í messu klukkan sex, þó það verði víst ekki raunin þetta árið út af þessari leiðindapest. Í jólamatinn vil ég bæði hangikjöt og hamborgarhrygg sinn hvorn daginn með sínu fíneríi. Svo fer ég alltaf með skreytingar á leiði fjölskyldu minnar í kirkjugarðinum í Njarðvík.“ – Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Einu sinni um jólin, þegar ég var tólf ára, voru pabbi og bróðir minn að reyna að pakka jóla- gjöfinni minni en mamma var búin að klára allan jólapappírinn. Þetta endaði með því að þeir þurftu að nota svartan ruslapoka utan um jólagjöfina. Ég var frekar hissa hvað væri eiginlega í þessum stóra ruslapoka en svo kom í ljós að þetta var snjóþota og hefur verið eftir- minnilegasta jólagjöfin mín.“ – Hvað langar þig í jólagjöf? „Mig langar að geta lifað hraustlegu lífi.“ – Hvað er í matinn á aðfangadag? „Það verður hangikjöt og fíneríi meðlæti.“ – Eftirminnilegustu jólin? „Þegar mamma mín var hjá okkur síðustu jólin hennar árið 1988.“ Hangikjötið og jólakonfekt er ómissandi Hörður Baldursson Olsen er hættur vinnu en fæst við áhugaljósmyndun og lestur bóka ásamt göngu- ferðum. Hann ætlar að verja jólunum á Spáni og setur því ekki upp jólaljós að þessu sinni. – Ertu mikið jólabarn? „Það er nú það. Jú, ætli maður sé það ekki ennþá inn við beinið.“ – Skreytir þú heimilið mikið? „Jólaljósin fara ekki upp í ár, enda eyðum við þessum jólum á Spáni – en þau fara vanalega upp fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“ – Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum? „Man þegar yngri stjúpdóttir reif frá mér diskinn þegar að gaffallinn fór í síðasta bitann. Það þurfti að drífa af frágang til að komast í pakkana.“ – Hvað er ómissandi á jólum? „Hangikjötið og jólakonfekt er ómiss- andi.“ – Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina? „Skemmtilegast um jólahátíðina, borða góðan mat og slaka á og njóta há- tíðarinnar.“ – Bakar þú fyrir jólin og hvað þá helst? „Bakstur fyrir jól. Hjá mér aðallega þá vandræði, læt konuna um það en er dug- legur í smakkinu. Hálfmánar, súkkulaði- bita- og kókoskökur og lagtertan brúna sú besta.“ – Hvenær klárar þú að kaupa jóla- gjafirnar? „Yfirleitt búinn fyrir miðjan nóvember nema með konuna.“ – Hvenær setjið þið upp jólatré? „Jólatré er sett upp nú orðið fyrsta sunnudag í aðventa, gaman að njóta alla aðventuna.“ – Eftirminnilegasta jólagjöfin? „SAS flugvél sem ég fékk frá ömmu og afa í Noregi þegar að ég var barn.“ – Hvenær eru jólin komin fyrir þér? „Svona í kringum fyrsta sunnudag í að- ventu.“ – Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? „Hef farið að a.m.k. einu sinni í mið- næturmessu á aðfangadagskvöldi í Útskálakirkju 26 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.